Heima er bezt - 01.01.1962, Blaðsíða 8
Petta er eins og aA komast
í spennandi sögu
Gísli Jónsson spjallar við Magneu Magnúsdóttur
— Eina mynd enn, og þá er þetta búið, segir Bjarni.
Við erum staddir í Norðurgötu 4 hjá Magneu Magnús-
dóttur húsfreyju, sem skrifað hefur söguna, sem verða
á næsta framhaldssaga í Heima er bezt, og ég á að
hafa viðtal við hana.
— Geturn við þá byrjað?
— Já, já.
— Eigum við að þúast eða þérast í viðtalinu?
— Þúast, held ég, frekar.
— Og hvað segirðu mér þá um upprunann?
— F.g er fædd vestur í Strandasýslu, á Kleifum í
Kaldbaksvík, 18. apríl 1930. Foreldrar mínir eru Guð-
björg Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon, bóndi
þar, já. Við fluttumst þaðan, þegar ég var 15 ára, og
þau eiga heima á Skagaströnd núna, bjuggu fyrst þrjú
ár á Drangsnesi, það er lítið sjávarþorp, en var þá í
uppgangi, íbúarnir, ég man það ekki svo, þeim hefur
farið fækkandi.
Við vorum fimm, systkinin. Þrír bræður, allir nú á
Skagaströnd, og ein systir látin, og svo á ég eina fóst-
ursystur. Bræðurnir eru allir sjómenn, mikið sjóarablóð
í ættinni.
— Og þú hefur alizt upp með foreldrum þínum?
— Já, en eftir veruna á Skagaströnd var ég hér og
þar, í kaupavinnu á sumrin, stundum í skóla á veturna,
einn vetur í Kvennaskólanum á Staðarfelli, annan í Tó-
vinnuskólanum hjá henni Halldoru Bjarnadottur, einn
vetur hér frammi í Firði, og svo gifti ég mig nú. Mað-
urinn minn er Baldur Halldórsson fra Hleiðargarði í
Eyjafirði, já, við kynntumst þarna frammi í Firðinum.
Ég var að setja upp vefi fyrir konurnar, var á vegum
Halldóru Bjarnadóttur og svo í kaupavinnu um sumar-
ið, svo vann ég hérna á Hjálpræðishernum veturinn
eftir, og þá var ég trúlofuð.
— Og svo hafið þið gifzt?
— Já, og vorum fyrst eitt ár í Hleiðargarði, bjugg-
um svo sjö ár í Rauðhúsum, og þa fluttum við í bæinn.
Baldur er vefari á Gefjun núna. Við eigum tvær dæt-
ur, Sigrúnu Sigurmundu 9 ára og Borghildi Run 5
ára.
— Hvernig líkaði þér að vera bóndakona í Eyjafirði.
— Svo-na. Ég vil heldur vera bóndakona við sjó.
— Það er arfur frá Ströndunum?
— Það hugsa ég. Mikil breyting fyrir þann, sem er
alinn upp á sjávarbakkanum, að setjast að í Eyjafirði.
Manni finnst þröngt um sig. Það er raunar stutt á
milli bæja og bílar á hverjum bæ, en það er aldrei hægt
að ganga á reka né fara á sjó milli bæja.
— Viltu ekki segja eitthvað frá æskuárunum fyrir
vestan?
— Ég held ekki. Það skeði ekkert merkilegt. En það
er fallegt þar, ég kom þangað í sumar í fyrsta skipti
síðan ég flutti. Jú, það hafa orðið breytingar. Lands-
lagið er að vísu hið sama, en búið að rækta mikið á
Kleifum, margt horfið, hólar og hæðir, sem ég mundi
eftir, og svo er mikið komið í eyði í kring. Það eru
bara tveir bæir þarna í víkinni og langt til næstu
bæja. Nú er kominn bílvegur, og það er allt öðruvísi
en var, þegar bara var sjórinn, eða þá hestarnir, það
þekktust engin önnur farartæki.
— Var stórt bú hjá föður þínum?
— Ekki á eyfirzkan mælikvarða, en alltaf einhver
sjósókn. Það var tvíbýli, þegar ég átti heima á Kleif-
um, pabbi og bróðir hans áttu trillu og öfluðu oft vel.
Já, ég man það núna, ég var minnt á það í sumar, dá-
lítið atvik, sem gerðist, þegar ég var 13 ára heima á
Kleifum. Það var vatn í dalnum, venjulega lagt mest-
an part vetrar og fram á vor. Ég var látin gæta ánna
um vorið, það voru svo miklar hættur, og ég varð að
halda þeim frá fjörunni. Það var tvíbýli, eins og ég
4 Heima er bezt