Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 26

Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 26
það Pétur, sem boraði tánni í freðinn sandinn og svar- aði ekki. Bjössi var hálf kjökrandi; þó að hann væri þurr, en hann reyndi að harka af sér, leit á þá félaga og sagði: „Geta vi ekki lesa bænirnar okkar, svo að ljóti c/allinn og L)ja/;wdýrin taki okkur ekki?“ Pétur svaraði: „Það kemur hér enginn ljótur karl eða bjarn- dýr, Bjössi minn, bara sjór og myrkur.“ Um leið og hann sagði þetta, tók hann að klæða sig úr rauðu peys- unni sinni, ákveðinn og festulegur á svipinn. Hann hafði tekið ákvörðun. „Ætla þú hátta þig hér í kuldan- um, Pési? “ spurði Bjössi, og var ekki frítt við að hann færi að brosa að svo heimskulegu háttalagi. En þá sneri Pétur sér að félögum sínum og sagði þeim, hvað hann hefði í hyggju, en það var þetta: „Frá þessum stað ætla ég að reyna öll göng út úr ísnum, og til þess að fara alltaf rétta leið til baka, ætla ég að nota band- ið úr peysunni minni. Þetta ætti ekki að taka langan tíma.“ Að þessu sögðu brá hann hnífnum á peysuna og tók að rekja hana niður. Þegar greitt var orðið að rekja upp peysuna fékk hann Jóa endann og hélt af stað inn í ein göngin með peysuna, sem raktist niður, en hann hafði skammt far- ið, er fyrir honum varð sjór, sem dýpkaði óðum, eftir því, sem hann hélt lengra. Hann sneri sér við og hank- aði upp bandið. Þegar hann kom til drengjanna, bað hann Jóa að láta smá bandspotta á ísnibbu við göngin, svo að hann færi ekki í þau aftur. Að því búnu hélt hann milli næstu jaka, en það fór á sömu leið. Svona gekk það, hvað eftir annað. Þá flaug Pétri í hug, að vel gæti verið, að þeir væru á smá skeri, eða hæð í fjör- unni, sem átti að vera á þessu svæði, en sand hefði borið á milli jakanna. Væri því vissara að fara nokkuð langt út í sjóinn og vita hvort ekki grynnti aftur.---------- Það var orðið hálfdimmt. Smalinn hafði komið fénu í hús, og þeir hlökkuðu báðir til, hann og Kátur, að fá matinn sinn, því að þeir höfðu ekkert fengið frá því snemma um morguninn, að þeir fóru með féð, nema harðfiskbita, sem smalinn hafði stungið í vasa sinn, og þeir skipt á milli sín. Smalinn kastaði tölu á kindurnar. „Ela, vantar eina?“ sagði hann við sjálfan sig. Hann taldi aftur og í þriðja sinn, en það vantaði eina. Smalinn sagði Kát frá þessu, er hann kom út úr fjár- húsinu, en Kátur lá við dyrnar. Hinn skynsami hund- ur hallaði undir flatt og horfði á húsbónda sinn, eins og hann skildi þetta hreint ekki, að eina kindina vant- aði. Þeir héldu svo báðir aftur niður í fjöruna, en þar skokkaði Kátur snuðrandi meðfram jökunum. Pétur var búinn að fara margar ferðir, en lenti alltaf í sjó. Hann var þó ekki á því að gefast upp. Hann hug- hreysti hina drengina með því, að smástreymt væri, og þá félli seint að, en hann myndi bráðum finna leið- ina til lands. Enn lagði hann inn á milli jakanna, og nú varð ekki fyrir honum sjór, nema lítlisháttar, sem hann óð yfir. Hann fór lengra en hann hafði farið áður, og varð nú að rekja mikið niður af peysunni. Þá gerði hann allt í einu mikilvæga uppgötvun. Hann kom þar, sem svo var rúmt um jaka, að hann sá greinilega halla á fjöruborðinu. Hann langaði til að æða áfram, en Pétur var skynsamur strákur, sem hugsaði málið og vissi, hvað hann átti að gera. Hann ætlaði að fara sömu leið til baka, en skilja eftir bandið, svo að hann kæmist á sama staðinn aftur, og leita svo út frá honum, þegar þeir væru allir komnir þar. Pétur sleit bandið frá peysunni og hraðaði sér til baka, en hafði þó auga með rauða þræðinum, sem hlykkjaðist á milli jakanna. Hann fann ekki til kuld- ans fyrir ákafanum, og sigurtilfinning fór um hann allan, svo að hann varð eins og allur stæltari. Hann átti skammt ófarið til drengjanna, þegar hann heyrði Bjössa reka í ógurlegt öskur. „Bjarndýr eftir allt sam- an,“ hugsaði Pétur og snarstoppaði, en hentist svo áfram til drengjanna, allur í uppnámi og sigur-tilfinn- ingin rokin út í veður og vind. Það sem olli óhljóðunum í Bjössa, var það, að hann vissi ekki fyrri til, en einhver loðin ófreskja rak trýnið út úr einum göngunum, og virti hann fyrir sér, en við nánari athugun var þetta kunningi hans Kátur, sem stóð þar og dillaði skottinu vinalega. Þegar drengirnir voru búnir að jafna sig eftir viðbragðið, sagði Jói, sem kominn var með munnherkju og skalf af kulda, því að hann var blautur í fæturna: „Við fylgjum Kát út úr ísnum.“ Pétur hugsaði sig um og átti í nokkurri baráttu við sjálfan sig, því að hann langaði að fara þá leið, sem hann taldi sig hafa fundið, en sagði svo: „Ég held að ég sé búinn að finna rétta leið, en við skulum samt fylgja Kát út. Þó vil ég ekkert eiga á hættu úr þessu, svo að við skulum festa hérna bandinu, ef Kátur vill- ist, þá förum við hingað aftur, og svo mína leið út. Peysan mín er ónýt hvort eð er.“ Og Pétur festi spott- ann um ísnibbu. Svo sögðu þeir Kát að fara heim og hann fór sömu leið til baka, eftir förum Jóa inn í ís- inn, og drengirnir fylgdu honum eftir. Jói leiddi Bjössa, en Pétur sá hverja umferðina eftir aðra rekjast af peysunni, sem hann hélt á. Allt í einu komu þeir út úr ísnum, og Pétur stákk þá því, sem eftir var af peysunni í vasann. Smalinn var þarna skammt frá og var að búast við Kát þá og þegar með kindina út úr ísnum, því að hann sá hann fara snuðrandi inn á milli jakanna, en þorði ekki að fara á eftir honum. En þegar hann sá Kát koma með strákana, varð hann í fyrstu alveg orð- laus, en skammaði svo strákana, og sérstaklega Pétur, sem hann taldi að hefði ráðið þessu, og unnið til ær- legrar flengingar. Að því búnu fór smalinn aftur til fjárhúsanna, en þá var hjörð hans öll og hafði hann mistalið þrívegis áður. Mamma hans Bjössa var sú eina, sem viðurkenndi afrek Péturs. Hún gaf honum útprjónaða peysu og vettlinga. Aðrir fylgdu smalanum að málum og fleng- inguna fékk hann Pétur. 130 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.