Heima er bezt - 01.06.1962, Síða 11
peningum, og ef svo yrði þá vil ég biðja þig að senda
mér dálítið af nærfatavaðmáii og ekki er það guðlast
þó ég nefndi til líka eitthvað dálítið af Rjóltóbaki, ég
fékk nokkuð af þess konar frá Jakob á Grímsstöðum
næstliðið sumar og gekk það slysalaust og vel. En þó
skaltu nú samt hafa þetta eftir því sem þér er ómaks
minnst, já ég hafði nú nærri gleymt að þakka þér ást-
samlega íyrir sendinguna nefnilega ullina, sem mér
kom nú ágætlega vel. Ég hef heyrt að Jóhannes gamli
í Skógarseli vilji nú komast hingað, og ef það er satt
að hann ætli að fara, væri gott ef þú vildir segja hon-
um að mér sýnist það óráðlegt fyrir hann nú á gamals
aldri og með kornungum börnum að flytja hingað, ég
Veit að hann er dálítið efnaður en ekki nóg til þess að
komast hér vel af, það var annað mál ef hann hefði
komið hingað á yngri árum sínum, þá hefði ég trúað
honum til að komast hér áfram; ég er hræddur um að
■hann verði einn af þeim, sem þvkist vera svikinn þegar
hann er kominn hér og þyki allt hafa verið of mikið
fegrað fyrir sér. Sumir gjöra sér líka (meðan þeir eru
heima og ákafinn er að fara ) óttalega vitlausar hug-
myndir um land og lifnaðarhætti hér, svo þeir þykjast
sem von er reka nefið í allt annað þegar hingað er
komið. Ekki sá ég Jón Ólafsson þegar hann kom
hingað sumarið sem leið, en ég heyrði haft eftir hon-
um að hann hefði sagt: „Já, það sé ég að munur er á
því að lifa hér og heima,“ en ég þori að segja að hann
býr ekki betur hér en heima, ef hann á að fara að
byggja hús, ryðja land, og þar með að vinna fyrir
fjölskyldu og.hefur ekki við að styðjast annað en tóm-
ar hendurnar, og ég heid að ég megi fullyrða að með-
an við vorum báðir við bú heima að hann hafi ekki
verið meiri búmaður en ég, og er ég nú eins og þú
hefur grun um í miklu basli, þó ég sé ekki kannske
eins aðdáanlega á rassinum eins og sumir, og verð ég
þó að segja eins og Jón skáld Þorlákss.: „Hvorki þar
til orsölc er, óhóf mitt né leti.“
Það sagði mér skilvís maður, Árni Friðriksson, sem
Jón vildi fá heim til íslands með sér til að vera þýð-
andi, að hann hefði ekki viljað fara fyrir þá sök að sér
hefði fundizt að þeim mundi ekki koma saman í sögn-
um héðan. Það er mesti vandi að lýsa öllu svo rétt hér
fyrir mönnum heima, að ekkert yrði fundið að lýs-
ingunni.... Þegar við vorum í Ontario þá var það eitt
sem oklcur var sagt héðan úr nýlendunni að allar jarð-
ir (Lot) væru jafngóðar hér, en þetta er mesta fjar-
stæða, ég vildi heldur eiga eitt Lot eins og þau eru
sum, heldur en 3—4 eða fleiri, eins og þau eru mörg
þau verstu.
Ég er ráðalaus með að tína í blaðið til að fylla það
og því ætla ég að bæta hér við dálítilli sögu þó hún sé
ekki góð, til uppfyllingar.
Það er sagt frá því í Free Press (blað í Winnipeg)
að bóndi einn í Ontario hafi á næstliðnu sumri farið
við annan mann á engi sitt til að ná heim þurru heyi,
en um þær mundir var óstillt tíð, og kom mikil regn-
skúr ofan í heyið, þá varð bónda skapbrátt og for-
mælti og blótaði öllu á himni og jörðu svo fram úr
keyrði, eitt með öðru illu, sem hann sagði var það:
Að ef Guð væri nú kominn til sín sagðist hann skyldu
skera hann sundur ögn fyrir ögn með ljánum sínum,
svo segir nú sagan að hann hafi orðið fastur á fótun-
um við jörðina og ekki getað hrært legg né lið, og
ekkert komizt úr sporunum, né verið mögulegt að
hræra hann af mönnum; og seinna var sagt að hann
væri sokkinn upp að mitti niður í jörðina.
Ég veit nú ekkert um sannindi þessarar sögu og er
á tveifn áttum með að trúa henni, ég get nærri því trú-
að því að þetta sé satt, þegar ég hugsa um hvað blót
og formælingar enskra manna eru hræðilegar og ganga
iangt fram yfir allt þess háttar, sem ég hef heyrt á
íslenzku.
Ég vona eftir bréfi frá þér, og þú segir mér frá
hvernig gengur með þetta sem ég hef beðið þig fyrir,
líka þætti mér gaman að vita hvað kirkjan sú nýja hjá
þér er stór, hvað löng og breið innan veggja? Hvað
hár veggurinn undir ris, hvort krossreist eða minna?
hvar þverbitar? eða hvað margir? hvað margir og hvað
stórir gluggar? og hver tilhögun á þeim o. fl.? og hvað
margar sálir eru nú í sókninni, og sömuleiðis þætti mér
gaman að vita hvað Grenjaðarstaðarkirkja er stór, og
hvað margar sálir eru í þeirri sókn.
Vertu ævinlega bezt kvaddur af þínum gamla kunn-
ingja
Benedikt Arasyni.
Bréfaskipti
Helga Rósantsdóttir, Asi, Þelamörk, Glæsibæjarhreppi, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15
ára. — Æskilegt að mynd fylgi.
fíenna Stefania Rósantsdóttir, Asi, Þelamörk, Glæsibæjarhr.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16
ára. — Æskilegt að mynd fylgi.
Brynhildur Jónsdóttir, Hvítuhlíð Bitrufirði, Strand., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 14—16 ára.
Maria Þ. Benediktsdóttir, Hvítuhlíð, Bitrufirði, Strand.,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 10—11 ára.
Hlif Bryndis Herbjörnsdóttir, Sætúni, Breiðdalsvík, S.-Múl.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—
16 ára. — Æskilegt að mynd fylgi.
Kristín Ingólfsdóttir, Osi, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir
bréfaskiftum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Mynd
fylgi bréfi.
Jón Eiriksson, Víganesi, Arneshr., Strand., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 9—10 ára.
Sœunn Eiriksdóttir, Víganesi, Arneshr., Strand., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—14 ára.
Halldóra G. Valdemarsdóttir, Lækjargötu 9, Hafnarfirði,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára.
Þórhildur Svanbergsdóttir, Mjósundi 2, Hafnarfirði, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára.
Þorsteinn Gunnarsson, Syðri-Löngumýri, Blöndudal, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 18—20 ára. — Mynd
fylgi.
Heima er bezt 195