Heima er bezt - 01.06.1962, Page 17
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
Bjartir dagar — Dýrmœtir dagar
Hamingjuaagar
Pegar þessar hugleiðingar mínar koma fyrir augu
lesendanna, mun verða komið nálægt sólstöð-
um. „Nóttlaus voraldar veröldu ræður þá ríkj-
um. Bjartir dýrðardagar lýsa þá landi og þjóð.
Hinir sólbjörtu mánuðir júní, júlí og ágúst eru dýr-
mætir dagar og hamingjudagar. Velferð þjóðarinnar,
hagur og hamingja veltur mjög á þessum björtu dögum
sumarsins.
Fyrst vil ég minnast á birtuna og fegurðina. Móður-
máiið okkar, íslenzkan, er orða jrjósöm, og oft á móð-
urmálið mörg orð yfir sama hugtakið, en hitt er miklu
sjaldgæfara að tvö orð séu notuð jöfnum höndum um
sama hugtakið, en þetta er gert með orðin bjartur og
fagur. Við segjum ýmist að veður sé bjart, eða veður
sé fagurt. Eða við segjum í dag er bjart veður og fag-
urt. Við segjum ýmist að svipur manns sé bjartur eða
fagur og lýsingarorðin fagur, bjartur og góður eru
órjúfanlega samtengd í málinu. Talið er að iandið okk-
ar, ísland, sé óvenjulega fagurt land. En þótt náttúru-
fegurð íslands geti verið stórkostleg og heillandi, þeg-
ar allt er hulið snjó, þá er náttúrufegurðin í hugurn
okkar fyrst og fremst tengd sólbjörtum sumardögum.
Ég hef átt því láni að fagna að ferðast mikið um ís-
land, bæði á björtum dögum sumarsins og í harðviðr-
um og stórhríðum vetrarins, en fegurðin í huga mín-
um er þó einkum tengd hinum björtu, sólríku dögum.
Fyrir átján árum síðan, fór ég á sólbjörtum mánuði
víða um landið og kom á marga fegurstu staði landsins
í einum og sama mánuði.
Ég fór víða um Austurland og Norðurland og ég
kom líka í byggðir Breiðafjarðar. Ég fór um Fljótsdals-
hérað og kom á friðsælum, sólbjörtum júlídegi í Hall-
ormsstaðaskóg. Þar er gróðursælt og undrafagurt. Ég
kom í Atlavík í Hallormsstaðaskógi, en Atlavík gleym-
ir enginn, sem þangað hefur komið. f sömu ferð fór
ég yfir Möðrudalsöræfi og Hólsfjöll, og naut sólar-
innar nakinn í 20 stiga hita á háfjöllum Möðrudals-
öræfa. Er mér útsýnin ógleymanleg. Hvergi sást ský-
hnoðri á lofti og hábungur Vatnajökuls hylltu uppi
bjartar og fagurskyggðar.
Ég kom að Dettifossi og í Ásbyrgi og ég var á
Reykjaheiði um miðnæturskeið sólstöðudaginn og sá
Grímsey hilla uppi eins og sólgullinn vígdreka á haf-
inu.
Ég fór um hinar fögru byggðir Eyjafjarðar, gróður-
sælar og búsældarlegar. Ég fór yfir Skagafjarðar fögru.
byggðir og leit yfir fjörðinn á bjartri, lognkyrri kvöld-
stund frá Arnarstapa og sá Drangey speglast í lognslétt-
um firðinum.
Að loknu þessu unaðslega ferðalagi, var ég um mið-
næturskeið staddur á innri brún Kerlingarskarðs. Þeirri
fegurð, er þá blasti við sýn, er naumast hægt að lýsa.
Draumhlý næturkyrrð hvíldi yfir héraðinu. Fjörður-
inn var lognsléttur og ljósklædd þokubelti um fjalla-
brúnir, en dalalæða um láglendið. Enn þarf ég ekki
annað en loka augunum um stund, til að sjá þetta allt í
huga mér.
Þessar minningar frá sólbjörtum sumardögum eru