Heima er bezt - 01.04.1962, Side 38

Heima er bezt - 01.04.1962, Side 38
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Jónas Jónasson frá Hrafnagili: Islenzkir þjóðliættir. Reykjavík 1962. Isafoldarprentsmiðja. Þetta er þriðja útgáfa hins mikla rits séra Jónasar á tæpum þrjátíu árum. Einar ól. Sveinsson prófessor fylgir henni úr hlaði með nokkrum orðum, en hann bjó fyrstu útgáfu undir prentun og skrifaði með henni langan formála og gagnmerkan, sem nú er endurprentaður. Má þakka dr. Einari að Þjóðhættirnir komu út jafnvandaðir að frágangi og raun bar vitni um, því að höfundi auðnaðist ekki að leggja síðustu hönd á vérk sitt. Lítill vafi er á, að Þjóðhættir séra Jónasar eru ein gagnmerkasta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi síðustu áratugina. Þar er samankomin greinagóð lýsing á siðum og venjum þjóðarinnar tvær síðustu aldirnar, svo tæmandi að furðu gegnir. Viðtökurnar, sem Þjóð- hættirnir fengu jafnt hjá lærðum mönnum og almenningi, sýna gleggst gildi þeirra, en þó er ef til vill ekkert, sem sýnir betur, hversu mikil þörf þeirra var, en hvílíkt stökk söfnun og skrá- setning þjóðlegra fræða tók við útkomu þeirra. Þannig bjargaði séra Jónas ekki einungis því, sem hann náði sjálfur til að safna og skrá, heldur varð rit hans ótalmörgum hvöt til þess að hefjast handa um skrásetningu þjóðlcgra fræða, og sennilcga er byggða- safnahreyfingin einnig af sömu rót runnin. En auk þess að vera ágætt fræðirit, eru Þjóðhættirnir fullkominn skemmtilestur. Þar birtast manni kjör og menning liðinna kynslóða svo ljóslega, eins og vér hefðum lifað með þeim sjálf. Hin nýja útgáfa er hin fcg- ursta að ytra búnaði. Theodór Friðriksson: Náttfari. Reykjavík 1961. Helgafell. 1 sögu þessari er tekin til meðferðar ævi Náttfara þess, sem Landnáma segir, að hrakizt hafi frá Garðari Svavarssyni, og varð af þeim orsökum fyrstur manna til að festa byggð á lslandi. Er gaman að sjá, hversu höfundur hugsar sér lífsbaráttu hans og hinna fyrstu landnema, sem reisa byggð allslausir 1 óbyggðu landi. Tekst honum að gæða frásögnina því lífi, að hún heldur athygli lesandans fastri bókina á enda. Annað mál er, hvort mönnum gæti ekki fundizt að margt hefði mátt vera á annan veg. Arnór Sigurjónsson hefur búið handrit höfundar til prentunar og stytt það um þriðjung. Hefur sagan vafalítið batnað við þá meðferð, enda er frásögnin sléttari og samfclldari en oft var hjá Theodóri. Sagan er skemmtilegur endir á löngu og sérkennilegu rithöfund- arstarfi, og sýnir ef til vill flestum bókum Theodórs betur, hvað i honum bjó, og hvert hann kynni að hafa náð við aðrar og betri kringumstæður en lífið bjó honum. Sholem Asch: Lærisveinninn. Rcykjavík 1961. Leiftur. Hér kemur annað bindi hinnar miklu skáldsögu Nasureinri. Fyrsta bindið kom út 1960. Segir hér frá lífi og kcnningttm Krists, en lærisveinninn, sem söguna er látinn scgja, cr Júdas, og er hún því öðrum þræði harmsaga hans. Þetta er mikilfengleg saga, sem opnar sýn til hinna stærstu atburða og gefur lesandánum á ýmsa lund aukinn skilning á ævi Jcsú, enda hcfur hún hvarvetna um lönd hlotið hið mesta lof og notið mikilla vinsælda. Þýðandinn er Magnús Jochumsson. Island í máli og myndum. Reykjavík 1961. Helgafell. Þetta er annað bindi i röðinni af ritsafni þessu. Flytur það þrettán greinar og 35 litmyndir. Greinarnar fjalla um ýmsa staði og byggðarlög á landi voru, skrifaðar af mönnum úr ólíku starfi og stéttum. Þær eru því býsna sundurleitar að efni og meðferð, en allar gefa þær mynd af stað þeim eða sveit, sem um er fjallað. Sumar greinarnar eru ágætar, aðrar fremur lítils virði, og síðan allt þar á milli. Mest gildi hafa tvímælalaust greinar Guðmundar Kjartanssonar um Tungnaá og Jóns Eyþórssonar um Esjufjöll. En skemmtilegust þykir mér grein Sverris Kristjánssonar um Fljóts- hlíð. Þá eru og greinar þeirra Páls Kolka og Þóarins Guðnasonar góðar. Myndirnar eru hinar prýðilegustu og bókin hin eiguleg asta. Vonandi verður útgáfunni haldið áfram, því að af nógu efni er að taka. Sigurður Breiðfjörð: Tistransrímur. Reykjavík 1961. ísafoldarprentsmiðja. Ekki myndi Jónas Hallgrímsson hafa órað fyrir því, að rúmum hundrað árum eftir að hann kvað upp sinn Stóradóm yfir Tistr- ansrímum Sigurðar Breiðfjörðs, að þær yrðu gefnar út í mynd- skreyttri útgáfu með orðaskýringum og lofsamlegum inngangi. En fyrir síðustu jól gerðist það, að Isafoldarprentsmiðja hóf út- gáfu á rímnasafni Sigurðar Breiðfjörðs, og eru Tistrans rímur ásamt nokkrum öðrum styttri rímuin fyrsta bindið, sem birtist. Um útgáfuna annast Sveinbjörn Beinteinsson. Skrifar hann stuttan en greinargóðan formála að bókinni og semur skýringar kenninga og torskilinna orða. Virðist það allt gert af mestu vandvirkni og er til stórrar bókarbótar, og gerir hverjum manni kleift að njóta rímnanna til fullnustu. Jóhann Briem listmálari skreytir bókina með mvndum. Auk Tistrans rímna eru þarna Rímur af Ásmundi og Rósu, Rímur af Hans og Pétri, Ríma af Alkin Skeggjabróður, Ferjumannaríma og Emmu ríma. Eru margar þeirra bráðfyndnar og geta skemmt mönnum eigi síður nú, en þegar þær voru nýjar af nálinni. Og vart trúi ég öðru en mörgum þyki gaman að blaða í Tistrans rímum. Útgáfan er í senn falleg og vel úr garði gerð og þeim, sem að henni standa, til sæmdar. Paul Brunton: Einbúinn í Himalaya. Reykjavík 1961. Isafoldarprcntsmiðja. Paul Brunton er þegar að góðu kunnur ineðal íslenzkra lesenda fyrir rit sín um dulfræði Austurlanda, en í þeim efnum er hann talinn cinna lærðastur Vesturlandabúa. Hefur hann með ritum sínum opnað vestrænum þjóðum nýja heima, undursamlega en ótrúlega að vísu. Frásögn hans er með þeim hætti, að lesandinn vill stöðugt vita meira, jafnvel þótt hann brynji sig vestrænni van- trú og efnishyggju. 1 þessari bók rekur Brunton minningar sínar frá dvöl uppi í Himalayafjöllum, en þangað leitaði hann, til þess að komast í snertingu við dularmögn fjallanna og njóta næðis og kyrrðar. A þeirri öld :eðisgengins hraða, sem vér nú lifum, er hvíld og hressing að lesa bækur Bruntons. Þær gefa oss ótal um- hugsunarefni og benda oss inn á við til kyrrlátrar íhugunar. Þvð- andinn er Þorsteinn Halldórsson, og leysir hann það starf vel af hcndi. St. Std. 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.