Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 5
Grimstunguhjónin, Péturina og Lárus. F orsæludalskvíslar. Austan Vatnsdalsár er Forsæludalur, nokkru framar en Grímstunga. Landmikil jörð og veðursæl. Þessari jörð fylgdi áður afar mikið og kjarngott afréttarland, er nefnist Forsæludalskvíslar, sem nær suður til Lang- jökuls. Ffeiðarland þetta er frábært beitarland fyrir stóðhross og sauðfé. Þegar Björn Eysteinsson, sá frægi fjallamaður og síð- ar stórbóndi, bjó um skeið í Forsæludal, og átti þá jörð, en varð vegna óhappa og efnaskorts, að selja hana, þá hélt hann eftir Dalskvíslalandi, og reisti þar bústað fram til heiða, er hann nefndi Réttarhól, enda hét staðurinn því nafni áður, því fyrr á tímum fór þar fram sundurdráttur á fé úr Dalskvíslum í haust- leitum, milli Vatnsdælinga og Auðkúluheiðarmanna. Björn Eysteinsson var kvæntur mikilhæfri og ágætri konu, Helgu Sigurgeirsdóttur, sem var systir þeirra merku manna, Karls á Bjargi í Miðfirði og Bardals- bræðra, er svo kölluðu sig í Vesturheimi. Svo örsnauð voru þau hjón er þau fluttu að Réttarhóli, að Bjöm sagðist hafa selt vasaúr sitt, og undirsængina úr rúmi þeirra, upp í skuldir. Ekki voru bæjarhús stór eða reisuleg, en landkostir góðir og gott til heyskapar og veiðifanga, bæði fugl og silungur, enda Björn afburða duglegur veiðimaður og skytta. Á Réttarhóli blómgaðist hagur þeirra vel, en þó var oft þröngt í búi á vorin, áður en veiðiföng náðust. Til dæmis um sparnað, vil ég geta þess, að Björn sagði mér sjálfur, að sér hefðu dugað 5 lítrar af steinolíu yfir veturinn. Oll kaupstaðarúttekt spöruð eftir föngum og fénu fjölgað. Eftir 5 ára búskap þar, fluttist hann að Skárastöðum í Miðfjarðardölum með hátt á annað hundrað vetrar- fóðraðar kindur. Á Réttarhól fæddust þeim hjónum tveir synir, í svörtu skammdegi á jólaföstu. Þótt eigi væri hægt að ná í ljósmóður, eða aðra hjálp, heilsaðist konu og börn- um vel. Þessir synir koma báðir nokkuð við þessar frá- sagnir. Sá yngri þessara bræðra fæddist 10. desember 1889, og var skírður Lárus, eftir föðurbróður sínum, Lárusi Eysteinssyni, fyrrv. presti á Staðarbakka, og hefst þar saga hans, í köldu skammdegi í lágreistum bæ, til heiða fram, 20 kílómetra frá næstu byggð. Hinn bróð- irinn, er fæddist þar, Þorsteinn, var ári eldri. Hann varð síðar kunnur bóndi í Rangárvallasýslu, og hafði um skeið fyrstu sveitaverzlun á Hellu á Rangárvöllum. Eftir að Björn Eysteinsson hafði búið nokkur ár í Aliðfirði og Víðidal, fluttist hann að Grímstungu í Vatnsdal vorið 1899, og þar verða þáttaskil í sögu Grímstungubænda, og hefst Björn nú fljótlega í tölu stórbænda, enda einbeitti hann sér að stækkun búsins, og Grímstunga hentug jörð fyrir hans búskaparhætti. Sauðfjárbeit sótti Björn fast, og lét alltaf fylgja fénu til beitar, svo eigi mátti hvarfla frá því, fyrr en það Heima er bezt 113

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.