Heima er bezt - 01.04.1962, Side 33

Heima er bezt - 01.04.1962, Side 33
verða var við það á mannamótum, þar sem hann kom, að menn litu til hans glottandi, einkum yngri menn. Brynjólfur skildi ekki í fyrstu, hvernig á þessu stóð. En svo fóru kunningjar hans að impra á því við hann, hvort honurn væri alvara með að fara að búa þarna fram frá. Já, honum var það alvara. Svo bættust fleiri í hópinn og hlustuðu á samtalið. Og menn hlógu og litu hver á annan. Þá varð Brynjólfi ljóst, að menn drógu dár að honum. En í staðinn fyrir að láta það á sig fá, varð það þvert á móti til að stappa í hann stál- inu. „Sá hlær bezt, sem síðast hlær,“ hugsaði hann og hélt áfram að undirbúa búskapinn af öllum mætti. En frístundunum eyddi hann hjá Kristínu Kjartansdóttur, því margt þurfti að ræða um framtíðina. Og tíminn leið með ótrúlegum hraða. Svo fljótt, að Brynjólfur vissi ekki fyrri til en komið var fram und- ir páska. Þá var það, að einhver kunninginn slengdi því framan í hann, að það þýddi ekkert fyrir hann að vera að þessum bægslagangi, hann fengi eklti að byggja fyr- ir sunnan hraun. „Fengi ekki að byggja, hvaða þvættingur er þetta?“ „Hvaða þvættingur? Spurðu hann ríka Jón á Skarði.“ „Hvað kemur honum það við?“ „Það gæti verið, að honum dytti í hug, að þú yrðir þar eitthvað fyrir.“ „Fyrir! Vertu ekki að þessu þvaðri!“ En það kom upp úr dúrnum, að þetta var ekki tómt þvaður. Því ætlaði Brynjólfur varla að trúa. Hann vissi raunar, að þeir þarna uppi á bæjum slógu eitthvað fyrripart surnars fyrir sunnan hraun, og fé gekk þar frá þeim. En honum hafði ekki komið í hug, að það út af fyrir sig væri nóg ástæða til þess, að þeir berðust með hnúum og hnefum gegn því, að hann reisti sér þarna bæ. Nóg var nú af landi þarna syðra samt. Að vísu var Bakkafjara mikils virði. Hana myndu þeir missa. Brynjólfur fór brátt að átta sig á, hvar hann var íitaddur. Tveir voldugustu bændur uppsveitarinnar höfðu sem sé tekið sarnan höndum til þess að útiloka, að hann gæti reist sér bæ, þar sem hann óskaði eftir fyrir sunnan hraun. Þeir ætluðu blátt áfram að slá hring um landið þar syðra, þar átti enginn að fá að setjast að, þangað átti enginn að koma né augum líta nema þeir. Það var bara það! Skárra var það! Hverjum átti að detta þetta í hug? Ekki honum Brynjólfi. Og hvað átti hann nú að gera? Nú var hann kominn í laglega klípu. Búinn að afla sér timburs úr öllurn áttum, saga það og höggva til og hcfla, rífa upp ein ósköp af grjóti og aka því suður yfir Eldá á völlinn, þar sem bærinn skyldi standa o. s. frv. Hann ætlaði að fara að hlaða fyrstu tóttina jafnskjótt og veður leyfði. Allt var undirbúið. Það var ákveðið, að þau giftu sig upp úr Jónsmessu. Þá gerði hann ráð fyrir, að bæjarbyggingin 'yrði kornin það langt, að hann gæti flutt að Bökkunum. Já, hvað átti hann nú að gera? Honum var vel kunn- ugt um, að þeir þarna, ríki Jón og Guðmundur í Hvammi áttu ekkert í landinu fyrir sunnan hraun. Landið átti kóngurinn. Og Brynjólfi datt ekki annað í hug, en að kóngi myndi þykja mikið til þess koma, að þar yrði reistur bæt, fallegur bær, með timburþili frarn á hlað, stofuhúsi, baðstofu, bæjardyrum, eldhúsi og skemmu, auk allra gripahúsa. Ætli það yrði munur eða nú? Nú var þar ekki einu sinni fjárhúskofi! Ætli kóng- urinn mætti ekki þakka fyrir. En hvað svo? Svo kom ríki Jón á Skarði og Guðmundur í Hvammi og sögðu: „Minn akur!“ Hvað átti hann að gera? Átti hann að æpa á móti: „Kóngs akur!“ Brynjólfur brosti. Nei, þetta var víst enginn skessuleikur. Þetta var enginn leikur! Það var nefnilega það. Nú, það var ekki um annað að ræða en fara til síns ráðsnjalla tilvonandi tengdapápa og heyra hans tillög- ur. Og það hafði hann gert. En í þetta sinn var Kjart- an ekki við skál og ekki eins skrafhreifinn og kvöldið góða um jólin. Það er rangt að segja, að hann hafi ver- ið afundinn, en fremur þurr á manninn. Hann hlustaði þegjandi á það, sem Brynjólfur hafði að segja. Og enn þagði hann um stund, er Brynjólfur hafði lokið máli sínu. Svo sagði hann: „Hefurðu ekki skrifað umboðsmanni?“ Nei, Brynjólfur hafði ekki gert það. „Hefurðu ekki skrifað umboðsmanni?“ endurtók Kjartan og hækkaði röddina. Nei, Brynjólfi hafði ekki hugkvæmzt það. „Þá skal ég ráðleggja þér að skrifa honurn strax, skýra málið fyrir honum og sækja urn ábúðarréttinn og tiltaka landið, sem þú vilt fá, það er að segja gömlu Bakkana fyrst og fremst ásamt fjöru. Þú ert svo hepp- inn, að það fellur ferð vestur á rnorgun eða hinn dag- inn.“ Og Kjartan hafði bent honum á manninn, sem ætlaði vestur og Brynjólfur komið bréfinu með honurn til umboðsmanns. Nú voru nokkrar vikur liðnar síðan þetta var, Það var sem sagt komið frarn á sauðburð. Ekki hafði Brynjólfur fengið svar frá umboðsmanni með sendimanni. Hann kom eftir nokkra daga heim aftur, bréflaus. Brynjólfur hafði ekki kippt sér upp við það. Þeir þurfa jafnan tímann sinn til að hugsa, þessir höfðingjar. Og sárafáar ferðir höfðu fallið það- an að vestan síðan. Brynjólfur hafði aftur á móti farið að byggja, eins og ekkert væri. Hann var búinn að hlaða alla útveggi. Hann hafði heyrt, að þeir Jón og Guðmundur gengju urn grenjandi. Þeir lægju í hreppstjóranum og eitthvað væri á seyði. Já, í allri Skarðsveit var ekki um annað meira rætt en þetta, öllum þeim til skemmtunar, sem ekki áttu hlut að máli. Og Brynjólfur var satt að segja farinn að ókyrrast. Honum var tekið að leiðast eftir bréfi umboðsmanns. Hann var ákveðinn í að fara sjálfur vestur til að reka á eftir svari, ef það bærist ekki næstu daga. En svar gæti ekki orðið nema á einn veg. Það var blátt áfram óhugsandi, að umboðsmaður neitaði honum um ábúð- arréttinn. Heima er bezt 137

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.