Heima er bezt - 01.01.1962, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.01.1962, Blaðsíða 19
tjaldinu. Þar hvíldum við um stund og gáfum Glasgow góða tuggu. Ferðin upp eftir með 350 pund á sleðan- um gekk greiðlega fyrstu þrjá fjórðunga leiðarinnar, meðan snjórinn var svo harður, að hann hélt hesti og sleða. En sólin, sem kom upp ldukkan háiftvö, bræddi snjóskelina alltof snemma. Síðasta hluta leiðarinnar lá Glasgow í hvað eftir annað. Og þegar við komum að tjaldinu, fékkst hann alls ekki til að fara lengra. En þar sem skarinn hélt sleðanum enn uppi, héldum við áfram eina mílu vegar, drógum sleðann á sjálfum okkur og iétum tröllið Jens hjálpa okkur til. En þá tók skarinn að bresta, og við hlutum að gefa upp ferðina. Við tók- um flutninginn af sleðanum og snerum við. Eliminninn var heiður og sólskinið furðulega sterkt, því að svo mátti heita, að það beinlínis sviði af okkur skinnið. Jens fékk höfuðverk og hita, og svitnaði svo óskaplega, að ég ótatðist að hann hefði fengið sólstungu. Ég lét hann því leggjast á sleðann og lagði kalda bakstra við höfuð honum. Ókum við Þorsteinn honum þannig heim í tjald, þar sem honum batnaði fljótlega. Morguninn eftir, 24. júní, felldum við tjaldið og lögðum af stað klukkan tvö um nóttina í glaðasólskini og bezta færi. Þar sem við höfðum tekið af sleðanum í gær, bjuggum við nú út litla birgðastöð og geymdum þar 250 pund af heyi, 100 pund af matvælum og ket- kexi og 50 pund af rúgbrauði handa Glasgow. Eléðan héldum við fyrst í suðaustur, en síðan beint í suður um Hermannaskarð, hinn breiða jökultanga, sem tengir saman Vatnajökul og Öræfajökul. Fram að þessu höfð- um við farið hratt yfir, en nú var leiðin meira í fangið, og samtímis versnaði færðin vegna sólbráðar. Glasgow komst varla úr sporunum. A svo sem 20 metra færi fleygði hann sér niður og frísaði og reis ekki upp aftur fyrr en eftir nokkurra mínútna hvíld. Þannig mjök- uðumst við áfram fót fyrir fót. Þegar við áttum naum- ast meira en tvo kílómetra eftir upp á hákamb jökuls- ins gafst Glasgow alveg upp. Við vorum einnig svo þreyttir, að við treystum okkur ekki til að draga sleð- ann lengra áleiðis, svo að við tjölduðum, þótt okkur þætti leitt að komast ekki lengra, og klukkan einungis tvö síðdegis. Til þess að nota hreinviðrið fór ég á skíðum upp á jökulinn og fann þá ágætan tjaldstað, í dæld milli tveggja jökultinda, svo sem hálfa mílu fyrir norðan Hvannadalshnjúk. Þar sem ekki var nema um þriggja kílómetra leið þangað frá tjaldinu, afréð ég að flytja þangað þegar sama kveldið, svo að hægt yrði að byrja mælingarnar þegar að morgni. Við felldum því tjaldið um átta leytið, en þá var byrjað að frysta. En við höfðum gleymt að taka tillit til Glasgows. Hann gerði nú algert verkfall og hreyfði sig ekki úr sporun- um, þótt svipuhöggin dyndu á honum. Sleðinn lá svo djúpt í, að við gátum ekki dregið hann fjórir saman. Við tókum nú það til bragðs að binda tjald, mælinga- tæki og sitthvað annað í ldyfjar og lögðum þær á Glasgow. Enda þótt baggarnir væru um 250 pund og umbrotafæri, brauzt hann rösklega áfram með þá. Sleðahlassið var nú um 150 pund og áttu þeir þrímenn- ingarnir Leisted, Þorsteinn og Jens fullt í fangi með að draga það. Meðan allt lék í lyndi um morguninn, höfðum við haft það á orði, að gaman væri að bregða sér upp á Hvannadalshnjúk um kvöldið og ltynda þar Jóns- messubál, af gömlum dagblöðum og steinolíulögg, sem vel mætti fórna í þeim tilgangi. En þegar við loks klukkan 11 um kveldið komum upp í áðurnefnda dæld, Tjaldskarð, var komin þoka á tindinn, — og satt bezt að segja — öll löngun til að bæta á okkur erfiðri fjall- göngu var rokin út í veður og vind. Við skriðum hið skjótasta í svefnpokana og létum nornir og galdrakind- ur halda sína Jónsmessu í friði. Reynsla undanfarinna daga hafði kennt mér, að það voru mistök, að ætla að nota hest til dráttar á jöklin- um svo snemma sumars. Allt öðru máli gegndi, þegar ég var á ferð á austurjöklinum í fyrrasumar í ágúst og september. Snjórinn var þá orðinn grófgerðari og þétt- ari, sólbráðin minni og næturnar kaldari. Þá hafði ég hin fyllstu not af hesti mínum, en nú var hesturinn nánast til trafala og megnaði ekki að draga miklu meira en sitt eigið fóður. Ég var því að hugsa um, hvort ekki væri réttast að skjóta hann, jafnskjótt og heyið, sem við höfðum við tjaldið væri þrotið. Sennilega hefði ég látið verða af því, ef sérstakt atvik hefði ekki komið fyrir. En um morguninn kom í ljós að steinolíubrúsi okkar var orðinn lekur, og það bjargaði lífi Glasgows. Nýjan steinolíubrúsa urðum við að fá, hvað sem taut- aði, og þaðan sem við nú vorum komnir var léttara að sækja hann til bæja en í birgðastöðina á Vatnajökli, sem var nú tvær dagleiðir í burtu frá okkur. Að vísu þekkti ég leiðina af Hvannadalshnjúk ofan í Hvanna- dal aðeins af lýsingu Jóns Sigurðssonar, en ég vonaði, að þrátt fyrir þokuna á jöklinum mætti okkur takast að ná niður að Svínafelli. Hins vegar var ég mjög í efa um, að heppnast mætti að koma hestinum þá leið, en eins og allt var í pottinn búið vildi ég þó freista þess heldur en að skjóta hann. Árdegis 25. júní lögðum við Þorsteinn af stað með Glasgow í taumi. Við fórum austur og suður fyrir Hvannadalshnjúk og niður með hamraegg með þver- hníptum hliðum, sem stendur nokkra metra upp úr jöklinum og nær alla leið ofan frá tindinum og niður í Hvannadal. Við höfðum góða fótfestu í lausamjöll- inni, en færðin var þreytandi, og einkum var þetta erfitt fyrir Glasgow, sem alltaf lá á kviði í fönninni en brauzt áfram á eins konar valhoppi 4—5 stökk í einu en blés svo mæðinni. Stundum fleygði hann sér á hliðina, en þá urðum við Þorsteinn að halda í hann af öllum kröftum, svo að hann rynni ekki af stað, en þá hefði hann tvímælalaust hafnað í einhverri sprungunni, sem alls staðar var nóg af hér í jöklinum. Snjóbrýrnar á sprungunum voru næsta lélegar, og vegna þokunnar urðum við að velja þær af handahófi, og sáum þær ekki fyrr en við komum að þeim. Framhald. Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.