Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 8
ÁSGRÍMUR í ÁSBREKKU: Ljóé úr V atnsdal VORIÐ KALLAR Enn þá heiði ert mér kær eftir neyðarvetur. Hugann seiðir sól og blær sækist leiðin betur. Hvílíkt yndi er að sjá óskamyndir þínar. Hver ein lind og laufin smá lokka kindur mínar. Fugl á hæð um heitan dag hefur kvæðaþætti. Hljómar bæði Ijóð og lag lífsins æðaslætti. Asgrímur Kristinsson. „í KIRKJUGARÐI“ Ofan halla auðnum frá elfur falla í sæinn. Vorsól fjallavötnin blá vermir allan daginn. Jarðareimur aftni frá undur dreyminn, þíður. Lognsins streymir öldum á út í geyminn líður. Að ganga hér um garðinn hafði ég kviðið. Það greyptist mér í hug, við sáluhliðið að dauðann skiptir engu, þrek né þor. En allar þessar þúfur beinum skýla, þeirra, er undir fótum okkar hvíla hljóðlát geymir þögnin þeirra spor. Hafa allir hlotið gröf og dauða hér er vistin jöfn þeim ríka og snauða þó kjörin væru misjöfn meðal vor. Tíbráröldur eyðast skjótt áðurtöldu sviði. Blómafjöldinn blundar rótt blítt í kvöldsins friði. Lækjarsitra í kveldsins kyrrð klæðist litum bláum. Draumar vitja um dagsins hirð daggir glitra á stráum. í þessu horni stendur stakur varði, stærðartákn í þessum litla garði, skýlaus heimild um þann mektarmann, sem hér hvílir, samtíð við hann skyldi svo hans hróður stæði í fullu gildi. Gleymdust ekki verkin sem hann vann Steinsins letur lúð af frosti og bríma les ei nokkur eftir skamman tíma þá er eilíf þögn og kyrrð um hann. 192 Heima er beit

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.