Heima er bezt - 01.01.1962, Blaðsíða 25
þá er þar bitinn bezti
sá bitinn er: ég skal.
Stundum bregður Hannes Hafstein fyrir sig glettni
í ljóðum sínum, og fljótt varð hún landfleyg þessi
vísa:
Karlmannsþrá er, vitum vér,
vefja svanna í fangi.
Kvenmannsþráin einkum er:
að hann til þess langi.
Þá man ég vel, hve ungt skólafólk á mínum dögum,
var hrifið af þessu litla ljóði, sem skáldið nefnir:
HJÚPUÐ FEGURÐ.
Fegurð hrífur hugann meira,
ef hjúpuð er,
svo andann gruni enn þá fleira,
en augað sér.
Ég ætla ekki að birta hér fleiri sýnishorn af kvæðum
Hannesar Hafsteins, því að þeir, sem vilja kynna sér
ljóð hans, eiga vitanlega að verða sér úti um ljóðmælin
og lesa þau með athygli og opnum huga. Engan ung-
ling mun iðra þess. Ættjarðarljóðin og hugsjóna- og
hvatninga-kvæðin eru enn í fullu gildi, og léttu söng-
hæfu kvæðin, og glettnu, gamansömu kvæðin ylja enn
ungu fólki, og því segi ég enn: kynnið ykkur ljóð
Hannesar Hafstein.
Þessum stutta þætti um Hannes Hafstein er nú að
verða lokið.
Hann var á sínum tíma sá maður, sem mest var rætt
og ritað um. Margir telja að hann hafi verið glæsileg-
asti íslendingur síðari alda. Þetta má líka vel ráða af
mörgum ágætum myndum, sem til eru af honum, en sá
sem aldrei sá hann sjálfan, getur þó varla skilið hvílík-
ir persónutöfrar geisluðu út frá honum á ungdóms- og
manndóms-árum hans.
Það er fágætt, að ungur maður, sem sér ókunnan
mann aðeins einu sinni, geti aldrei gleymt honum, en
þetta hef ég sjálfur reynt með glæsimennið Hannes
Hafstein. Hinn fagri, gæfulegi baksvipur hans er mér
ógleymanlegur. Fríðleik andlits hans geta allir metið á
ágætum myndum. Stefán Jónsson.
Átján ára ungfrú, sem ekki vill láta nafns síns getið,
sendi þættinum ágætt bréf. í því stóð meðal annars
þetta:
„Heldur þú, kæri dægurlagaþáttur, að hægt væri að
fá upplýsingar um þekktan dægurlagasöngvara? Ég og
systir mín vorum að þræta um þessi atriði:
Systir mín sagði að Ragnar Bjarnason væri giftur.
Ég sagði að hann væri ógiftur. Systir mín sagði að
hnan væri ógiftur. Systir mín sagði að hann væri alltaf
35—36 ára, en ég sagði að hann væri ekki meira en
26—27 ára. Elsku bezti dægurlagaþáttur! Vilt þú leysa
deiluna? Ég er 18 ára.“
Þetta var kafli úr bréfinu.
Jú, — dægurlagaþátturinn getur leyst þessa deilu.
Upplýsingarnar eru beint frá Ragnari Bjarnasyni sjálf-
um. — Hann er giftur og á tvö börm Hann varð 27 ára
í haust, sem leið. Báðar systurnar höfðu því að nokkru
leyti á réttu að standa.
Ritstjóri þáttarins þakkar kærlega teikningar af hest-
um, sem fylgdu bréfinu. Við erum sammála um það,
að hestar séu yndislegir.
Anna á Þverá, Sólrún í Bakkafirði og margir fleiri
hafa beðið um Ijóðið: Eg er kokkur á kútter frá Sandi.
Höfundurinn nefnir sig Örnólf í Vík, en Ragnar
Bjarnason hefur sungið ljóðið í útvarp. Og hér birtist
þetta margeftirspurða ljóð:
Ég er kokkur á kútter frá Sandi,
ég fæ kjaftshögg hvern einasta dag,
og ekki líður mér betur í landi
ef ég lendi við konuna’ í slag.
Hún er tvígild af afli hún Tóta
og ég tala’ ekki um sé hún reið,
enda tek ég þá fljótast til fóta,
því að flótti’ er sú einasta leið.
Ég var ungur er Tóta mig tældi,
okkar trúlofun samstundis birt,
og í hjónaband því næst mér þvældi,
það var óveðursblandið og stirt,
því þegar frá leið hljóp fjandinn í svínið
og er fædd voru ellefu börn,
þá var búið með gaman og grínið,
þá var grátur mín síðasta vörn.
Því á kvöldin er kjaftshöggin dundu
svo í kjammana báða mig sveið
og tárin af hvörmum mér hrundu,
þegar hræddur und’ rúmið ég skreið.
Já, þá skemmti’ hún sér skjátan sú arna,
er hún skammirnar dynja’ á mér lét,
meðan ég hímdi hundflatur þarna
og hreyfði mig ekki um fet.
En á kútternum allir sig krossa
ef ég kem fram með viðbrenndan graut,
og skipstjórans brástjörnur blossa,
meðan bölvar hann rétt eins og naut.
Og ef kjötsúpan virðist með kekkjum
eða kjötbollan reynist of hrá,
þeir kenna slíkt helvízkum hrekkjum,
svo hefst skemmtunin vöngum mér á.
Heima er bezt 21