Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1962, Blaðsíða 12
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Fjallagrös og aðrar fléttur [nhverjar harðgerðustu og nægjusömustu líf- verur jarðarinnar eru flétturnar. Þær vaxa . meðal annars á nöktum klettum, eru meðal fyrstu brautryðjenda lífsins í hraunum sem gróa. Á [mrrum og hrjóstrugum heiðalöndum í heim- skautalöndunum þekja þær víðáttumikil svæði, þar sem naumast nokkur annar gróður fær haldið lífi. Hér heima þekkjum vér þær sem skófirnar á steinum og breiður af fjallagrösum og hreindýramosa í móum og heiðum. Hver flétta er í senn tvær plöntur. Sveppur og þörungur hafa gróið saman, og af þeim sprottið nýr einstaklingur, sem ber sín sérstöku einkenni, og gefin hafa verið tegundaheiti. Er slíkt samband kallað sam- lífi, og leggja báðir einstaklingarnir nokkuð af mörk- um til þess að draga fram lífið. Það er alkunna, að fyrrum sótti alþýða manna lækn- islyf í ríki náttúrunnar. Sum slíkra lyfj a voru gagns- laus með öllu, og jafnvel skaðleg, en um önnur hafði reynsla kynslóðanna kennt mönnum, að þau gátu að minnsta kosti stundum verið til bóta, ekki sízt til að græða sár og mýkja sársauka. En þegar læknavísindin færðust í aukana sópuðu þau brott flestum þessara al- þýðulyfja sem einskærum hindurvitnum og hjátrú. En á síðustu áratugum hafa nýjar og nákvæmar efnarann- sóknir leitt í ljós, að ýmis þessara efna voru í raun réttri mikils virði til varnar sjúkdómum og til lækn- inga. Á miðöldum voru flétturnar í miklum metum sem læknislyf víða um Evrópu, bæði meðal almennings og hinna lærðu manna. Þannig var ein tegund talin óbrigð- ult lyf við lungnasjúkdómum, en átti þó hróður sinn mest að þakka því, að hún í útliti minnti nokkuð á lungnavef dýranna. Önnur flétta var notuð gegn hundaæði. Fólk, sem óðir hundar bitu, skyldi í fjóra daga samfleytt, drekka einn pela á dag af heitri mjólk, sem flétta þessi hafði verið soðin í ásamt með dökkum pipar. En því miður reyndist sú lækning haldlítil. Utan Evrópu voru fléttur einnig eftirsóttar til lækninga t. d. bæði austur í Kína og meðal Indíána í Norður- Ameríku. Ekki vorum vér íslendingar neinir eftirbátar annarra í því að trúa á lækningamátt ýmissa fléttna. í riti sínu um Grasnytjar telur síra Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal allmargar tegundir af fléttum, sem nota megi til lækninga og heilsubótar. Einkum er talið að þær reynist góðar gegn brjóstveiki, gulusótt og til að græða sár. Engin fléttan nýtur þó jafnmikils álits og fjallagrösin. En um þau segir sr. Björn meðal annars: „Þessi grös er vor bezta lækning móti uppdráttar- og rýrnunarsótt, samt öllum uppþembingi, hráa og annarri veiki magans. Það er marglega reynt að hálft fæði að vöxtum af grösum þessum með mjólk vel til búið, hefur haldið við heilsu, hreysti og hamsi manna, lengur 02' betur en flestur annar rnatur.... Remma sú, sem er utan á blöðum grasanna, mýkir vallgang eða laxerar nokkuð.... Að drekka seyði af þessum grös- um er ypparlegt við uppþembingi og ormum í maga og þörmum. Grasagrautur vel soðinn í hlaup lælrnar líf- sýki.“ Svo segir sá góði maður, og langlíft hefur traust- ið á hollustu fjallagrasanna verið með þjóð vorri, því að margir munu þeir vera enn, sem telja fjallagrasa- seyði hina beztu heilsubót bæði við kvefi og öðrum brjóstkvillum svo og meltingartruflunum. En læknarnir hristu höfuðin yfir fávizku almennings og hjátrú, og flétturnar hurfu úr sögunni sem læknis- lyf, og voru máðar út af skrám lyfjabúðanna. En nú lítur út fyrir, að þær séu að fá uppreisn æru sinnar. Smithsonian-stofnunin í Ameríku hefur nýlega sent frá sér handbók um grasafræðileg efni, þar sem vís- indamaður, dr. Mason E. Hale, gerir grein fyrir flétt- unum. Þar segir hann að nýjustu rannsóknir á efnum fléttnanna hafi leitt í ljós, að í seyði af mörgum þeirra, séu hin ágætustu fúkalyf (antibiotica), og svo séu þessi efni útbreidd, að nær helmingur þeirra fléttutegunda, sem lifa í tempruðu beltunum hafi í sér slík bakteríu- eyðandi efni. Efni þessi eru sérstakar sýrur, sem nefnd- ar eru einu nafni fléttusýrur. Finnar hafa fyrir nokkru hafið framleiðslu á slíku fúkalyfi, er það unnið úr lapplenzkum hreindýramosa. Því er blandað í smyrsli, sem reynzt hafa jafnvel bet- ur en pennisillinsmyrsl við ýmiss konar sár, einkum brunasár, en einnig hafa þessi smyrsl reynzt gagnleg gegn gin- og klaufaveiki. Þá hefur og blanda af fléttu- sýru og streptomycini verið notuð gegn berklaveiki en með misjöfnum árangri. En sá galli er á, að fléttusýrurnar verða því aðeins notaðar til þessara hluta, að unnt sé að leysa þær upp í vatni, en meiri hluti þeirra, alls eru nú kunnar um 20 mismunandi sýrur, er mjög torleystur eða jafnvel óleysanlegur í vatni. Allt um það segir dr. Hale, að lyfjavinnsla úr fléttum eigi eftir að stóraukast í fram- tíðinni. Hver veit, nema vér eigum eftir að fá viðurkenningu læknavísindanna á ágæti fjallagrasanna, og teknar verði upp grasaferðir á ný, til þess að sækja dýrmætan lyfja- forða inn á fjöll og heiðar. 120 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.