Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.04.1962, Qupperneq 11
Góður þjóðfélagsborgctri og samstarfsmaður. Lárus í Grímstungu hefur komið mikið við sögu í ýmsum félagsmálum sveitar sinnar og héraðs, og þótt hann megi teljast ráðríkur að eðlisfari, hefur honum heppnazt vel samstarfið við sveitunga sína, enda ráðum hans oft hlýtt. Mikill kostur hefur það og þótt, að hann hefur um áratugi greitt langhæst sveitarútsvar í Vatnsdal, og er þó almenningsálit, að eigi hafi hrepps- nefndir níðzt neitt á honum. Að venju stórbænda, hef- ur Lárus aldrei kvartað vfir of litlu útsvari, og stund- um þótt mælirinn of fullur. Til ríkissjóðs hafa í löngum búskap farið drjúgar upphæðir í tekju- og eignaskatti. Einnig hefur Lárus keypt brennivín, vel að sínum hluta, til hagsbóta fyrir ríkissjóðinn, því hann á oft góða hressingu handa gest- um sínum, er þá ber að garði. Svo sem fyrr er nefnt, hefur Lárus verið áhugasam- ur við ræktun búfjár, og stutt vel þá viðleitni annarra, bæði í almennum félagsskap og með vali kynbótagripa. Það er ekki gott að maðurinn sé einn. Þótt húsfreyjunnar í Grímstungu hafi lítið verið getið í þessum þætti, verður eigi skilizt við hann svo, að hennar verði ekki minnzt, því í 47 ár hefur Péturína Jóhannsdóttir húsfreyja í Grímstungu, staðið fyrir sínu stóra og mannmarga heimili með bónda sínum svo vel, að saga hennar óskráð eða skrifuð, gerir hana sögu- lega húsmóður, sinnar samtíðar. Þau hjón eiga nú 6 börn uppkomin. Fjögur þeirra hafa þegar tileinkað sér h'fsstarf foreldranna, og rækta jarðir sínar, og fjölga búfé af miklum áhuga, að hætti Grímstungubænda. í kaflanum um hrossaeign og fleira nefndi ég sem dæmi, að húsfreyjan væri svo glögg á hrossin, að henni yrði ekki ofurefli að taka Grímstungu-stóðið úr heiðarsafninu. Þessi kona er óvenjulega glögg að eðlis- fari, nákvæm við alla þá sem hjálpar þarfnast, hvort sem um menn eða málleysingja er að ræða. Vorið 1960 héldu hjónin í Grímstungu veglega há- tíð, er margir sóttu. Tilefnið líka ekki hversdagslegt. Þess var að minnast, að húsbóndinn varð sjötugur 10. desember næst áður. Liðin voru 50 ár, frá því hann hóf búskap í Grímstungu, og 45 ára hjúskaparafmæli hjónanna. Fjölmargir vinir þeirra heimsóttu þau þann dag, og meðal annars voru þau heiðruð í tilefni dagsins með sjóðstofnun, er beri nafn þeirra, sem að þeirra eigin ósk hefur það hlutverk, að verðlauna úrvals kynbótagripi við sauðfjárrækt og hesta í Austur-FIúnavatnssýslu. Hlutverk sjóðsins er ánægjulegt framhald af þeirra far- sæla og gifturíka starfi, og um leið sönnun þeirrar trú- ar, er þau hafa haft, að vel ræktað land, fallegar bú- fjárhjarðir, og stórar, með víðáttu heiðalandanna fram- undan, er lífsstarf, sem gerir manninn trúaðri á landið, og framtíð bændafólksins. BREFASKIPTI Gunnlaugur M. Jóhannsson, Tunguseli, Langanesi, pr. Þórshöfn, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 18—25 ára. Haukur Svavar Astvaldsson, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur 16—20 ára. Steinþór Jónsson, Stóra-Botni, Hvalfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur 16—20 ára. Kristján Gunnlaugsson, Glaumbæ, Staðarsveit, Snæf., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 14—15 ára. — Mynd fylgi. Sigurdís Björk Baldursdóttir, Torfastöðum, Fljótshlíð, ósk- ar eftir að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldr- inum 13—16 ára. Jakob Snorri Júliusson, Silfurbergi, Fáskrúðsfirði, óskar að komast í bréfasamband við drengi eða stúlkur á aldrinum 12 —14 ára. Jósavin H. Helgason, Másstöðum, Svarfaðardal, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 14—16 ára. Þráinn Oddsson, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15 ára. Mynd fylgi. Sigþóra Oddsdóttir, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur, á aldrinum 13—14 ára. Erlingur B. Oddsson, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16 ára. Mynd fylgi. Helga Jóhannsdóttir, Víðiholti, Reykjahverfi, S.-Þing., ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—13 ára. — Mynd fylgi. Sunna Þórarinsdóttir, Másseli, Jökulsárhlið, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—24 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. Elinborg Þórarinsdóttir, Másseli, Jökulsárhlíð, N.-Múl.‘ óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 19— 26 ára. Mynd fylgi bréfi. Þórður Þórarinsson, Másseli, Jökulsárhlíð, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 18—25 ára. — Mynd fylgi bréfi. Þorsteinn B. Jónmundsson, Auðkúlu, Svínadal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15 —17 ára. Þorsteinn Þorsteinsson, Geithömrum, Svínadal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15— 17 ára. Ingi Einar Sigurbjörnsson, Mýrabraut 7, Blönduósi, A.- Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11—13 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Kristin Hauksdóttir, Fjarðarhorni, Gufudalssveit, A.-Barð., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—24 ára. — Mynd fylgi bréfi. Inga Þ. Sœmundsdóttir, Eyri, Gufudalssveit, A.-Barð., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—20 ára. — Æski- legt að mynd fylgi. Svavar Kristmundsson, Grundargötu 6, ísafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Erna Sigurbjörnsdóttir, Mýrabraut 7, Blönduósi, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 10— 12 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Gunnar Stefánsson, Borgarhöfn, Suðursveit, A.-Skaft., ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 20—25 ára. Heima er bezt 119

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.