Heima er bezt - 01.04.1962, Page 20
flugi, svo að þeir verða hápunktar þessa sagnfræði-
lega skáldverks, sem allt í gegn er stórbrotið að efni
og frásögn.
Hér fer á eftir stuttur kafli úr þessari
bráðskemmtilegu skáldsögu:
— — Á föstudaginn bað Abu el-Kasim Júlíu að steikja
nokkrar rjúpur og krydda þær vel. Eg keypti sykurkökur af
bakaranum, fyllti skál af aldinum og sætindum og stráði yfir
hana hvítu dufti, sem skerpti bragðið og vakti þorsta. Abu
kældi drykkjarvatnið og blandaði það hressandi kryddsafa.
Síðan — og það skipti mestu máli — sagði hann Júlíu hvað
hún skyldi segja og varaði hana við því að gefa sig á vald
vondra anda og gagnslausra sýna.
Eftir kvöldbænir kom fakíinn og barði að dyrum með
staf sínum. Hann saug að sér matarilminn með velþóknun,
strauk sitt síða skegg og sagði í umvöndunartón: „Bæuin er
betri en ilmandi matur, og mér þykir leitt, Abu el-Kasim, að
gera þér ónæði. Ein eða tvær fíkjur og vatnsbolli er nóg
handa mér.“
Samt sem áður leyfði hann okkur það, að lokum, að setja
fyrir sig matarílátin, og úr þeim át hann hægt og hávirðulega
þangað til þau voru hroðin. Abu el-Kasim þjónaði honum tíl
borðs og hellti vatni yfir hendur hans. Síðan dró hann fram
lítinn poka úr geitsaumuðu silki og sagði: „í þessari pyngju
eru tuttugu gullpeningar, og vona ég að þú þiggir þá af mér.
Þetta er aleiga mín sem stendur, en ég mun ekki gleyma að
bæta einhverju við þegar mér áskotnast meira. Ég á ambátt;
viltu nú ekki ráða mér, hvernig ég get forðazt að verða fyrir
barðinu á lögunum hennar vegna? Augun í henni eru hvort
með sínum lit, og hún sér undarlegar sýnir í sandi.“
Fakíinn kinkaði kolli, vó pyngjuna í hendi sér og stakk
henni aðgætnislega inn á sig. Abu el-Kasim leiddi Júlíu inn
við hönd sér, dró blæjuna frá andlitinu og hélt upp logandi
ljósi svo að fakíinn sæi betur.
„Allah er mikill,“ sagði fakíinn og undraðist. „Aldrei hef
ég séð neitt þessu líkt. En Allah er ekkert ómáttugt, og raunar
nálgaðist það persneska villutrú að segja, að illir andar gætu
gert þvílíkt kraftaverk í trássi við guðlegan vilja.“
Abu el-Kasim fleygði mola af hreinni ömbru á glæðurnar
og horfði ekki í kostnaðinn. Síðan hellti hann fínum sandi á
stóran kopardisk og skipaði Júlíu að róta í honum með fingr-
inum. Og innan skamms féll hún í leiðslu og fór að tala með
annarlegri rödd. En ég var orðinn þessu svo vanur og trúði
því hvorki né hræddist.
„Ég sé mikinn sjógang — upp úr hafinu rís merki Spá-
mannsins. Já, merki Spámannsins rís upp úr öldunum og
Bjargarinn kemur af hafi.“
„Við hvern heldurðu að þú talir, heiðna kona,“ sagði
fakíinn undrandi. „Ég skil þig ekki, því að merki Spámanns-
ins er geymt í Seraglio Soldánsins mikla.“
Júlía skeytti þessu engu en hélt áfram hratt og alvörugefin:
„Af hafi koma tíu asnar með silfurmúlum og silfurbjöllum.
Tíu úlfaldar fara í för þeirra. Þeir hafa gullbúna söðla og
eru klyfjaðir gjöfum til þín, ó þú fakíil Hafið er þakið skip-
um. Þau eru hlaðin ránsfeng, og af honum færð þú miklar
gjafir til moskunnar. Veiðimenn hafsins offra miklu af feng
sínum og byggja fagrar moskur og gosbrunna. Konungur
hafsins reisir skóla og sjúkrahús og gefur þeim mikið fé, og
kennarann mun ekkert skorta undir stjórn hans. En fakíi,
fakíi! Áður en þetta verður, rennur blóð.“
Fakíinn hafði hlustað af athygli, en nú varð honum órótt
og hann tók að strjúka skegg sitt.
„Blóð? Fávísa kona, sérðu blóð? Sé svo, grunar mig að illur
andi tali með vörum þínum.“
„Ég sé blóð,“ hélt hún áfram. „Dálítinn poll af dökku,
illu blóði, sem ekki nær einu sinni að væta fald kyrtils þíns —
það nær þér í skóvarp. Og svo skiptir þú um skó — þú fleygir
þeirn gömlu og setur upp nýja — nýja skó úr rauðu, ilmandi
leðri. Þeir eru skreyttir dýrmætum steinum — eftir þann dag
er enginn auðugri fakíi en þú. Nafn þitt flýgur yfir höfin og
merki Spámannsins skýlir þér fyrir hatri vantrúaðra. Allt
þetta sé ég í sandinum, en ekkert meira — nema ef vera skyldi
likkista úr sedrusviði; túrban liggur á henni. Pílagrímar, sem
muna eftir hinum mikla fakía, koma þangað langt að, til að
biðjast fyrir og afla sér verðleika.“
Júlía tók báðum höndum fyrir augun og stundi eins og
hún vaknaði af vondum draumi. En fakíinn lét sér hvergi
bregða við hjalið um líkkistuna; þvert á móti þótti honum
spádómurinn góður. Hann sagði: „Þessar spár sýnast merki-
legar, en ég veit ekki hve mikið er að marka þær. Þær gætu
fremur átt við þig, Abu el-Kasim, heldur en mig, og ég veit
varla hvað ég á að halda, því að fátækur lyfjasali færi varla
að greiða tuttugu gullpeninga fyrir góð ráð ein saman. Við
skulum fara að komast að efninu. Sendu þræla þína burtu,
svo að enginn geti hlýtt á mál okkar nema Allah einn.“
Abu el-Kasim rak okkur út, aflæsti hurðinni og setti Antta
til að gæta hliðsins út að götunni. Fakíinn dvaldi langt fram
á kvöld, og þegar hann var farinn, eins hljóðlega og hann
kom, sendi Abu el-Kasim Júlíu í rúmið og kallaði mig til sín;
„Ráðagerðin er að mótast," sagði hann. „Vertu óhræddur,
Mikael el-Hakim, — hvað sem í skerst, mun fakíinn ekki
svíkja okkur. Að vísu vill hann ekki brenna sig á því að gefa
út fatwa handa Dalílu, en hann ætlar heldur ekkert að skipta
sér af því, þó hún haldi áfram stanfi sínu í baðhúsinu.“
Þannig hélt Abu el-Kasim áfram að bæta möskva eftir
möskva við net sitt, sem Selim ben-Hafs átti að síðustu að
veiðast í.
En hótanir fakíans viðvíkjandi umskurninni höfðu gert
mig hræddan, og ég spurði Abu el-Kasim hvort við Antti
þyrftum endilega að gangast undir þá óhugnanlegu aðgerð.
Hann horfði á okkur hæðnislega og eftir að hafa skýrt ná-
kvæmlega frá öllum ávinningi, sem því fylgdi, lauk hann
þannig máli sínu: „Hvers vegna að setja sig á móti þessu
lítilræði, þar sem þið fengjuð virðingu allra Rétttrúaðra með
því? Þann gleðinnar dag gætuð þið riðið um borgina á hvít-
um asna og allir Sanntrúaðir myndu færa ykkur gjafir og sam-
fagna ykkur.“
Ég var sá þverasti og sagði að mig langaði ekkert til að
ríða um borgina á hvítum asna öllum til aðhláturs, og minnti
hann á, að það gæti tafið mjög fyrir glímufrægð Antta, ef
hann þyrfti nú að liggja heillengi í sárum á viðkvæmasta stað.
Og að ég myndi aldrei láta framkvæma þetta á mér, nema
hann yrði með, því að við værum bræður og ætluðum að njóta
saman forsælunnar í skuggsælum lundum Paradísar.
Abu el-Kasim lét ekki blekkjast af Paradísar-hjali mínu og
sagði: „Jæja, koma tímar, koma ráð, og ég bíð þess dags í of-
væni að bróðir þinn láti þær miklu vonir, sem ég hef um
hann, rætast."
Og hann þurfti heldur ekki að bíða lengi. Nokkrum dög-
um síðar klifraði hann upp á háhest Annta og hélt til kaup-
torgsins. Og varla höfðu glímumennirnir safnazt saman til