Heima er bezt - 01.06.1962, Page 9

Heima er bezt - 01.06.1962, Page 9
Gegnum eilífð elfur tímans streymir — aðeins fleyga hugsun lífið geymir. Brot úr lagi, ijóð, sem yljar þér, það skal verða meiri minnisvarði en marmarinn í þessum ldrkjugarði. Alla því að sama brunni her. Mannsins leit að lífsins æðstu gæðurn lánast ekki nema á andans hæðum. Dómi slíkum hlítir kynslóð hver. Og allar glæstar hallir okkar hrynja við höfum næsta fátt, um það, til minja, sem jafnan hverfur, undir tímans tröf. En ljóðið af sér alla storma stendur og stafar geislum vítt á báðar hendur svo Ijóma slær um lönd og höf. Því listin ein mun aðeins halda velli þó aldir fenni, stormar bjarkir felli og molni steinn og gleymist gröf. SUNDURLAUSAR STÖKUR Eytt og glatað er nú flest ævifatið slitið. Þröng var gata þrekið mest þurfti í matarstritið. Víkur neyð og vorar senn vetrar greiðast böndin. Taka að seiða svani enn sólbjört heiðalöndin. Bólu-Hjáhnar Nam hann ungur íslenzkt máí erfði tungu spaka. Loppu þunga lagði á sál lífsins-hungurvaka. Fyrir sunnan heiði og háls hugann binda skorður. En aftur verður andinn frjáls er við komum norður. Þegar slóðin örðug er eyddar gróðurlendur. Alltaf ljóðið yljar mér eins og móðurhendur. Bréf frá Gísla í Skógargerði Skógargerði, 9. desember 1961. Heill og sæll, Steindór! Það varð aldrei af því, að ég léti til mín heyra um það, „Hvað hægt er að gjera til að stuðla að auknum samskiptum við Vestur-Islendinga“. Nú hefur „Heima er bezt“ birt ágæta grein um þetta eftir Þorvald Sæmundsson, og sæmt hann 1. verðlaun- um, sem maklegt er. Ég ætla ekki að gagnrýna tillögur Þorvaldar, sem eru í sex liðum, en vil mæla með því, að þær beztu séu sem fyrst gerðar að veruleika. Þar vil ég fyrst nefna það að koma af stað kennslu í íslenzku í íslendingabyggðunum, sem gæti verið með farkennslusniði í sveitum eða kvöldskóla í þorpum. Það skiptir mestu máli að vekja áhuga hjá bömum og unglingum á því að læra málið, og hafa góðar bækur handa þeim að lesa og læra eftir. Víða munu vera til afar og ömmur, sem fúslega mundu Ijá sitt lið, og gætu beinlínis kennt, þegar tækin, bækurnar væru fengnar og búið að vekja áhuga og vilja barnanna til námsins. Þetta mál þolir enga bið. Þeim fækkar víst óðum vestra, sem kunna „ástkæra, ylhýra málið“, og eftir því sem þeim fækkar verður þetta torsóttara, og vonminna að geta vakið áhuga á íslenzkunámi meðal almennings. Við verðum því að hefjast handa strax, stofna félags- skap hér til að hrinda þessu í framkvæmd, og hefja fjáröflun til að standa straum af þessu. Frjáls samskot ættu að gefa góða raun, því ég er viss um að margir eru þessu hlynntir hér, og sennilega flestir vestra. Svo má fara fram á styrki frá ríki, bæjum og félögum eins og vant er. Kynnisferðir milli landanna eða gagnkvæmar heim- sóknir mundu glæða mjög löngun ungra manna vestra að nema málið. Þeir sem færu héðan ættu þá að hafa meðferðis kvikmyndir eða litskuggamyndir til að sýna, og flytja auk þess erindi um land og lýð, sem víðast 1 byggðum íslendinga vestra. Þetta tvennt, sem ég hef nú nefnt, lízt mér bezt til árangurs í tillögum Þorvaldar, allar geta þær orðið til bóta. Nú er vitað að á Akureyri eru menn, sem mjög hafa starfað að þessum málum, ferðazt vestra, og unnið að Æviskránum. Vilja þeir nú ekki beita sér fyrir þessu, sem hér er að vikið. Ég trúi þeim til að koma miklu góðu til leiðar, og þá eiga þeir auðvelt með að láta hið vinsæla og víðlesna rit „Heima er bezt“ túlka mál- ið bæði hér heima og vestra, því þangað fer það líka eitthvað. Með vinsemd og virðingu, Gísli Helgason. Heima er bezt 193

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.