Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 10
Stóðið rekið af fjalli.
borinn, hraustur og athafnasamur maður í faðmi heið-
anna.
Eins og áður er vikið að, voru störf Lárusar á barns-
og æskuárum eingöngu bundin við fjárgæzlu og hjá-
stöður yfir sauðfé, frá hausti til vors. Langar smala-
mennskur og leitir. Snemma varð hann afburða ratvís
og þolinn göngumaður, og hefur þolað öllum mönn-
um betur, er ég þekki, útilegur og kalda gistingu í
göngum og eftirleitum. Það hefur líka orðið hlutskipti
hans, að eiga fleiri ferðir í göngur og eftirleitir á af-
réttir milli Blöndu og Víðidalsár, en nokkur annar
Húnvetningur síðastliðin 60 ár, enda tíðum til hans
farið, er velja þurfti ötula og fengsæla leitarmenn að
hrossum eða kindum, að loknum hinum árlegu lög-
sldpuðu göngum og leitum.
Víst væru sumar þær ferðir gott efni í sérstakan þátt
í sögu heiðabóndans í Grímstungu, en hér verður brot-
ið blað að sinni um það efni.
Refaskytta og veiðimaður.
Faðir Lárusar var afburða skytta og fengsæll veiði-
maður, svo sem áður getur. Þrír synir hans, hafa feng-
ið þá ættarfylgju í veganesti, en hér kemur Lárus einn
við sögu.
A hinum víðlendu afréttar- og fjalllöndum Hún-
vetninga er eyðing refa stórmikið fjárhagsmál, því
margir refir eru hinir mestu skaðvaldar í sauðfé bænda,
auk harmkvæla þeirra kinda, sem refir drepa eða sleppa
frá þeim stórskemmdar.
Sökum meðfæddrar veiðileikni, var Lárus ungur að
árum, er hann banaði fyrsta refnum, og alvann fyrsta
tófugrenið á Grímstungu'heiði.
Kom snemma orð á hann sem óvenju heppna grenja-
skyttu, og laginn að ná yrðlingum úr torsóttum grenj-
um. Um langan tíma voru fallega hærðir yrðlingar í
háu verði, og því ábatasamt að ná þeim lifandi, en það
ekki á færi nema fárra manna, er við refaveiðar fást,
að verða vel færir í þeirri íþrótt.
Meðan netaveiði var stunduð í Vatnsdalsá, þá var
ádráttarveiði fyrir lax oft góð í Grímstungu, og Lárus
viðbragðsfimur að handsama laxinn þótt árbotninn
væri stórgrýttur, og aðstaða ekki góð við klappir og
klettabríkur í Vatnsdalsárgili. Öllum, sem hafa verið
með Lárusi í veiðiferðum, hvort heldur eru refaveiðar,
fugla eða fiska, er augljós veiðiheppni hans, lag og
snarræði.
Ræktun og framkvæmdir.
Hér að framan var að því vikið, að aukin ræktun og
taða til fóðurs var undirstaða til góðs búrekstrar, enda
hefur Lárus verið með fremri framkvæmdabændum á
því sviði. Þegar hann tók við jörðinni 1910, mun
Grímstungutúnið hafa verið 8—9 hektarar. 1960 er
ræktað land heima í Grímstungu og við beitarhús orð-
ið 35 hektarar, og allur heyskapur fenginn af ræktuðu
landi með stórvirkum vélum.
Aðrar verklegar framkvæmdir hafa verið jafnhliða.
Stórt íbúðarhús 1920, og síðar stórar heyhlöður og
fénaðarhús, sem allt er byggt úr varanlegu efni.
Nú þegar Grímstunguhjón hafa látið syni sína hafa
meiri hlutann af Grímstungu til ábúðar, mætti ætla, að
Lárus myndi nú, 72 ára að aldri, láta sér nægja, að
lokið er miklu bústarfi í 50 ár, og taka því rólegar
næstu árin. En ekki er það eftir eðli hans eða upplagi,
meðan meðfæddir starfskraftar endast, að slaka til.
Sjálfsagt á hann eftir að bæta húsum við á beitarhúsa-
túni, brjóta land til ræktunar og fjölga um nokkrar
kindur næstu ár. Að hann bætti við sig 10—20 stóð-
hryssum þætti ekki nema eðlilegt. Að Lárus ætti eftir
að kaupa jörð til viðbótar, þættu ekki stórfréttir í
Vatnsdal.
Mikill árangur af veiðiferð.
118 Heima er bezt