Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.1962, Blaðsíða 14
Þegar ég var að fara daginn eftir, benti Jón mér á vel hýstan bæ hinum megin dalsins. „Af hverju heldurðu kannski að unga fólkið vilji frekar vera þarna en annars staðar?“ spurði hann. Það sagðist ég ekki vita. „Jú, það er af því að þar er timburhús. Unga fólk- inu finnst ekki lengur nógu fínt að vera í torfbæjun- um, en tekur timburhjallana fram yfir, þó að oftast séu þeir miklu kaldari. Og af hverju," bætti hann við, „heldurðu að fólkið þyrpist til kaupstaðanna, nema af því, að þar á það greiðari aðgang að skemmtunum.“ Þetta voru skoðanir Jóns gamla á Krossastöðum á því herrans ári 1915. Hvað mætti hann þá segja nú, ef hann fengi að líta upp úr gröf sinni, þegar vel hýstir sveitabæir, búnir alls konar þægindum, standa auðir víðs vegar um byggðir landsins. Þennan dag fór ég að Fremri-Kotum í Norðurárdal. Ekkert gerðist þann dag, svo í frásögur sé færandi, en heldur fannst mér vegurinn ógreiðfær, einkum þó í Giljareitum. Ég hafði farið þessa leið fyrir tveimur árum, þá að nóttu til, og mundi því dálítið eftir um- hverfinu. Næsta dag hélt égf að Bólstaðarhlíð í Svartárdal. Þar beið faðir minn með hesta, en ég hafði áður sent hon- um skeyti og beðið hann að koma á móti mér. í Ból- staðarhlíð átti Klemenz Guðmundsson, skólabróðir minn, heima, en hann var því miður, fjarverandi og gat ég því ekki fundið hann. Daginn eftir, er við fórum frá Bólstaðarhlíð, slóst í för með okkur Brynjólfur Bjarnason frá Þverárdal, og mun hann hafa verið á leið suður á land. F.kkert þekkti ég hann áður, en hafði oft heyrt á hann minnzt. Hann var listfengur gáfumaður, manna kurteisastur og hinn elskulegasti í umgengni. Þegar líom ofan í Langadal, sá ég, að Húnaflói var fullur af hafís og var ekki hægt að sjá út yfir ísbreið- una. Eitthvað mun hafa verið stanzað á Blönduósi. Þar 'hitti ég Einar Erlendsson, sýsluskrifara, en hann tók sér seinna ættarnafnið Blandon. Einar þekkti ég frá fyrri tíð. Hann bað mig, er ég færi austur aftur, að taka fyrir sig sex hesta, sem hann hafði keypt fyrir menn á Hólsfjöllum. Kvað hann hestana tamda og mætti ég nota þá á leiðinni, ef ég þyrfti með. Ég lof- aðist til að gera þetta, og það því fremur, sem hestar mínir voru helzt til fáir, svona langa leið. Ekki hafði ég þó orð á því. Við fórum yfir Húnavatn á vaðinu og hafði ég gam- an af að fara þessar fornu slóðir. Auk þess, sem þessi leið var mikið styttri en sú vanalega, lá hún fram hjá Þingevrum, en þangað hafði ég hugsað mér að koma. Ekki varð þó af því í þetta skipti, en menn hittum við í fjárrétt við túnið og gat ég þar heilsað upp á nokkra kunningja. Að Leysingjastöðum komum við aftur á móti, enda vildi ég ekki fara svo um, að ég heilsaði ekld upp á gamlan húsbónda. Guðjón á Leys- ingjastöðum var sonur Jóns Asgeirssonar á Þingeyrum og hafði ég tvívegis verið hjá honum, sem drengur. Vel var okkur teldð þar og þurfti Guðjón margs að spyrja. „Þú ert þá orðinn Jökuldælingur og átt líklega sauði, sem hafa þverhandarþykkar síður, líka þeim, sem gengu í Odáðahrauni hér áður fyrr,“ sagði hann, og var ekld laust við að glettni væri í svipnum. „Lítið held ég fari nú fyrir sauðaeigninni, enn sem komið er,“ anzaði ég, „enda er eklci orðið svo margt af þeim á Jökuldal, frekar en víða annars staðar.“ Þegar við Guðjón höfðum dregið olckur nokkuð út úr, spurði hann: „Hvernig líkar þér annars þarna fyrir austan?“ „Það er ekki ástæða til annars en að mér líki þar vel,“ svaraði ég, „þar sem ég er giftur ágætri konu og þegar farinn að búa.“ „Jæja,“ sagði Guðjón. „Ekki hefði mér nú samt dottið í hug að þú myndir flytja svona langt og því síður að þú ætlaðir þér að gerast bóndi, því.að ég hef alltaf litið svo á, að þú værir ekki mikið gefinn fyrir búsltap.“ „Það er víst rétt athugað hjá þér, Guðjón, ég er ekld mikið gefinn fyrir búskap og ætla heldur ekki að gera hann að ævistarfi. Ég hef hann svona með kennsl- unni, til að byrja með.“ „En heldurðu að foreldrum þínum falh vel að flytja svona langt í burtu?“ spurði Guðjón enn fremur. Ég var seinn til svars, því að undir niðri óttaðist ég hið gagnstæða. „Eg vona það, enda mun ég gera allt sem ég get til þess að þeim geti liðið sem bezt,“ svaraði ég. „Já, ekki efast ég um það, og er vonandi að þér tak- ist það,“ sagði Guðjón að lokum. Frá Leysingjastöðum héjdum við svo að Gröf í Víði- dal, en þar áttu foreldrar mínir heima. Húsráðendur í Gröf voru þá Jón Bjarnason og Rósa Stefánsdóttir, foreldrar Bjarna Jónssonar, úrsmíðameistara á Akur- eyri. Nú, þegar komið var að leiðarlokum, voru átta dag- ar liðnir frá því að ég fór að heiman. Allt hafði enn gengið eftir fyrirframgerðri áætlun, en til þess að svo mætti verða ferðina út, mátti ég ekki vera um kyrrt nema sex daga. Þá daga notaði ég til að heimsækja vini og kunningja á næstu bæjum, og eins til þess að búa út farangur foreldra minna, en hann ætlaði ég að senda með skipi til Reyðarfjarðar, ef einhvern tíma gæfi fyr- ir ís. Var farangurinn fluttur til Blönduóss og settur þar á skipaafgreiðsluna. Þegar áður nefndir dagar voru liðnir, og ekkert var lengur að vanbúnaði, var aðeins eftir að kveðja. Þar sem hugur minn var bundinn í öðrum landsfjórðungi, og ég skoðaði mig frekar sem gest, fann ég minna til þeirrar stundar, en eðlilegt hefði verið. En geta má sér til, að foreldrum mínum hafi fallið þungt að skilja við allt, sem þeim var kært á þessum stöðvum. En \ hvernig sem hugarfar þeirra hefur verið, varð ég ekki var við annað en þau væru ánægð og hyggðu gott til fararinnar. 198 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.