Heima er bezt - 01.04.1962, Side 28
FJÓRÐI HLUTI
Hún gekk út að glugganum og leit út. Það var glaða
sólskin og milt veður. Fólk var að fara heim í hádegis-
matinn. Oslitinn straumur fram og aftur. Þjótandi bíl-
ar og strætisvagnar, allir voru að hraða sér. Þetta var
ólíkt umferðinni heima á Lágeyri, þar sem tveir vöru-
bílar voru einu bílarnir, enda enginn vegur kominn enn
yfir fjaliið, sem aðskilur þorpið frá næstu sveitum. En
úr þessu átti nú bráðlega að bæta.
Hér myndi hún aldrei geta lært að haga sér, það var
hún viss um. Hún yrði líklega strax undir bíl, ef hún
hætti sér út á götuna. Og svo voru allir hér svo fínir,
einstaka vinnuklæddum manni brá fyrir, en enga konu
sá hún öðruvísi en vel klædda. Þær gátu allar verið
fínar frúr þess vegna. Á fötunum þekktust þær ekki.
Lágur ómur af samræðum framan úr eldhúsinu barst
nú inn til hennar. Voru þau að tala um hana? Hvað
hefði Karlsen sagt móður sinni? Nú hló hann dátt. Nei,
hún þorði ekki fram, kannske væru þau að hlæja að
henni. Ósjálfrátt læddist hún yfir að slaghörpunni, þar
sem myndirnar af þeim mæðginunum stóðu. Hún tók
myndina af móður Karlsens og gekk með hana út að
glugganum. Lengi horfði hún rannsóknaraugum á
myndina. Rólegt augnaráð og milt bros konunnar hafði
róandi áhrif á hana. Það voru sömu glettnishrukkurn-
ar kringum augun og hjá Karlsen. Bara að það væri af-
staðið að heilsa henni, þá gæti hún farið að anda léttara.
Hurðin opnaðist að baki hennar, án þess að hún yrði
þess vör, og Karlsen gekk inn til hennar. Hann leit yfir
öxl hennar á myndina, tók hana síðan og lét á sinn
stað án þess að segja orð. Brosti aðeins uppörvandi, tók
undir handlegg hennar og leiddi hana fram.
IV.
Nýja heimilið.
Hávaxin kona í hvítum slopp kom fram úr eldhús-
inu og gekk hratt á móti þeim.
„Mamma, þetta er Ásta,“ sagði Karlsen og sleppti
handlegg hennar.
Sama milda og hlýja brosið og á myndinni færðist
yfir andlit konunnar, er hún tók um báðar hendur Ástu
og horfði framan í hana.
„Sæl, Ásta litla,“ sagði hún með mjúkri innilegri
rödd. „Velkomin hingað til okkar. Ég vona að þú unir
þér vel hjá mér. Ég sé, að þú ert góð stúlka,“ sagði hún
og kyssti hana á vangann.
„Ég heiti Ingunn Jónsdóttir, Kalli var búinn að segja
mér, hvað þú heitir.“
„En hve þessi kona er lík ömmu,“ hugsaði Ásta. Hún
kom ekki upp nokkru orði, kökkurinn í hálsinum varn-
aði henni máls.
„Hvað er ég að hugsa,“ sagði Ingunn, sem sá hvernig
stúlkunni leið. „Maturinn verður kaldur, og hvað segir
kokkurinn þá?“
Karlsen hafði gengið inn í sitt herbergi, meðan þær
heilsuðust, en kom nú fram í eldhúsið aftur, setti á sig
svuntu og sagðist ætla að vera þjónn þeirra, þær ættu
bara að setjast.
Ásta brosti gegnum tárin og reyndi að þurrka þau
burt í laumi. Karlsen lék á als oddi og lét móðan mása,
meðan þau sátu undir borðum. Ásta fann, að það var
gert af hugulsemi við hana, að hann talaði um alla
heima og geima. Hann var að lofa henni að jafna sig.
„Hvernig er svo maturinn?“ spurði hann hreykinn.
Ásta gat ekki annað en hlegið. Með þessa svuntu,
uppbrettar ermar, og gamla inniskó á fótunum líktist
hann ekki mikið Karlsen stýrimanni með borðalagða
húfu og gyllta hnappa.
Eftir matinn skipaði hann móður sinni að setjast í
stól, þar sem hún væri ekki fyrir, meðan þau Ásta
þvægju upp.
Ásta sagði fátt, en það var ekki annað hægt en að
smitast af gáska hans og spaugi.
132 Heima er bezt