Heima er bezt - 01.01.1962, Blaðsíða 16
Kunnugur sjómaður í Súðavík sagði, að leiðin frá
þeim stað er Lambi var tekinn og beint upp í Súðavík-
urhlíðina væri hálfrar stundar róður. En víst er það,
að Lambi hefur farið miklu utar af stað og haldið
stefnu á Vigur, svo að telja má víst, að hann hefur
verið búinn að synda vegalengd sem svarar til einnar
stundar róðurs.
Engin þreytumerki sáust á honum, þegar hann var
tekinn, og sýndi spretturinn sem hann tók þegar hann
sá bátinn nálgast, að hann átti mikið eftir. Ekki varð
Lamba meint af volkinu og ekki leið á löngu þar til
hann hóf sundæfingar sínar að nýju í sundinu milli
kaupstaðarins og Nausta.
Nú fór Lambi daglega, og stundum oft á dag í sjó-
inn, en þess á milli stóð hann í fjörunni og mændi í
áttina heim. Þegar þessu hafði farið fram um hríð bauð
Jón Eðvald Þórði hestinn aftur, eða að öðrum kosti
kvaðst hann mundu lóga honum, því vinir Lamba,
börnin og frú Sigrún, þoldu ekki að sjá hvað blessuð
skepnan þjáðist af heimþrá, og vildu þau hjálpa hon-
um til þess að fá henni fullnægt. — Var því ákveðið
að Lambi skyldi fá að fara heim.
Elann var leiddur fram bryggjuna á ísafirði og
fylgdu vinir hans honum, þau hjónin Jón og Sigrún,
og börnin. Þau kysstu Lamba að skilnaði og viðstaddir
sáu tár falla af hvarmi lítils drengs, þegar hann lagði
armana um háls vinar síns í hinzta sinn.
Lambi steig léttilega út í póstbátinn. Nú var hann
ekki hræddur. — Gat það verið að hann hefði grun um
væntanlega heimferð?
Póstbáturinn kom ekki við á Melgraseyri í þessari
ferð og var því farið með Lamba inn að Arngerðar-
eyri, en þaðan er fimm stunda lestagangur út að Lauga-
landi og fjórar ár yfir að fara.
Lamba var sleppt eftir komu bátsins að Arngerðar-
eyri í þeirri von að hann rataði heim. Ekki brást sú
von, því að Lambi var fljótur heim, og þótt hásumar
væri nægði honum ekki að komast í heimahagana held-
ur kom hann beint heim á bæjarhlað á Laugalandi, og
þaðan fór hann í hesthúskofann sem hann hafði verið
í, áður en hann fór.
Lambi gekk beint á stallinn sinn, og þangað kom allt
heimilisfólkið til þess að heilsa honum, og það var eins
og hann hefði beðið eftir þessu, því nú gat Lambi
hlaupið glaður og frjáls til hrossanna í haganum. Hann
var kominn heim.
Næsta vetur var Lambi ekkert notaður, en um vorið
var farið að nota hann, og þá sérstaklega við komu
Djúpbátsins að Melgraseyri og bar ekki á neinu sér-
stöku í því sambandi, nema að hann virtist alltaf veita
bátnum athygli. Hann reisti makkann, sperrti eyrun,
og horfði löngum á bátinn meðan hann stóð við á
legunni.
Svo var það um sumarið, að kýr var seld frá Lauga-
landi út á ísafjörð, og var hún flutt á árabát fram í
„Braga“, eins og Lambi forðum, þegar hann fór í sína
kaupstaðarferð. Þegar kýrin var leidd fram að bátn-
um, beið Lambi ekki boðanna, heldur stökk upp fyrir
bakkana, sem eru ofan við athafnasvæðið og hvarf, en
enginn gaf þessu gaum, því ofan við bakkana voru
hestar á beit. En þegar búið var að afgreiða bátinn, og
menn fóru að huga að hestum sínum, kom í ljós að
Lambi var horfinn, aldrei þessu vant. Hafði Lambi þá
hlaupið alla leið heim að túni á Laugalandi og stóð
þar við hliðið. En þar sem heimafólk vissi að þörf var
fyrir Lamba við flutning heim frá bátnum, var 12 ára
drengur sendur af stað, og skyldi hann fara með hest-
inn aftur niður að Melgraseyri. Um leið og drengurinn
fór á bak Lamba, tók hann sprettinn heim í hlað á
Laugalandi, svo drengur varð að teyma hann af stað,
en hann var svo tregur að drengurinn gafst upp á því.
Fór hann þá á bak aftur, en það fór á sömu leið,
Lambi stökk beint heim í hlað aftur. Varð nú drengur
að draga hann nauðugan alla leið.
Lengi á eftir varð að hafa sérstaka gát á Lamba
þegar farið var með hann til Melgraseyrar, í sambandi
við komu Djúpbátsins. Og á meðan báturinn var af-
greiddur, stóð hann eins og á verði og horfði á bátinn.
Það er ekki vafi, að þegar Lambi sá kúna leidda að
árabátnum með sama útbúnaði og forðum var látinn á
hann, hefur hann orðið hræddur um að næst kæmi röð-
in að sér, og sýnir það að hann hafði engu gleymt.
Lambi var elskaður og virtur meðan hann lifði, og
aldrei þurfti að fylgja honum heim, þangað komst
hann ávallt hjálparlaust.
Saga þessa gáfaða og heimfúsa hests er holl áminning
þeim mönnum, er fyrirfara allri ást sinni og tryggð til
heimalandsins og æskustöðvanna, og lítilsvirða þá
óhagganlegu staðreynd að heima er bezt.
Tvær smásögur um dulræn efni
Framhald af bls. 9. ---- ■ ■ ■—--
Þessi karl er þreklegur
með þykkar og stórar hendur,
þó er hann ekki þjóðlegur,
og það við sjófarendur.
En ekki datt mér annað í hug þá, en um mennskan
mann væri að ræða.
Eg fór síðan heim, og kalla á einn félaga minn, Bjama
að nafni, og spyr hann, hvort hér sé einhver húskarl,
sem ég hafi ekki áður séð. Hann segir, að hér sé að
vísu vinnumaður, en hann sé við sjóróðra úti undir
Jökli, og enginn karlmaður því heima nema bóndinn.
Segi ég honum þá, hvað fyrir mig hafði borið. En
hann segir þá: „Þú ert nú ekki sá fyrsti, sem verður
var við þennan pilt. Það er sögn tii um það, að hann
hafi verið drepinn hér úti á eyjarenda og dysjaður þar.
Skal ég sýna þér dysina í fyrramálið.“ Hann efndi orð
sín, og skoðuðum við dysina morguninn eftir. Hún
var mjög fornleg að sjá, og auðsæilega gömul mjög.
Ekki hafði Bjarni heyrt, hvað maður þessi hefði heitið
og þótti mér það slæmt.
12 Heima er bezt