Heima er bezt - 01.05.1961, Blaðsíða 15
mikilli lagni og harðfylgi um leið. Meginatriði þessara
laga var stofnun embættis skógræktarstjóra, en um leið
var yfirstjórn þessara mála komin á eina hendi, og
tryggð sérfræðileg umsjá skóganna og þeirra tilrauna,
sem gerðar kynnu að verða. Þá var og ríkisvaldið
bundið til framkvæmda með þessari skipan. Höfðu þeir
Ryder og Prytz lagt fast að landsstjórninni að koma á
þessari skipan málanna.
Umræður um málið á Alþingi urðu þó meiri í sam-
bandi við afgreiðslu fjárlaga en frumvarpið sjálft. Það
kemur greinilega í ljós við þessum umræður, að það
sem einkum var Þrándur í götu laganna var sparnaðar-
andi þingsins og ótti þingmanna við fjölgun embætta.
Það virðist einnig, að tilraunir þær, sem Flensborg hafði
þegar gert, hafi síður en svo aukið mönnum trú á mál-
efninu, eða möguleikum þess, að kornið yrði hér upp
nýjum skógum af erlendum stofni. Meira að segja
Stefán Stefúnsson, skólameistari, sem vitanlega hafði
rneiri þekkingu og skilning á þessum efnum til brunns
að bera en nokkur þingmaður annar, lét í ljós full-
komna vantrú á, að erlendar trjátegundir gætu vaxið
hér, svo að skógur yrði úr.
Það mun hafa verið fullráðið, áður en rnálið kom
fyrir Alþingi, að skógræktarstjórinn yrði danskur mað-
ur. Gætir þess einnig í umræðunum, að þingmenn van-
treysta dönskum manni að hafa forystu í þessum mál-
um. Stefán Stefánsson stingur upp á að senda einhvern
Islending utan, og láta hann læra skógrækt, og bendir
um leið réttilega á, að þá komi til sögunnar maður, sem
auk sömu þekkingar og lærdóms og danskur skógfræð-
ingur, hafi kunnugleika á landi og þjóð, og hann skilji
þarfir landsmanna betur en erlendur maður, „þess vegna
cr heppilegra, að mál þetta sé í höndum íslenzks manns,
og þá fyrst von um, að alþýða manna hætti að líta
þetta mál hornauga, og skilji það og láti sér annt um
það“. (Alþt. B 1901 318.)
En þótt rnargir yrðu til andmæla, og jafnvel sam-
flokksmenn Hannesar væru deigir í fylgi sínu við mál-
ið, lét hann hvergi hugfallast. Eftirfarandi ræðustúfur
sýnir ljósast hug hans, og má að nokkru leyti skoða
hann sem stefnuyfirlýsingu Hannesar í skógræktarmál-
inu. En í þessari ræðu er hann að svara ýmsum andmæl-
endum málsins, og segir svo: „Háttvirtur þingmaður
hélt því fram, að það heillavænlegasta til að flýta fyrir
þessu rnáli væri að fara sem hægast og gjöra sem minnst.
Ég er á algerlega mótsettri skoðun, ég álít það liggi í
augum uppi, að því meir og fyrr, sem að þessu er starf-
að, því meiri og fljótari árangur sjáist af starfinu. Það
þarf að byrja þannig, að frá upphafi sé stefnt að
ákveðnu takmarki með alvarlegri eftirleit eftir því hag-
felldasta og vænlegasta og ekki með neinu káki. Hér
sem annars staðar þarf að læra af reynslunni, og því
duga ekki menn, sem eru fæddir með einhverja ófrá-
víkjanlega skoðun á málinu fyrirfram, og.hana kannske
skakka. iVIenn mega reiða sig á það, að hér á fslandi
gildir sama lögmál, sem ræður alls staðar annars staðar,
nefnilega að reynslan verði að vera lærimeistarinn.... “
Síðar í ræðunni varar hann við því „að gera út um það
að óreyndu hvað mögulegt kunni að vera í framtíð-
inni í þessu efni, og eru slíkar kenningar hættulegar
fyrir þetta mál.“ (Alþt. B 1907 319—20.)
f umræðunum kom það fram hjá sumum þingmönn-
um, að réttast væri að fela Búnaðarfélagi íslands með-
ferð þessara mála, og spara með því embætti skógrækt-
arstjóra.. Hannes snýst algerlega öndverður gegn því,
meðal annars af því, að hann lítur á skógræktarmálið
sem hugsjónamál og þykir hætt við, að það yrði haft á
hakanum, þegar það væri undir sömu stjórn og hin
daglegu viðfangsefni búskaparins, um það segir hann
meðal annars: „Skógræktin getur ekki látið sér nægja
að fá mola þá, sem detta af borðum landbúnaðardrottn-
anna, sem aðallega eru að hugsa um hið daglega
brauð.... Starfssvið Búnaðarfélagsins er nógu mikið og
mikilsvarðandi fyrir því, þó að öllu sé ekki hlaðið á
herðar þess.“ (Alþt. B 1907 390.)
Ég hygg að þessi ræðubrot sýni Ijóslega, að skóg-
ræktarmálið átti þar traustan stuðningsmann, sem
Hannes Hafstein var, bæði framsýnni og skilningsbetri
á þarfir landsins í þessu efni en allur þorri landsmanna,
og einnig að það hefði vissulega orðið málinu mikill
styrkur, ef stjórnarforystu hans hefði lengur notið við
en raun varð á.
Þrátt fyrir allmikla mótspyrnu voru lögin samþykkt
á þinginu 1907, og 1. marz 1908 var danskur skógfræð-
ingur, A. F. Kofoed-Hansen settur skógræktarstjóri og
gegndi hann því starfi í 27 ár.
Aður en þetta væri, höfðu fjórir Islendingar verið
styrktir til skógarvarðanáms erlendis. Fyrstur þeirra
var Stefún Kristjúnsson. Lauk hann námi 1905, og var
þá settur skógarvörður á Hallormsstað um leið og land-
ið keypti jörðina og friðaði skóginn. En þegar Vagla-
skógur var friðaður 1909 gerðist Stefán skógarvörður
þar um langt skeið. Hinir, sem seinna lcomu, voru Ein-
ar E. Sæmundsen, Sumarliði Halldórsson og Guttorm-
ur Pálsson, sem nú er einn á lífi frumherjanna í íslenzkri
skógrækt. Allir þessir menn tóku til starfa á vegum
skógræktarinnar, þegar eftir heimkomu sína frá námi.
Með setningu skógræktarlaganna var merkum áfanga
náð, og fenginn sá grundvöllur, sem þurfti til þess, að
unnt yrði að hefjast handa um skipulegar aðgerðir í
málum þessum. Þótt ekkert hefði annað komið til
greina en viðurkenning ríkisvaldsins á því, að hinu op-
inbera bæri að stjórna þessum málum og styrkja þau,
var það stór sigur. Þó fór svo, að framfarir og fram-
kvæmdir urðu minni en búast hefði mátt við, og bar
margt til þess. Skammt var nú eftir af stjórnartíð Hann-
esar Hafstein, og næstu árin eftir setningu laganna
snerist orka stjórnmálamannanna og Alþingis um deil-
una við Dani, og skyggði það mál á allt annað eins og
löngum fyrr. Síðar skall heimsstyrjöldin yfir 1914—
1918, og gaf hún nóg viðfangsefni, og loks þegar full-
veldið fékkst 1918 og deilan við Dani var leyst, þurfti
í mörg hom að líta við að koma skipan á hið nýstofn-
aða ríki. Mun allt þetta hafa ráðið miklu um, að hljótt
Heima er bezt 159