Heima er bezt - 01.04.1962, Side 37
Nú Kafiá J>ér tækifæri til aá fá
málningu á allt húsiá yáar
eáa hluta a fí> ví
alveg ókeypis
Takið þátt í nýju verðlaunagetrauninni og vinnið ein af þrem stór-
um verðlaunum, sem eru málningavörur frá SJÖFN Akureyri
1. verðlaun: Málningavörur fyrir kr. 3.500.00
2. verðlaun: Málningavörur fyrir kr. 1.500.00
3. verðlaun: Málningavörur fyrir kr. 500.00
Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri framleiðir hinar al-
þekktu og viðurkenndu REX málningavörur og
POLYTEX plastmálningu. Af REX málningu má
nefna: Olíumálningu (utan húss og innan), þakmáln-
ingu, skipamálningu, lakk og fjölmargar tilheyrandi
málningavörur.
POLYTEX er plastmálning, scm hægt er að nota jöfn-
um höndum utan húss og innan.
Fyrir kr. 3.5000.00 mynduð þér til dæmis gcta keypt
tíu 6 lítra dósir af ljósgrárri POLYTEX málningu,
sem myndi nægja til að mála 300 m2 tvisvar sinnum.
En að sjálfsögðu þurfið þér ekki endilega að velja yð-
ur eina tegund af málningu. Þér gætuð til dæmis not-
að POLYTEX á veggina, REX á þakið, REX á glugga-
kistur og hurðir og hvað sem þér þurfið nú að mála.
Eða kannske eigið þér bát eða skip, sem þarf að mála,
og þá veljið þér einfaldlega REX skipamálningu og
REX botnmálningu.
Þrautin er að þessu sinni í því fólgin að þekkja 9 per-
sónur, sem einhvern tíma að undanförnu hafa prýtt
forsíðuna á Heima er bezt, og hér neðst á síðunni birt-
um við fyrstu þrjár myndirnar. Hinar 6 verða birtar
í tveim næstu heftum. Lausnirnar sendið þið svo allar
í einu til Heima er bezt, en um það verður nánar getið
í júní-heftinu.
Heima er bezt 141