Heima er bezt - 01.04.1962, Side 9

Heima er bezt - 01.04.1962, Side 9
um stóðhrossaeign Lárusar í Grímstungu. Bæði er nú, að hann átti mjög stóra hrossahjörð á tímabili, einkum þegar mæðiveikin sótti fastast á sauðféð, og vinur hans Sigurður frá Brún, sem er að eðli mikill hrossakóngur, sagði að mig minnir í útvarpsþætti, eða var það í blaða- grein, að eitt sinn, er hann var við samanrekstur stóð- hrossa í Grímstungu um vor, til mörkunar folalda, og að raka af stóðinu, sem kallað er, jiá hefði jörðin titr- að, er stóðið hljóp niður með Alkugili, svo margir fætur stigu þar fast til jarðar. Sennilega hafa hross í Grímstungu verið nokkuð á annað hundrað er mest var, en það átti nú Lárus ekki allt. Þegar komið er úr seinni heiðargöngum, er allt heið- arstóðið rekið ofan hjá Grímstungu, og stanzað þar, áður en rekið er til réttar, en næsta dag er stóðréttað. Þá skilur Lárus Grímstungustóð sitt úr, og er fljótur að því, á meðan leitarmenn drekka kaffi þar heima. Hefur mörgum gestum, sem þar eru oft komnir langt að, þótt það furðu margt, sem þar er tekið úr. Þá legg- ur Lárus hnakk á sinn bezta hest, enda þarf liðlegar 'hreyfingar til að a'ðskilja villt stóð. Enn þá á Lárus margar stóðhryssur, en mikið færri en áður. Reiðhesta á hann og hefur átt marga, og suma úrvalsgóða, sem ferðahesta, og þykir eigi gott að eiga samreið með honum um víðáttur heiðanna. Lárus kaup- ir oft og selur hross, og hafa hrossapeningar orðið hon- um drjúg búbót mörgum sinnum. Hinn frægi hesta- og langferðamaður Sigurður frá Brún, er búinn að fara með marga tamningafola í fjar- lægar sýslur fyrir Lárus, til sölu, enda margur röskur hestur þaðan seldur, en margir voru óþjálir í fyrstu og styggir, og fáir nema Sigurður komizt leiðar sinnar, einn með slíkan rekstur. Af því að hrossafjöldi Lárusar hefur orðið nokkuð ævintýralegur, ætla ég að bæta einni smásögu inn í þennan þátt. Eitt haust, þegar komið var úr seinni göngum fyrir 10—12 árum, og við höfðum drukkið kaffi í Gríms- tungu, og mig minnir smávegis af brennivíni, og menn voru að ferðbúast af stað með heiðarstóðið, en nokkr- ir voru þó eigi farnir af stað, gerðist það, að Lárus bóndi teymdi reiðhest sinn upp á efri hæð íbúðarhúss- ins, og sýndi honum inn í svefnherbergi hjónanna, náði þar í brennivínsflösku, lét á vasapelann, sneri til baka með Rauð, og hélt rakleitt ofan stigann aftur, en þá fór Rauður hraðar en upp, og kom af mikilli ferð nið- ur á ganginn, eitthvað kom hann harkalega við hús- bóndann, en eigi kom það að sök. Af því sagan kann að þykja ótrúleg, vil ég gefa þá skýringu, að efri hæð- in er með löngum eikarstiga. Lárus náði stóðinu fljótlega, enda hesturinn ferð- mikill, og eigandinn sat fast í söðli, en ekki hefði ég viljað fara á bak á Rauð þegar Lárus náði mér, JxStt ég hefði fengið hann til cignar ef ég sæti hann. Eg held að þessum hesti, hafi engir komið á bak nema Lárus. Þó að ég hafi ekki nefnt húsfreyjuna í Grímstungu, í þessum kafla vil ég þó taka fram, að hún gæti skihð Eggert Grimur Björn Ragnar Grímstungustóðið úr heiðarstóðinu, þótt bóndi henn- ar væri eigi viðstaddur, svo er hún glögg á hrossin í Grímstungu. Afréttar- og fjallaferðir. Svo sem áður er ritað, er Lárus í Grímstungu fædd- ur sem afréttarbarn, fjarri byggð og lífsþægindum. Sumardýrð fjalla og vetrarbyljir og harka öræfanna áttu líka eftir að þjálfa hann og móta eftir sínum regl- um og andstæðum, enda átti hann eftir að verða frjáls- Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.