Heima er bezt - 01.04.1962, Side 23
sömu bréfi þessa sömu frásögn af ferðalagi drottning-
arinnar. Hvort Jónas hefur orðið fyrir beinum áhrif-
um af skáldskap Ingemanns eða Hauchs, skal ósagt lát-
ið. Ekki þarf það að vera um annan eins snilling og
Jónas var, enda hafði hann allöngu áður fengizt nokk-
uð við fleiri skáldskaparform en Ijóðagerðina eina, þar
eð hann hafði samið smásöguna Grasaferð og fleiri
smásögur og ævintýri. En ekki er ólíklegt, að kynni
þessara góðskálda og hin margvíslegu ritstörf hinna
dönsku skáldsnillinga, er Jónas komst þarna í bein
kynni við, sérstaklega sagna- og leikritagerð Hauchs,
hafi ýtt undir Jónas að skrifa eitthvað meira í því
formi.
í bréfi til Páls Melsteðs yngra, dagsettu í Kaup-
mannahöfn 5. júlí 1844, bregður Jónas upp skemmti-
legri svipmynd af skáldunum Hauch og Ingemann.
Honum farast svo orð um þá:
-------Þú spyrð mig um þá Ingemann og Hauch.
H. er allra-elskulegasti maður; hann er hár og grannur
og ólánlega vaxinn, allra manna svartastur, blakkur og
suðrænn í útliti, og sérlega fallega-ljótur, eins og þú
þekkir, með fjarska stórt nef og efra tanngarð, og allra
manna stóreygðastur og úteygðastur; og samt sem áð-
ur þarf ekki nema líta á hann, til að sjá hann er flug-
gáfaður. Hann er svo mikill ákafamaður í tali, að hann
varla kemur öllum orðum út, og blæs þá eins og móð-
ur hestur; og svo er hann stundum líkur Shakespeare,
að hann segir t. a. m. á einum stað í Sveini Gratha:
„fpr skal du fange Vindens Hest paa Heden,
og binde den til Maanens blege Horn,
end du formaar“ o. s. frv.
Honum mættu tveir harmar í vetur; hann rnissti
dóttur sína, og konan hans skrifaði Novelle. Ingem. er
allra-mesti spilagosi, stuttur og stubbaralegur, með mik-
ið hár og úfið, sem hefur verið bjart, en er nú farið
að grána; hann hefur breitt andlit, flatt, bratt og lágt
nef og mikið enni, lítil, grá, lífleg og skýrleg augu;
hann er afar-fljótmæltur og veður svo hvað úr öðru,
að það er oft illt að fylgja honum; hann er fyndinn og
smáertinn, og ófús á að tala um skáldskap. Hann seg-
ir, að einu sinni hafi þeir verið á ferð saman, vindur-
inn og djöfullinn, og þegar þeir komu að horninu á
húsinu hans Hjorts2) (þar er ævinlega götusúgur), þá
2) Peter Hjort („þýzki Hjörtur11) var kennari við „akademí-
ið“ í Sórey. Hinn meinyrti „brandari" Ingemanns um Hjort
skilst, ef það er haft í huga, að deila mikil reis upp milli kenn-
ara skólans um stjórn og fyrirkomulag hans, en mikið agaleysi
hafði ríkt þar. Vildi Hjort láta aðskilja „akademíið“ og lærða
skólann, en það vildu hinir kennaramir ekki. Fór stjórnin sarnt
að tillögum Hjorts og gekk skilnaðarmálið fram 3. marz ’44.
„Breyttist þá skólahaldið og féll allt í ljúfa löð meðal kennara
og nemenda, nema að því leyti, er Hjort snerti," segir M. Þ. í
ævisögu J. H.
hafi djöfullinn sagt: „Bíddu mín hérna, vinur minn!
meðan ég bregð mér inn til kunningja míns,“ — en
hann er líklega ekki kominn út aftur enn!---------
Efalaust hefur Jónas Hallgrímsson kunnað vel að
meta þær fáu unaðsstundir, sem örlögin leyfðu honum
að njóta þessa skammvinnu sæludaga í Sórey. Þarna
hefur hann m. a. kynnzt ungu og glaðværu fólki, sem
Iheillazt hefur af honum engu síður en hann af því, og
sennilega hafa sumar stúlkurnar, sem hann réri með á
báti um vatnið, ekki látið hjarta hans með öllu ósnort-
ið. Af því fara hins vegar fáar sögur. Eina heimildin
um það eru þrjár stökur á dönsku, sem hann sendir
vini sínum, Konráði Gíslasyni, í bréfi 3. marz 1844.
Stökurnar eru svohljóðandi:
Ja, vidste Du, Ven, hvor mangefold
man pröver i fremmede Lande!
Han1) kasted í Natten en gvlden Bold
og traf min glpdende Pande.
Og nu — jeg ved hverken ud eller ind —
jeg styrter igennem Slcoven,
og spger min hvide, min dejlige Hind,
mens Stjernerne blinke foroven.
O Guder! Saa skuer jeg Skovens M0
i S0en bak skyggende Lunde.
Hallo! Det er ude — ak, jeg maa d0!
Nu jage mig Nymfernes Hunde.
Og skáldið bætir við: — Þetta kemur nú út af því að
vera að flana á vikivaka á föstunni, og rétt gerði Krist-
ján 6., að taka þá af á íslandi. Hún heitir, held ég,
jómfrú Jessen frá Slagelse, og þó er, satt að segja,
fallegri prestsdóttirin með sunnan- og norðan-brjóstin
sín.
Þetta, um prestsdótturina með sunnan- og norðan-
brjóstin, skýrist, ef lesið er annað bréf, sem Jónas skrif-
ar Konráði, (sennilega 1—2 dögum fyrr) einnig í
byrjun marz 1844. Þar segir hann m. a.: — Enginn
ykkar hefur orðið svo frægur að sjá prestsdótturina í
Munkebjerg-by. Eg ræðst ekki í að lýsa henni (henni
jómfrú Louise), því þið þarna bæjarmenn forstandið
ykkur ekki uppi á landið, en ég segi ykkur svona í
trúnaði, að hún sagði mér sér þætti undarlegt, Jótar
þeklttu ekki hægri né vinstri hlið og miðuðu allt við
veraldaráttirnar, svo að til að mynda prestskonur á
Jótlandi segðu við brjóstbörn: Nu slap det, din Patte-
sjæl! Saadan, kom saa her over paa det nörre Bryst!
1) Sennilega ástarguðinn Eros.
(Framhald.)
Heima er bezt 127