Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 29

Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 29
„Þú hefðir heldur átt að komast á leiksviðið en að vera að þvælast á sjónum,“ sagði móðir hans. „Þar hefðirðu fengið að fetta þig og bretta að vild.“ Karlsen setti hendur á mjaðmir sér, kerrti hnakkann og söng með þrumandi rödd hrafl úr gömlum grínvís- um úr revíu um fiskimanninn og stúlkurnar hans. „Nei, hættu nú,“ bað móðir hans. Ég held ég vilji heldur hafa þig á sjónum.“ „Sem yður þóknast, frú,“ svaraði hann, hneigði sig og sneri sér síðan að uppþvottinum. „Nú lýkur þú við að ganga frá í eldhúsinu, á meðan tölum við Asta saman,“ sagði Ingunn. Þær gengu inn í herbergi Ingunnar. Það var frekar lítið, en öllu vel og haganlega komið fyrir í því. A nátt- borðinu var mynd af ungum manni. Hún var ekki vel tekin og auðsjáanlega gömul. Asta virti hana fyrir sér og hnyklaði brýnnar. „Þú skalt ekki vera að grufla upp, hver þetta er,“ sagði Ingunn, en ef þú ert svo glögg að þekkja, hver þetta er, skaltu ekki segja Kalla frá því. Þetta er faðir hans.“ „Nei, ég kem því ekki fyrir mig, hvaða maður þetta er, en myndin minnir mig á einhvern,“ sagði Ásta vand- ræðalega. „Já, menn breytast ótrúlega með aldrinum,“ svaraði Ingunn. Hún spurði Ástu um ætt hennar og komst að þeirri niðurstöðu, að þær voru frænkur, ömmur þeirra höfðu verið systur. Karlsen var að spila á slaghörpuna, en Ingunn kallaði á hann og sagðist þurfa að segja honum skrítnar fréttir. Hann horfði forvitinn á þær á víxl. Ásta var rjóð í kinnum með ljómandi augu, móðir hans brosandi íbygg- in á svip. „Svona, út með það, ætlið þið að láta mig springa úr forvitni,“ sagði hann ákafur. „Ásta er náfrænka okkar,“ sagði Ingunn brosandi. Karlsen horfði steinhissa á þær. „Er þetta satt?“ sagði hann svo. „En hvað það er gaman, mamma, en hvernig komust þið að því? Hvað erum við mikið skyld?“ „Ömmur okkar Ástu voru systur,“ sagði Ingunn. „Ég man svo vel eftir henni Ólöfu ömmusystur, eins og ég kallaði hana alltaf, hún var svo góð við mig, þegar ég var lítil.“ „En hvað þetta er sniðugt, finnst ykkur það ekki? Ásta litla frænka, hefði ég ekki verið sá, sem tók á móti þér, þegar þú komst um borð, og það var aðeins tilviljun, þá þekktumst við ekki enn, og myndum lík- lega aldrei hafa kynnzt, og þá værir þú ekki hér. — Ég held bara, að ég fari að trúa á forlög héðan í frá!“ „Já, forlögin eru smáskrítin stundum, drengur minn,“ sagði rnóðir hans, „og það sem okkur finnst andstætt í dag, getur verið til góðs á morgun.“ „Sem sagt, góðir hálsar, gangið bara götuna beint áfram, án þess að líta nokkurn tíma til baka, og látið hverjum degi nægja sína þjáningu,“ sagði Karlsen hlæj- andi. „En nú ætla ég út að kaupa með kaffinu. Þið get- ið talað saman á meðan. Frænkur hljóta að hafa nóg að spjalla urn, og kvenfólk vantar rreyndar sjaldan um- ræðuefni.“ Hann flýtti sér fram glettinn á svip. Ásta varð enn feimnari, þegar Karlsen var farinn. Hún fann alltaf til einhverrar öryggiskenndar í návist hans. „Heldurðu ekki að ég geti fengið vinnu einhvers staðar strax?“ stundi hún upp lágróma. „Jú, jú, það verða sjálfsagt engin vandræði með það, frænlca litla,“ svaraði Ingunn hlýlega. Ásta kafroðnaði. Hún var enn ekki búin að átta sig á, að þær væru í alvöru frænkur, þó að náskyldar gætu þær varla talizt. Á meðan þau drukku kaffið, ákváðu þau, að Ásta fengi litla svalaherbergið. Það höfðu þau leigt út fyrstu árin, en nú var ekkert í því nema ferðatöskur og annað dót, sem sjaldan var notað. Þau voru svo lítið heima, mæðginin, að þessi tvö herbergi höfðu nægt þeim. Ing- unn sagðist ekki nenna að hugsa um stærra húsnæði en hún þyrfti. Það væri bara til að safna ryki að hafa of stóra íbúð, og hún væri svo löt að þurrka af og gerði það ekki oftar en brýn þörf væri á. Hún væri ekki eins og surnar frúrnar, sem væru með rylcsuguna í gangi á hverjum morgni og afþurrkunarklútinn í svuntuvasan- um, ef þær kynnu að sjá rykkorn einhvers staðar. Ásta hugsaði með sér, að þar sem hver hlutur væri á sínum stað og staður fyrir hvern hlut, eins og hér, væri varla mikið ryk látið safnast fyrir. Karlsen var svo bráðlátur að byrja að laga til, að hann gaf sér varla tíma til að ljúka við kaffið. Síðan bar hann töskur og kassa upp á háaloft, en öllu ónýtu var fleygt í ruslatunnuna. Nú þyrfti að mála herbergið, en það yrði að bíða til morguns. Karlsen sagðist ætla út, áður en búðum væri lokað. Hann þvoði sér því í skyndi og fór ofan í bæ á bílnum. „Ég ætla að vera heima í kvöld, svona í tilefni dags- ins,“ sagði Ingunn. „Það er kona sem vinnur á móti mér, og við vinnum hvor fyrir aðra, þegar á þarf að halda, en það er nú venjulega ekki nema þegar Kalli minn er heima, sem ég þarf að fá frí.“ „Hvenær á svo litla krílið að koma í heiminn?“ spurði Ingunn, er þær höfðu setið og rabbað saman um stund. Ásta fann hve hún eldroðnaði. „I byrjun apríl,“ svaraði hún lágt. „Það er þá töluverður tími til stefnu,“ svaraði Ing- unn. „Ég er strax farin að hlakka til, það verður rétt eins og ég sé amma.“ Ásta varð vandræðaleg. Hún gat ekki skilið, hvernig hún gæti talað svona eðlilega urn þetta. Það var eins og Ingunn hefði miklu meiri áhuga á barninu en hún sjálf. Frani að þessu hafði það aðeins táknað hræðilega erfiðleika í hug Ástu sjálfrar. Hún hafði aldrei hugsað um það sem lítið og brosandi barn. Ingunn veitti henni innsýn í heirn, sem hún hafði Heima er bezt 138

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.