Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 7
var breytt í hreppsbókasafn um 1940, en hafði á hendi val á bókum fyrir félagið miklu lengur. 2. Stofnaði ungmennafélagið „Vísir“ 1912, og var formaður þess í 30 ár. Baðst þá undan endurkosningu. Stofnendur félagsins voru 11, en innan fárra ára töld- ust þeir um 70. 3. I stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga frá stofn- un þess og er það enn. 4. Formaður Búnaðarfélags Borgarhafnarhrepps (eins og áður getur) í 40 ár og er það enn. 5. Formaður Jarðræktarsambands Mýra- og Borgar- hafnarhrepps í 14 ár til 1961. Baðst þá undan endur- kosningu. 6. Formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga frá stofnun þess 1950. Er það enn. 7. Formaður Bílfélags Borgarhafnarhrepps meðan það starfaði. 8. Formaður Hrossaræktarfélags Borgarhafnarhrepps um 30 ár. 9. í stjórn Menningarfélags Austur-Skaftfellinga nær 20 ár. Baðst þá undan endurkosningu. 10. í hreppsnefnd Borgarhafnarhrepps síðan 1925. 11. Formaður skólanefndar í Suðursveit í 25 ár og að hans tilhlutun byggður heimavistarskóli þar á árunum 1947-1950. 12. Annar fulltrúi Austur-Skaftfellinga á fundurn Stéttarsambands bænda frá stofnun þess. 13. Sat marga aðalfundi Búnaðarsambands Austur- lands, meðan Austur-Skaftafellssýsla var í því sambandi. 14. Hefur átt sæti í skattanefnd nær 40 ár og er svo enn. 15. Atti frumkvæði að fulltrúafundum bænda í Austur-Skaftafellssýslu 1944 og hefur alltaf síðan ver- ið einn af fulltrúum sveitar sinnar á þeim fundum, en þeir hafa verið haldnir árlega síðan. 16. Trúnaðarmaður Brunabótafélags íslands yfir 30 ár og er það enn. 17. Símstöðvarstjóri á Hala síðan landssímalínan var lögð vestur um Skaftafellssýslu um 1930 og er það enn. 18. Á síðastliðnum vetri var stofnað „Menningar- samband Austur-Skaftfellinga og var Steinþór þá kos- inn formaður þess. Þessa upptalningu set ég hér sem sýnishorn af því sem Steinþór hefur 'haft á hendi að vinna fyrir sveit sína og sýslu, auk þess að stunda búskapinn, sem hann hefur þó gert með mestu prýði. En það er langt frá því að hér sé allt talið. Hann hefur átt frumkvæði og unnið að mörgum fleiri framfaramálum Austur-Skaft- fellinga. Þetta sýnir betur traust það er sveitungar og sýslu- búar bera til hans, en hægt er að segja í langri blaða- grein. Ég lýk svo þessum línum með þökkum til Steinþórs fyrir ágætt samstarf á liðnum árum og beztu heilla- óskum í tilefni af sjötugsafmælinu. Anna Þóra Steinþórsdóttir, húsfreyja i Reykjavik, fœdd 1917, og Olafur Guðjónsson, húsgagnameistari, feeddur 1911. Dótturbörn Steinþórs, Óskar Már og Guðrún, Steinþór Þórððarson, 70 ára, og Steinunn Guðmundsdóttir, 74 ára, með yngsta barnabarnið 10 mánaða. Tekið á Hala á páskunum 1962. Heima er bezt 191

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.