Heima er bezt - 01.04.1962, Page 15
ist þar að, og var síðan á vegum Jóns um fjörutíu ár
og undi vel hag sínum. En á sjötugsaldri fór hann að
gefa sig að kvenfólki og vildi kvongast kerlingarvesal-
ingi, sem kölluð var Tóbaks-Gunna, en hana vildi Jón
ekki taka á framfæri líka. Fór Amundi þá á brott og
þau Gunna giftust. Annað vesalmenni, sem Jón tók af
flækingi hét Páll Gíslason, kominn úr Viðvíkursveit í
Skagafirði, ónytjungur og hálfgerður illhryssingur.
Hann kom til Jóns í Krossastaði, var þá hálf klæðlaus,
morandi í lús og með ýldusár á fótum, svo að hann
var tæpast gangfær. Páll settist að á Krossastöðum, þar
var honum hjúkrað svo að sárin greru og hann hjarn-
aði allur við. Fór hann þaðan ekki framar og dvaldist
þar fjölda ára, unz hann lézt með þeim hætti, að hann
hrapaði í mykjuhaugnum, lenti með höfuðið á steini
og dauðrotaðist.
. VIII.
Jón var einstæður maður og ólíkur flestum öðrum
að háttum og gerð. Hann var talinn ruddi og var það
að sumu leyti. Að eðlisfari mun hann hafa verið upp-
reisnargjarn. Hann hataðist við allan uppskafningshátt
og sýndarmennsku. Hefur óvild hans við allt þess
háttar þróazt við tildursemi konu hans og dálæti henn-
ar á dönsku fólki og hálfdönsku, siðum þess og venj-
um. Venjulega mannasiði rækti hann þó, er hann var
alls gáður, en er hann var drukkinn kom andúð hans
í ljós, og þá afskræmd og hóflaus. Var þá oft, að helzt
leit út fyrir, að hann setti sig ekki úr færi með að
brjóta allar velsæmisreglur, var hann þó annars mein-
laus og góður við dryldt. En þó að hann oft og tíðum
hefði orðbragð sem öllum hlaut að þykja langt fyrir
neðan það, að vera sæmilegt, fyrirgafst honum að
ólíkindum. Sem vottur um orðbragð hans, og það ekki
af verri endanum, er þessi saga: Einu sinni sem oftar
var Jón gestur hjá séra Geiri Sæmundssyni. Var Jón
talsvert við skál. Var þeim borið kaffi. Er Jón hafði
lokið úr bollanum sneri frúin sér að honum með könn-
una og spurði hvort hún mætti ekki hella aftur í boll-
ann. „Jú, kannski þú látir ögn í helvítis rassgatið á
honum,“ sagði Jón.
Sumarið 1901 var vígð ný brú á Hörgá á Staðarhyl
undan Möðruvöllum. Þar var margt manna, fögnuður
og ölteiti mikil. Jón var staddur þar og var fullur sem
oftast endranær á mannamótum. Þar var og staddur
Valtýr Guðmundsson alþingismaður og ritstjóri Eim-
reiðarinnar. Þá var Valtýskan aðal deilumálið á stjórn-
málasviðinu, og skiptust menn í tvo andstæða flokka.
Voru æsingar og kapp mikið á báða bóga. Valtýr var
þar í fylgd með Stefáni Stefánssyni kennara á Möðru-
völlum, vini sínum. Gengu þeir fram á Jón gamla, og
kynnti Stefán þá Jón og Valtý. Varð Jóni þá að orði:
„Nú, það ert þá þú Valtýr Guðmundsson, skömm
lands og þjóðar, sem vilt landinu illa.“ Valtý varð hálf
hverft við ávarpið, en segir þó góðlátlega: „Hafið þér
lesið nokkuð af því, sem ég hef skrifað.“ Jón svaraði:
„Já, ég hef lesið nóg af því og allt var það mér til
leiðinda og hugraunar.“ Svo ræddust þeir ekki við
meira.
Þess er fyrr getið, að aldrei gerði Jón sér nokkurn
mannamun og var jafn kurteis eða ókurteis við alla,
jafnt háa sem lága. Þegar Björn Jónsson var ráðherra
ferðaðist hann hingað norður í land. Kom hann þá að
Krossastöðum og leitaði þar næturgistingar. Var Jóni
sögð gestkoman og gekk hann þegar til dyra, varpaði
kveðju á gestina og sagði um leið: „Ert þú Isafoldar-
Björn.“ Björn játaði því. „Jæja, komdu þá inn Björn,“
mælti þá Jón. Björn var þar svo um nóttina.
Sumarið 1903 var með verstu óþurrkasumrum, sem
koma. Á fimmtándu sumarhelgi gerði þó þurrkflæsu.
Reyndu þá allir sem vettlingi gátu valdið, að bjarga
'heyjum sínum. Var svo á Krossastöðum sem annars
staðar. María, kona Jóns, var trúuð og kirkjurækin.
Vildi hún að þau hjónin færu til kirkju, því að nokk-
uð var langt um liðið síðan þau höfðu farið síðast. Jón
vildi hvergi fara, en vera heima og líta eftir heyverk-
un. Er þau höfðu þráttað um þetta skamma stund,
segir María: „Hugsar þú aldrei um sálarheill þína, Jón
minn.“ Jón svaraði samstundis: „Og það fer nú ein-
hvern veginn í andskotanum með hana.“ Jón varð
heirna og sinnti töðunni.
í daglegri umgengni var Jón flestum mönnum betri,
geðstilltur svo að aldrei sást hann skapi skipta, var við-
mótshlýr, glaðlegur, skrafhreyfinn og ákaflega spur-
ull, er gesti bar að garði. Vildi hann þá einkum fræð-
ast um búskaparhætti, viðskipti, kaup og sölur og ann-
að, er laut að fjárreiðum og gróða, en ekki var hann
hneigður til annars venjulegs fróðleiks fremur en títt
er um ýmsa fjáraflamenn aðra. Hann átti fátt bóka og
las lítið annað en blöðin, en þau keypti hann flest.
Hann var greindur vel að náttúrufari, en beitti vits-
munum sínum nokkuð einhæft að gróðamennsku. Þó
var það oftast er hann var mikið drukkinn, að hugur
hans virtist, hvarfla frá fjármálunum, og hann tók að
yrkja, og söng eða kvað skáldskapinn, eða hvað sem
á að kalla það, um leið. Var það að vonum hin hrak-
legasta vitlevsa, en þó ekki sýnu verri en sumt af svo-
kölluðum atómljóðum nútímans, og sem út eru gefin.
Tvær vísur Jóns eru geymdar, og vafalaust þær
skárstu. Þær eru svona:
í þér bleyti hörmung heit.
Happa beitir grandi.
Þú ert eitruð andans geit
ekki í sveit hafandi.
Hin vísan er sérstæð að því, hve fá orð eru þar
notuð, og er þó fullrímuð. Hún er á þessa leið:
Alla vega og ýmislega gengur.
Alla vega á ýmsum stað.
Ýmislega gengur það.
Framhald á bls. 139.
Heima er bezt 123