Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 24

Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 24
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR ÞORÐUR JONSSON, LATRUM: Hættulegur Ieikur Þórður Jónsson, Látrmn, segir hér jrá leik dretigja á óvenjulegu leiksvæði, — innan um landfasta haf- ísjaka. — St. J. Pað er ýmislegt, ef ekki allt, sem börnin líta öðr- um augum, en þeir fullorðnu. Þannig var það, þegar hinn „forni fjandi“ hafísinn var að koma í heimsókn. Það lá vel á strákunum, þegar hans var von, og þeir hlökkuðu til, að sjá þessar ísborgir margbreytilegar að gerð, koma siglandi af hafi, með þéttingsferð, og þegar þeir rákust á landið, ruddist hver jakinn um annan með braki og brestum, en undir malaði hinn niðandi sónn, sem varð til við hrevfingu og núning jakanna hvers við annan. Já, börnunum var skemmt. Hið bláa og bylgjuríka haf, sem daglega blasti við sjónum, var horfið, en hvít auðnin, svo langt, sem augað eygði, komin í staðinn. Og þetta gat gerzt fyrirvaralaust, — á einni dags- eða nætur-stund. En þetta var ekkert tilhiökkunarefni fyrir bóndann og smalann, að fá slíka heimsókn á fjörur, þar sem sauðir og ær fengu daglega fylli sína af fjöru-grösum og þara. En ekki var nóg með það, að tæki fyrir með þessa mikilvægu björg úr sjónum, heldur var og mikil hætta af þessu fyrir sauðfé, því að um útföllin mynd- aðist bil á miili jakanna í fjöruborðinu, svo að kindur sóttu inn á milli þeirra, í leit eftir þara, sem þar var oft að finna, því að jakarnir skófu hleinarnar, þegar þeir komu að landi, svo að þaraslæðingur lá á milli jakanna en í það sóttu kindurnar. Voru þær óðar en varði komnar í það völundarhús, á milli jakanna, sem þær rötuðu ekki út úr aftur, því að ekki sást nema upp í heiðan himininn úr þessum margbreytilegu og ósldljanlegu göngum milli jakanna, sem flestir voru ófærir uppgöngu verkfæralausum manni, hvað þá kindum. Smalinn varð því að vera vel á verði, ef hjörð hans fór meðfram fjörunni, jafnvel þótt á rekstri væri. Og smátt varð að skammta tugguna, því að enginn vissi, hvað þessi óvelkomni gestur úr norðrinu hefði langa viðdvöl. En hættan var líka fyrir hendi, hvað börnin snerti, ef þau hættu sér of langt inn á milli jakanna um fjör- una, sem þeim hætti mjög við, þrátt fyrir sterka trú sumra um bjarndýr, sem fylgdu jafnan ísnum, og gætu krækt sínum loðna hrammi í börn, sem hættu sér of langt inn í þessi ísbláu, töfrandi göng. Pétur prakkari, var hann stundum kallaður, táp- mikill ellefu ára strákur, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna, og vildi ekld trúa þessum sögum um bjarndýrin í ísnum. Hann trúði því ekki heldur, að hægt væri að villast milli jakanna í fjörunni. Hann hafði átt tal um þetta við leikfélaga sína, Jóa og Bjössa, af næsta bæ. Jói var 10 ára, en Bjössi 7 ára. Bjössi hélt því fram, að mamma sín skrökvaði aldrei, og hún hefði sagt þetta, til þess að hann færi aldrei ofan í fjöru, í ) JH

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.