Heima er bezt - 01.05.1961, Blaðsíða 13
Daginn eftir var skýlaust loft og vestan næða, en
frost mældist þá á Skjöldólfsstöðum 20 stig. Þann dag
fór hann ofan í Arnórsstaði á Jökuldal, og þaðan út í
Skjöldólfsstaði, en á þessa bæi átti hann erindi. Björg-
vin gisti svo á Skjöldólfsstöðum.
Morguninn eftir var veðurútlit hið sama og daginn
áður, og sama frost. Hann talfærði við heimamenn, að
maður þaðan yrði sendur með sér norður í heiði að
vitja um þetta fé, sem hann sá hjá Toddastykki, því að
illt væri að reka það alla leið til Vopnafjarðar, ef það
reyndist svo af Jökuldal, en á því voru talin öll tor-
merki, svo að hann fór þaðan einn þann dag í Ármóta-
sel, og gisti þar.
Strax í bítið, morguninn eftir, lagði Björgvin af stað
frá Ármótaseli. Þá er loft orðið skýjað, og frost orðið
vægt, en hægviðri. Hann leggur leið sína út með svo-
nefndu Síki, en þar sem Síkið og Hlíðarendakvísl koma
saman, sér hann slóðir, og litlu síðar finnur hann 4
kindur. Hann rekur svo þessar kindur út með kvísl-
inni og alla leið út fyrir áðurnefnt Toddastykki. Þarna
á þessari leið rekst hann víðs vegar á 8 kindur í við-
bót, en vegna ófærðar varð hann að sanka þeim saman,
og reka þær allar að kvíslinni, og eru kindurnar nú
orðnar 12. í þetta hafði farið drjúgur tími, svo að
hann hætti við að leita víðar, því séð hafði hann yfir
hitt svæðið á suðurleiðinni. Seinfært var og líða tók á
dag, en út í Háreksstaði kom hann kl. hálffimm. Kind-
urnar 4, sem hann fann á austurleið, höfðu ekkert farið
frá tóttunum. Á Háreksstöðum hafði hann viðdvöl og
borðaði af nesti, sem Ármótaselshjón höfðu gefið hon-
um til ferðarinnar, enda voru kindurnar hvíidar þurfi.
Þegar Björgvin hafði tekið sér bita, datt honum í hug,
að skreppa austur fyrir kvíslina og skyggnast um, hvort
hann sæi ekki slóðir eða kindastöðvar. Stutt hafði hann
farið, þegar hann sér slóðir eftir 2 kindur, rakti hann
þær svo um stund, en hætti því brátt, þar sem slóðirn-
ar lágu út og austur í heiði, myrkur fór í hönd, en
löng leið ófarin heim í Brunahvamm. Björgvin hraðaði
sér nú til baka í Háreksstaði, tók þar kindurnar, sem
nú voru 16, og hélt sem leið liggur út með Háreks-
staðakvísl, yfir hana hjá svokölluðum Vaðmelum, það-
an út norðan við Sauðafell (541 m á hæð), um Mels-
tættur, en þar beygði hann norður fyrir Hofsá, og út
norðurbakka hennar. Aleð kindurnar .komst hann út að
Hölkná, sem er um 2 km framan við Brunahvamm. Þá
var hann búinn að reka þær í svartamyrkri í langan
tíma. Kom hann svo heirn þetta kvöld eftir 17 klukku-
tíma ferðalag.
Strax morguninn eftir var Björgvin snemma á fót-
um, því að nú ætlaði hann sér að fara suður fvrir Sauða-
fell, og athuga um slóðirnar, sem hann hætti að rekja
daginn áður. Veðurhorfur voru ekki góðar, þykkni
mikið í lofti, en hægviðri. Treysti hann því, að veður-
útlit lagaðist þegar birti betur af degi. Björgvin leggur
nú af stað, og annar heimamaður með honum, og verða
þeir samferða inn fyrir Hölkná, og tók sá kindurnar til
baka í Brunahvamm. Segir svo ekki nánar af ferðum
Björgvins fyrr en hann finnur slóðirnar. Á leiðinni
hafði veðurútlitið farið ljókkandi, og farið var að leiða
éljadrög af norðaustri, þó langt væri í fjarlægð. Svo
hittist á að laust eftir að hann finnur slóðina, gekk yfir
þreifandi dimmt él, sem aldrei grisjaði í. Rétt á eftir
rokhvessti af norðaustri, með feikna snjóburði. Sá þá
Björgvin strax, að nú var ekki um annað að gera en
snúa til baka, beint í veðrið. Versnaði strax skíðaleiðið,
enda hafði hann þeirra engin not vegna veðurofsans, en
hríðin svo dimm, að hann sá ekkert frá sér. Gengur
hann nú lengi, svo að hann veit ekki, hvar hann er
staddur. Hægt miðaði, kafaldið í miðan legg eða hné,
og veðrið í fangið. Með Hofsá er víða klettagil all-
langt fram fyrir Brunahvamm, en þess varð Björgvin
að gæta að koma það framarlega að Hofsá, að hann
slyppi við gilið. Eftir erfiða og langa göngu sér hann
loks rofa fyrir vörðubroti á melkolli. Við athugun taldi
hann sig þekkja, að hann væri kominn norður fyrir
Hofsá, og hann væri staddur utan til í Kinnarlandi. Nú
þurfti hann ekki að sækja eins mikið í veðrið, en hefur
nú veðurstöðu á vinstri vanga. Frá vörðubroti þessu
var um klukkutíma gangur heim. Veðurhæð hélzt
óbreytt, þangað til Björgvin var kominn út á svonefnda
Þorleifsbrekku, en þar snögglækkar dalurinn og ör-
skammt þaðan heim, enda nærri komið myrkur. Þar
með var lokið þessari eftirleit, sem að öðrum þræði var
ferð á Jökuldal, nauðsynlegra erinda. Af kindum þess-
um, sem Björgvin fann í ferðinni, reyndust 8 úr Vopna-
firði, en 8 af Jökuldal. Ekki gaf veður næstu daga til
að skyggnast frekar eftir kindunum tveimur, sem hann
sá slóðirnar eftir. Því að gekk með hríðarkafla, og
aldrei fékkst vissa fyrir, að þær hefðu komið fram. Þess
má geta, að vorið eftir, þegar ferðir féllu inn á Kolls-
eyrudal, fundust 7 kindaræflar, sem fennt höfðu um
haustið í melöldum norður af Lindarárbölum. Þess má
einnig að síðustu geta, að þó þennan slæma kafla gjörði,
þá varð veturinn einhver sá allra bezti, sem komið get-
ur. Jarðabætur voru sums staðar framkvæmdar á jóla-
föstu, og norðan ár í Vesturárdal var fé sleppt í mið-
góu og aldrei tekið í hús aftur, og inn á Brunahvammi,
sem stendur á heiði, var fé sleppt um svipað leyti.
Bréfaskipti
Guðbjörg Karlsdáttir, Gjögri við Reykjaríjörð, óskar eltir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku 13—15 ára.
Camilla Thorarensen, Gjögri við Reykjarfjörð, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku 16—19 ára.
Arndis Hjartardóttir, Fagrahvammi, N.-ís., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 10—12 ára.
Dóróthea Hallgrímsdóttir, Sólvöllum, Skagaströnd, óskar
að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 20—
25 ára. Mynd fylgi.
Sesselja V. Finnsdóttir, Gufuá, Borgarhreppi, Mýr., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Heima er bezt 157