Heima er bezt - 01.04.1962, Page 34

Heima er bezt - 01.04.1962, Page 34
II. Þennan sama aftan, sem ríki Jón þeyttist vestur göt- una fyrir framan túnið á Syðri-Völlum, gat Brynjólf- ur farið að reisa. Hann hafði að fullu lokið við tætturn- ar þá um daginn. A hinn bóginn vildi hann ekki byrja á því, fyrr en hann hefði byggingarbréfið upp á vas- ann. Maður hafði farið austan úr Meðalfellssveit vestur fyrir nokkrum dögum og var von á honum austur aft- ur í kvöld. Brynjólfur bjóst við, að maður þessi kæmi með bréfið til hans frá umboðsmanni og skildi það eft- ir á Syðri-Völlum. Kom hann um kvöldið um sama leyti og sauðamenn frá fénu. Hélt hann heim að Svðri- Völlum, ætlaði að gista þar um nóttina. Brynjólfur spurði Gvend, hvort hann hefði hitt manninn og tekið hjá honum bréf. En Gvendur vissi ekki um neitt bréf. Engu að síður taldi Brynjólfur víst, að maðurinn hefði komið með svar frá umboðsmanni og ákvað að fara þá þegar suður að Syðri-Völlum og ganga úr skugga um það. Þegar hann kom þangað, var Kjartan úti á hlaði. Hann stóð fyrir skemmudyrum og raulaði vísustúf. Var hann að róta í kistli nokkrum, ekki stórum. í hon- um voru nýsmíðaðar skeifur. Brynjólfur heilsar hon- um og spyr formálalaust, hvort austanmaður hefði komið með bréf frá umboðsmanni. „Ekki kannast hann við það,“ svaraði Kjartan og hélt áfram að athuga skeifurnar. „Jæja,“ sagði Brynjólfur, vonsvikinn. „Þá fer ég vest- ur á morgun,“ bætti hann við. „Ætli það sé nú ekki orðið nokkuð seint, ekki kæmi mér það á óvart,“ sagði Kjartan. Hann hafði tekið til skeifur, sem hann virtist ánægður með, lét nú aftur kistilinn og setti hann á bekk inni í skemmu. Brynjólfi varð orðfall. Hann horfði á Kjartan og lagði nokkuð undir flatt og velti vöngum, en það átti hann til að gera, er eitthvað kom honum á óvart eða hann var í nokkrum vanda staddur. Kjartani varð lit- ið á hann og gat ekki varizt brosi. „Nú mun annað hentara en velta vöngum, karl minn. Komdu inn í skemmuna, við skulum tala saman.“ Þeir settust á trébekkinn, sitt hvorum megin við kistilinn. Þeir þögðu stundarkorn. Svo sagði Kjartan: „Jón á Skarði reið hér hjá, þegar þú varst nýfarinn heim í kvöld. Mér þykir ekki ósennilegt, að hann muni ætla sér til umboðsmanns og koma í veg fyrir, að þú fáir að byggja á Bökkunum. En þú kemst að raun um það sjálfur, hvort mér skjátlast. Nú ferð þú vestur á morgun og býrð ferð þína vel. Þú hefur tvo til reið- ar, hér eru skeifur undir hestana, ef þú skyldir ekki eiga nóg til af þeim heima hjá þér. Því að tvenna ganga þarftu að hafa með þér í ferðina, af því að þessi ferð getur orðið löng. Þú skalt fara beina leið til umboðs- manns og ef hann tekur máli þínu fjarri og neitar þér um byggingarbréfið, þá er ekki nema um eitt að ræða. Þá heldur þú sem skjótast suður í Amtið. Þú skýrir þar mál þitt. Þeim mun kunnugt, að Hólmasveit fór í eyði um Eld, með því að hraun rann yfir bæina. Þú segir þeim, að fyrir sunnan hraun sé nú mikið land og grösugt, mjög vel byggilegt. Land hafi breytzt við gosið, á hafi myndazt fyrir framan hraun og harðir bakkar fyrir sunnan hana. Þarna geti á ný risið upp blómleg byggð. Og nú langi þig til að verða fyrstur manna til að hefja þar búskap, með því að þig vanti jarðnæði. Hafir þú lagt í þessa löngu ferð í trausti þess, að amtsyfirvöldin veittu þér nauðsynleg leyfi og bygg- ingarbréf fyrir landi því, er þú óskar eftir að fá og þú hefur lýst í bréfi þínu til umboðsmanns. Skalt þú hafa með þér sams konar bréf til Amtsins, umsóknarbréf fyrir gömlu Bökkunum....“ Það var mikið að snúast á Efri-Völlum um kvöldið. Pottur var settur á hlóðir og soðið hangikjöt. Flatkök- ur voru bakaðar, smjör sett í öskjur, kæfubelgur tek- inn til. Nærföt voru athuguð og sokkar og annar fatn- aður, er nota þurfti í langferð. Hestar voru sóttir, Rauður Brynjólfs og Stjarni hennar Kristínar Kjartans- dóttur. Hafði Brynjólfur orðið að þiggja hann að láni, ekki við annað komandi. Treysti Kristín engum hesti betur en Stjarna sínum til að skeiða suður í Amtið, enda var nú mikið undir málalokum komið ekki síður fyrir hana en Brynjólf. Varð Brynjólfur að lokum að láta undan síga ef ekki átti að hljótast verra af. En Stjarni var að öllum líkindum bezti hesturinn í Mikla- hreppi. Hann var af góðu kyni, sex vetra gamall, stríð- alinn og aldrei snertur, nema þá sjaldan að Kristín litla skvetti sér upp, sem ekki var oft. Rauður Brynjólfs var og ágætis hestur, 7 vetra, vel gefinn og aldrei not- aður til annars en reiðar. Voru nú hestarnir járnaðir og hafðir inni um nóttina og gefið grængresi, því árla ætl- aði Brynjólfur af stað næsta morgun, eða svona um það leyti, sem hangikjötið yrði rokið. Því æskilegast væri ef takast mætti að ríða ríka Jón uppi og verða á undan honum til umboðsmanns, og hampa svo bygg- ingarbréfinu framan í hann um leið og hann stigi af baki. En Jón Bárðarson á Skarði var ekkert barn. Hann bjóst við hinu versta og hagaði sér samkvæmt því. Nú var hann búinn að fá vilja sínum framgengt. Hann var búinn að fá hrcppstjórann, sjálft yfirvaldið, til þess að skerast í leikinn. I vasanum hafði hann bréf þess embættismanns, er hér var almáttugur. Hann var ekki í minnsta vafa, að umboðsmaður færi í einu og öllu eftir því, sem í bréfinu stóð. Sigurður umboðsmaður var það varkár maður og nákvæmur, að hann myndi ekki fara að ganga fram hjá bendingum yfirvaldsins hér í hreppi. Nei! Nú var það Jón Bárðarson á Skarði, sem réði úrslitum. Ef hann sýndi af sér andvaraleysi, legðist í leti á leiðinni og svæfi yfir sig, þá var eins víst, að Brynki hlypist fram úr honum og fengi um- boðsmann til þess að byggja sér Bakkana áður en Jón kæmi með hreppstjórabréfið. Þá skyldi Jón Bárðarson hundur heita, ef hann léti slíkt og annað eins henda sig. Og illa mætti hann þá treysta augum sínum, sem enn hafa þó aldrei brugðizt, ef hann ekki þekkti réttilega gamla refinn á Syðri-Völlum hnusandi úti á hlaði, er 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.