Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 35

Heima er bezt - 01.04.1962, Síða 35
hann þeysti fram hjá. Ætli hann yrði lengi að senda tengdasoninn af stað! Og ekki vantaði þá hestana! Nei og aftur nei! Hann Jón Bárðarson skyldi aldrei láta sitt eftir liggja, þeir skyldu sanna það, þeir herrar. Og Jón reið eins og hestarnir komust yfir ár og torfærur, þangað til komið var fram á lágnætti. Var hann þá kominn utarlega í næstu sveit, að bæ einum, er hann lenti jafnan á, þegar hann var á ferðalögum. Hann vek- ur bónda upp, gefur honum að súpa duglega á ferða- pelanum, biður hann að lofa sér að fleygja sér þar nið- ur stundarkorn og leyfa hestunum að kroppa á meðan. Var hvort tveggja heimilt. Bóndi lætur Jón hátta inni í stofurúmi, en sprettir sjálfur af hestunum og leiðir þá út á völl og heftir þá þar. Gekk allt samkvæmt áætlun hjá Jóni. Löngu fyrir miðjan morgun var hann kominn á ferð og flug. Hann létti ekki fyrr en hann reið í hlaðið hjá umboðsmanni. Var það nær miðmunda daginn eftir að hann lagði af stað frá Skarði. Hann gisti hjá umboðsmanni um nóttina. Honum var þar tekið opnum örmum, enda voru þeir vinir góðir, Jón og umboðsmaður. Aður en sezt var til borðs sýndi Jón umboðsmanni bréfið. Umboðsmaður las það með athygli, brosti við og leit á Jón. „Mér datt þetta í hug,“ sagði hann. „Pilturinn skrif- aði mér í vetur um páskaleytið og sótti um Gömlu- Bakkana, ásamt meðfylgjandi fjöru. Eftir að hafa hugs- að málið nokkuð, þótti mér vissara að afgreiða það ekki svo skjótt, áður en ég fengi álit málsmetandi manna austur þar, einkum vinar rníns, hreppstjórans. Auðvitað fer ég að öllu eftir hans ráðum, ég tel það skyldu mína, yður er óhætt að treysta því.“ Jón treysti því líka. En með því að öruggast er alla jafna að hafa svona hluti skjalfesta, sagði hann um- boðsmanni, að hreppstjóri hefði beðið sig að taka svar til baka. Skrifaði þá umboðsmaður hnur nokkrar, þar sem hann tjáði hreppstjóra, að hann myndi ekki byggja neinum manni Land fyrir sunnan svokallaðan Bruna í Elólmasveit. Myndi sú ákvörðun sín standa óhögguð meðan sín nyti við. Jón fór snemma af stað heimleiðis daginn eftir. Hann dreypti á ferðapelanum, lötraði í hægðum sínum og kvað. Elann var í góðu skapi. Hann hafði ekki lengi farið, er hann sér hvar maður kemur vestur með fjallinu. Hann ríður í loftinu og er kominn ofan á Jón, áður en hann lauk vísunni. Þetta var þá Brynjólfur. Hann sá þegar á svip Jóns, hversu nú var komið. Jón heilsar honum brosandi, en það hafði hann ekki gert langa lengi, eða aldrei. Spyr hann Brynjólf þessu næst, hvort hann sé að sækja yfir- setukonu. Hefði sér ekki verið kunnugt um, að svo stæði á fyrir honum enn þá, en nú væri því líkast, ef dæma ætti eftir reiðlaginu. Brynjólfur hafði numið- staðar og hlustað á Jón. Hann svaraði engu en hélt áfram, reið þó ekki jafn hratt og áður. Jón leit um öxl og hló. „Maður lætur nú líklega ekki svona peyja vaða ofan í sig,“ varð honum að orði og lötraði áfram. Það var skömmu fyrir dagmál, að Brynjólfur barði að dyrurn hjá umboðsmanni. Hann var þá ekki kom- inn á fætur. Brynjólfur var beðinn að bíða um stund. Eigi var honum veittur beini á meðan. Rölti hann ýmist út eða inn og þótti verst að verða að binda hestana. Loks var hann leiddur fyrir umboðsmann. Sagðist Brynjólfur vera kominn þangað til þess að fá svar við bréfi því, er hann hefði sent honum á áliðnum vetri. Þá hristi umboðsmaður höfuðið og brosti. Því miður sæi hann sér ekki fært að verða við málaleitun hans. (Framhald). JÓN SKJÖLDUNGUR Framhald af bls. 123 ------------------- Eitt af mörgu, sem var öðru vísi um Jón en aðra menn, var matarhæfi það, er hann vildi hafa og hafði. Var það mjólk, kjöt og sykur, og af honum át hann þau ósköp að dæmi slíks þekktust ekki. Brauð bragð- aði hann varla og grænmeti alls ekki, brennivín þamb- aði hann alla ævi, þegar svo vildi verkast, en leit ekki við bjór eða léttum vínum. Munntóbaksát hans var stjórnlaust, spýtti hann þá og slefaði út allt í kring- um sig og sjálfan sig ekki síður. Og þegar hann var fullur hirti hann ekki um, hvort hann hrækti heldur í flórinn heirna á Krossastöðum, eða á gólfið í viðhafn- arstofum annars staðar. Var þessi sóðaskapur hans enn verr liðinn en orðbragðið. Jón var mikill vexti, hár, gildvaxinn og luralegur, varð feitur snemma og hafði ístru. Hann var ljóshærð- ur, en gránaði með aldri. Skalla fékk hann ekki. Hann hafði hátt enni, og stórt, beint nef, vítt granstæði og mikið, var varaþykkur og munnljótur nokkuð. Skeggj- aður var hann vel og hafði alskegg. Hann var gervi- legur, en elcki fríður. Svo var hann heilsuhraustur alla ævi, að varla kom fyrir að honum yrði misdægurt, og umgangspestir bitu ekki á hann. Aðeins eina legu, aðra en banaleguna, lá hann um ævina. Varð hann fyrir því að detta af hesti, er var á harða spretti, lenti hann með hausinn niður á gaddfrosinn mel og rotaðist svo illa, að hann lá lengi meðvitundarlaus á eftir, og var svo vitlaus dögum saman. Það lagaðist þó með tímanum, en mánuðum saman lá hann fársjúkur og var tæpast ætlað líf. Kulda þoldi Jón öðrum mönnum betur og virtist veðurfar ekki á hann bíta. Þannig var það t. d. í frosta- kaflanum mikla í janúar 1918, að hann fór ríðandi til Akureyrar. Var hann þá litlu eða ekki skjólbúnari en venjulega, hafði aðeins hattkúf á höfði og ekkert fyrir eyrum. Sáust þó á honum engin kuldamerki, og undr- uðust allir, er sáu. Líkamlega var hann orkumikill, en stirður og þunglamalegur í hreyfingum. Sálarþrek, stilling og kjarkur brást honum aldrei. Þrátt fyrir áberandi galla var Jón sæmdarmaður, sem aldrei vildi gera öðrum rangt til, vitandi vits, og aldrei Iagði nokkrunt manni hrakorð á bak, hvorki drukkinn né allsgáður. Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.