Heima er bezt - 01.06.1962, Page 6
Fellsfjall og Hvitingsdalir og vestari hluti Breiðabólstaðar-
fjalls. Bairnir Hali, Gerði og Breiðabólstaður heita i heild
Breiðabólstaður, landnámsjörð Hrollaugs Rögnvaldssonar,
jarls af Mœri i Noregi. Myndin af Halabeenum.
Séð frá Flala i austur. Breiðabólstaðarfjall og Klettar. Blámar
fyrir Nesjafjöllum lengst i austri. Það hrjúfa neðst á myndinni
er Helghóll.
Heimilisfólkið á Hala 1934.
Mýrarnar. Við það vann hann 3 sumur en var heima
á veturna. Sumarkaupið gekk til þess að auka tekjur
heimilisins og ýmsra umbóta, sem þörf krafði. Hann
hefur sagt mér, sem þetta rita, að hann hafi verið svo
heppinn að vera þessi sumur í vegagerðinni með ágæt-
um mönnum, sem hann lærði mikið af og sé það hald-
bezta menntunin, sem hann fékk á unglingsárunum.
Árið 1914 giftist Steinþór Steinunni Guðmundsdótt-
ur, Sigurðssonar, fyrr bónda á Skálafelli. Tóku þau
brátt við búsforráðum á Hala og búa þar enn. Hafa nú
búið þar 48 ár. Steinunn er myndarleg gæðakona, sem
staðið hefur við hlið manns síns í blíðu og stríðu og á
hún ekki síður þátt í því en hann, að heimili þeirra er
orðlagt fyrir rausn og gestrisni, en það er í þjóðbraut
og hefur alla þeirra búskapartíð verið gististaður ferða-
rnanna, en ekki veit ég til þess að greiði hafi verið seld-
ur þar. Þau eiga 2 börn, sem komin eru til fullorðins-
ára. Þau eru: Torfi skólastjóri við heimavistarskólann
á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, giftur Ingibjörgu
Zophoníasdóttur frá Hóli í Svarfaðardal. Þau eiga 8
börn — og Þóra, gift Ólafi Guðjónssyni húsgagnasmið
í Reykjavík. Þau eiga 2 börn.
Strax á unglingsárum byrjaði Steinþór að bæta jörð-
ina, en það var ekki í stórum stíl, fremur en annars
staðar á meðan ekki voru önnur verkfæri fáanleg til
þess, en handverkfæri og þau oft ekki hentug. En svo
komu búnaðarfélögin til sögunnar og útveguðu sér
hestaverkfæri, sem bændur notuðu í félagi og var það
stórt spor í áttina til hraðstígari jarðabóta, en ekki varð
veruleg bylting á því sviði fyrr en dráttarvélarnar og
tilbúni áburðurinn kom.
Steinþór á Hala var þar í fararbroddi eins og annars
staðar, þar sem um framfaramál var að ræða. Hann var
kosinn formaður Búnaðarfélags Borgarhafnarhrepps
1922 og hefur verið það óslitið síðan og átt drjúgau
þátt í búnaðarframkvæmdum þar. Jörðina Hala hefur
hann bætt svo, að nú má hún teljast með beztu jörðum
sveitarinnar. íbúðarhús og útihús byggði hann öll frá
grunni, á fyrstu búskaparárum sínum, og töldust þau
fvrirmyndarbyggingar á þeim tíma.
Steinþór hefur frá unga aldri, haft mikinn áhuga á
félagsmálum og ýmist átt frumkvæði að, eða lagt lið,
mörgum málum, sem til framfara og hagsbóta horfa,
enda hefur farið svo, að á hann hefur hlaðizt svo mik-
ið af félagsstörfum, að manni finnst ótrúlegt að bóndi,
sem oft hefur verið einyrki, eða í mesta lagi haft
ungling til aðstoðar við heimilisstörfin, skuli hafa get-
að sinnt þeim öllum og það eins vel og Steinþór hefur
gert. En það hefur ævinlega verið svo, að hann hefur
virzt hafa nægan tíma til að sinna þeim, en þrátt fyrir
það sést ekki að heimilið hafi misst neitt þeirra vegna.
Vil ég svo að endingu telja hér flest þau félagssam-
tök, er Steinþór hefur átt þátt í að stofna og veitt for-
stöðu ásamt opinberum störfum:
1. Stofnaði Iestrarfélag í Suðursveit 1911. Kosinn
formaður þess 1912 og var það síðan, þangað til því
190 Heima er bezt