Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 30

Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 30
ekki hugsað um áður, heim litla ósjáifbjarga angans, sem allt þurfti að gera fyrir. „Þú getur ekki hugsað þér, Asta, fyrr en þú ert bú- in að reyna það sjálf, hve yndislegt augnablik og hátíð- legt það er, þegar manni er réttur í fyrsta sinn þessi litli, æpandi angi, sem lítur út eins og fataböggull með ofuriítið andlit,“ sagði Ingunn með fjarrænt bros í aug- unum. „Svo þegar þau fara að brosa og hjala, það er eins og englasöngur.“ Hún sneri sér að Ástu. — „Þú veizt ekki, hve mikla hamingju þú átt í vændum, Ásta, og ég hlakka til að taka þátt í þessu með þér, það er nærri eins og að lifa það sjálf upp aftur, þegar ég átti Kalla. Hefur hann sagt þér, að hann er lausaleiksbarn? “ „Nei, en hann hefur aldrei minnzt á föður sinn.“ Ingunn varð skrítin á svipinn. „Litli anginn þinn kemur til með að verða miklu skyldari Kalla en þú ert.“ Ásta horfði spyrjandi á hana, en þorði ekki að segja neitt við þessu. Þá hlutu þeir Friðgeir og Karlsen að vera frændur. „Við förum klukkan tólf í kvöld,“ sagði Karlsen einn daginn. Margt hafði verið gert þessa fjóra daga, sem hann hafði verið í landi, svo að sem bezt færi um Ástu í litla herberginu. Karlsen hafði klæðzt gömlum vinnu- fötum og málað alla veggi og loft. Ingunn og Ásta saumuðu gluggatjöld, og einn dag- inn fóru þær í húsgagnaverzlun. Ásta horfði á öll þessi fínu húsgögn með aðdáun, en ekki fékkst hún til að segja orð um, hvaða húsgögn henni litist bezt á, og henni til mikils hugarléttis fór Ingunn heim án þess að kaupa nokkuð. Þegar heim kom, mældi Karlsen gólfflötinn og skrif- aði hjá sér tölurnar. Síðan tók hann að teikna á blað eitchvað, sem Ásta sá ekki hvað var, blístraði glaðlega og stakk blaðinu í vasa sinn, og að því búnu fór hann út. Skömmu síðar nam vörubíll staðar fyrir framan hús- ið, og bílstjórinn og Karlsen roguðust inn með það, sem á bílnum var. Fyrst var sett teppi á gólfið, síðan kom svefnbekkur, þá skápur og kommóða, og lestina rak svo að lokum lítið borð og hægindastóll. Ásta starði á allt þetta með skelfingarsvip. Hvenær yrði hún borgunarmaður fyrir þessu! „Hvernig lízt þér á?“ spurði Karlsen. Hún hristi höfuðið og tautaði: „Því gerirðu þetta? Ég get aldrei borgað þetta?“ Karlsen hló. „Heyrðirðu, mamma,“ kallaði hann. „Ástu lízt ekki á þetta.“ „Jú,“ flýtti hún sér að svara, „en þetta er bara alltof dýrt og fínt.“ ,Árertu ekki að hugsa um það, Ásta litla,“ svaraði Ingunn. „Ég er bara að borga gamla skuld og er þaltk- lát fyrir að fá tækifæri til þess. En nú skulum við koma þessu eins vel fyrir og hægt er, verst hve herbergið er lítið.“ En í augum Ástu var það fallegasta herbergi, sem hún gæti óskað sér, og svo var hægt að komast út á svalirnar, sem lágu meðfram suðurhlið hússins. Og út á þær var einnig gengið úr herbergi Karlsens. Ásta vissi ekki, hvemig 'hún ætti að þakka þeim fyrir allt þetta, en Ingunn hjálpaði henni af stað með því að segja, að héðan í frá ætti hún að líta á sig sem heima- sætu þar í húsinu, því að þetta væri upp frá þessu ekki síður hennar heimili en þeirra. Þær fylgdu Karlsen báðar niður að skipi, þegar hann fór. Ingunn ók, og Ásta sat fram í hjá henni, en hann aftur í. Karlsen faðmaði móður sína að sér og kyssti hana á báða vanga. Síðan sneri hann sér að Ástu, rétti henni hönd sína og þrýsti hana fast. „Vertu sæl, Ásta litla frænka,“ sagði hann lágt, og heit grá augu hans horfðu fast í augu hennar. „Vertu sæll, Karlsen, og þakka þér fyrir allt!“ hvísl- aði ihún með titrandi vörum. „Kalli, en ekki Karlsen,“ sagði hann og brosti og stökk síðan um borð. Þær biðu þar til skipið leysti landfestar og mjakaðist hægt frá Hafnargarðinum. Bilið milli skips og lands jókst jafnt og þétt. Þær veifuðu í síðasta sinn. Upp- ljómað skipið líktist ævintýra-fleytu, þar sem það fjar- lægðist óðum. Þungur dynur vélanna kvað við í nætur- kyrrðinni. Þær voru þögular á heimleiðinni. Ásta fann að Ing- unn var döpur, en vissi ekki hvað hún ætti &ð segja henni til huggunar. „Nú verð ég ekki eins einmana, og ég hef verið, fyrst ég hef þig,“ sagði Ingunn hlýlega, um leið og þær gengu inn í húsið. „Það er alltaf jafnerfitt að horfa á eftir einkasyninum út á sjóinn, maður veit aldrei hve- nær kvaðzt er í hinzta sinn, en sjórinn hefur átt hug hans allan frá því hann var smástrákur, og eðli manns er ekki svo gott að breyta, og kannske ekki rétt að reyna það heldur. Það verður hver að fá að lifa sínu lífi, eins og hann sjálfur kýs, þess vegna hef ég aldrei reynt að fá hann í land. Ég held að hann sé mér betri sonur fyrir bragðið, því hann sltilur vel, hve ég er oft einmana og óróleg hans vegna. Ásta fékk vinnu á saumastofu. Hún kunni vel við sig, en var feiniin og gaf sig lítið að hinum stúlkunum og talaði ekki við neinn, nema á hana væri yrt. Verk- stjórinn var þægilegur í viðmóti, og það voru konurn- ar líka, en henni fannst hún samt ekki geta samlagazt þessu lífi, hún var alltaf eins og utanveltu. Fyrir bragð- ið veittu konurnar henni mildu meiri eftirtekt, en ann- ars hefði verið. Sögðu sumar, að hún þættist yfir þær hafin, en aðrar mölduðu í móinn og sögðu, að hún væri aðeins feimin. Ekki batnaði það er á leið. Konurnar virtu hana fyrir sér á hverjum degi, gat það verið —? Jú, ekki bar á öðru. Sumar vorkenndu krakkagreyinu, en aðrar fundu illgirnislega fullnægingu í því að sjá, að þær hefðu haft 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.