Heima er bezt - 01.01.1962, Blaðsíða 32
TÓLFTI HLUTI
Pálmi gerir nýjar áætlanir með framtíðina. Hann
ætlar að njóta ástar þeirrar stúlku, sem af frjálsum
vilja vill gefa honum allt, og reynast hennar verðugur.
Hann ætlar að taka við sýslumannsembættinu, stofna
eigið heimili í Vík með Stínu, vilji hún fylgja honum
á lífsleiðinni, og láta þar með allar tálvonir um fram-
tíðina á Grund vera gleymdar.
Fulltrúinn lítur á klukkuna. Vinnutíma hans er lok-
ið í dag. Hann rís á fætur og gengur inn í einkaher-
bergi sitt, tekur þar litlar öskjur með gullúri í og
stingur þeim í vasa sinn. í kvöld ætlar hann að gefa
gullúrið réttum viðtakanda.
Stína er ein að störfum í eldhúsinu á Grund. Senn
er veru hennar þar lokið, og ný viðhorf bíða hennar.
Elsa kemur inn í eldhúsið til Stínu með handavinnu
sína og tekur sér þar sæti. Að þessu sinni finnur Stína
til óvenjulegrar feimni í návist Elsu, en þó hefur hún
aldrei borið innilegri vinarhug til hennar en einmitt
nú. Elsa situr þögul um stund án þess að byrja á vinnu
sinni, og virðir Stínu fyrir sér með hlýju augnaráði.
Hún veitir brátt athygli nýju blikandi gullúri, sem
Stína ber um arminn, og henni er þegar ljóst, hvernig
það er til komið. Nú er það komið á réttan stað: á
arminn á Stínu litlu!
Hlýr fagnaðarstraumur fer um huga sýslumanns-
dótturinnar. Hún hefur þá líklega orðið Stínu að ein-
hverju liði í viðskiptum hennar við Pálma fulltrúa.
Stínu verður litið á Elsu, og augu þeirra mætast í hlýju
brosi. Svo rýfur Elsa loks þögnina og segir:
„Og þú ert þá senn á förum frá okkur hérna á
Grund, Stína mín, eftir því sem mamma var að segja
mér áðan.“
„Já, ég var ekki ráðin lengur en til vorsins.“
„Jæja, vinan, ég sakna þín héðan, en ég vona að
gæfan fylgi þér í framtíðinni!“ Elsa brosir örlítið
glettnislega. „En kannske hefur þú að lokum fundið
gæfuna hérna á Grund, Stína mín?“
Stína roðnar. „Já, Elsa mín, ég hef fundið gæfuna
hérna á Grund, og mér finnst, að ég eigi það þér að
þakka.“
„Það held ég nú ekki.“
„Jú, þú hefur áreiðanlega átt tal um mig við Pálma,
og það hefur valdið úrslitum, ég er alveg viss um það.“
„Það getur vel verið, að við Pálmi höfum átt tal
saman um þig, en hann hefði eflaust farið réttu leið-
ina, þó ég hefði aldrei bent honum á hana. Ég trúði
ekki öðru, en að Pálmi reyndist sannur drengur gagn-
vart þér, því þú verðskuldaðir ekki annað af honum.“
Stína réttir brosandi fram arminn, sem ber gullúrið,
og segir fagnandi: „Þetta færði hann mér að gjöf ný-
lega, finnst þér það ekki fallegt?"
„Jú, það er fallegt, og þér einni átti Pálmi að gefa
það. Og nú hefur Pálmi fulltrúi vaxið að manngildi í
mínum augum.“
Stína færir sig að Elsu og leggur báðar hendur sínar
um háls henni og hallar sér að vanga hennar.
„Ég þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir
mig, Elsa mín,“ hvíslar hún. „Ég veit að hamingju
mína á ég þér að þakka, og engum öðrum!“
Elsa þrýstir Stínu innilega að sér. „Ég vissi að hið
sanna og rétta myndi sigra að lokum í baráttu okkar
beggja fyrir ást okkar og lífshamingju; en hinum al-
góða höfundi örlaganna eigum við allt að þakka, og
engum öðrum! — Ég óska þér allrar blessunar í fram-
tíðinni, vina mín!“
XX.
Glcesibíll og gæðingar.
Vorið er setzt að völdum enn á nv, auðugt af fjöl-
breyttum unaðssemdum lífs og fegurðar með faðminn
fullan af ljósi og friði. Árni sýslumaður á Grund hefur
náð sæmilega góðri heilsu aftur eftir hið þunga áfall á
síðastliðnum vetri, og heilsar nú glaður nýju vori.
Hann er búinn að segja af sér sýslumannsembættinu
og jafnframt að tryggja Pálma Þórðarsyni þann heið-
ur að verða eftirmaður sinn. Einnig hefur hann útveg-
28 Heima er bezt