Heima er bezt - 01.06.1962, Síða 19

Heima er bezt - 01.06.1962, Síða 19
Fjallasjn frd Möðruclal. dropum. Mig minnir að doktor Ólafur teldi að í Þing- vallavatni væri um einn þriðji úr triljón vatnsdropa. Og enn sagði doktor Ólafur: „Já, — triljón er vissulega stór tala.“ Já, vissulega eru sólríkir sumardagar á íslandi ekki einungis fagrir, bjartir dagar, heldur líka dýrmætir dagar. Ég nefndi líka í upphafi hamingjudaga. Vík ég þá að lokum að því, hvað séu sannir hamingjudagar. Þótt veðrið sé fagurt og mikið aflist, þá er ekki víst að dagarnir séu öllum hamingjudagar. Á blíðum dögum geta óhöpp að höndum borið og sorgin getur líka heim- sótt á sólskinsdögum. Hamingjan er innra hnoss, og enginn öðlast sanna hamingju, nema hann sé sáttur við sjálfan sig, og sönn hamingja er oft fólgin í því, að hafa getað rétt hlut lítlimagnans eða gert eitthvert góðverk. Stundum er líka sem höpp og hamingja fylgi hverju manns fótspori, en stundum eins og allt snúist á verri veg. „Þessum degi hef ég glatað,“ sagði Trajanus hinn ágæti keisari Rómverja, ef einhver dagur hafði liðið svo, að hann hefði ekki gert citthvert góðverk. Hann hafði sett sér það mark, að gleðja einhvern eða hjálpa einhverjum á hverjum degi. Þetta var fallegur ásetn- ingur, sem vafalaust hefur oft veitt hinum göfuga keis- ara óblandna gleði. Lífsreglur skáta eru líkar hugsjón þessa ágæta keisara. Þeir vilja ætíð vera viðbúnir að veita hjálp, ef einhver er í nauðum, og helzt láta eitt- hvað gott af sér leiða á hverjum degi. Þessa lífsreglu ætti hvert ungmenni, bæði drengir og stúlkur, að temja sér. Mörg tækifæri gefast daglega, bæði í leik og starfi, umferð og önnum dagsins. Stundum gefast tækifærin allt í einu af hendingu eða ósjálfráðum atvikum, en stundum getum við veitt hjálp og fyrirgreiðslu af ráðnum huga. Ef við sjáum glerbrot á götu og fjarlægjum það, og komum því fyrir, þar sem það getur engum mein gert, þá gerum við ef til vill góðverk. Ef við sjáum borðbút liggja á almannafæri, með hárbeittan nagla standandi upp í loftið, og snúum borðbútnum við, svo að nagl- inn viti niður, þá höfum við ef til vill forðað slysi. Ef við lokum opnum brunni, þar sem óvitabörn eru á ferð, þá hyrgjum við brunninn áður en barnið er dottið í hann. Ef við gætum þess að skilja aldrei eftir ólokaðan bíl á almannafæri, þá getum við forðað stórslysi. En þetta er jafnframt lagaleg skylda. Þannig gefast tæki- færin daglega, og vitundin um það, að hafa sýnt var- kárni og gætt skyldunnar veitir okkur óblandna ánægju og hamingjutilfinningu. Stundum heppnast að forða slysum og óhöppum, ef lánið er með okkur. Er þá eins og einhver hulin hönd sé í verki með, svo athyglin vakni og handtakið lánist. Um þetta eru til mörg dæmi. Ég get í þessu sambandi sagt sanna sögu, þar sem mér sjálfum auðnaðist að rétta hjálparhönd og forða alvarlegu slysi. Fyrir nokkrum árum þurfti ég að tala við lækni í Reykjavík. Biðstofan var lítil á efri hæð hússins og dyrnar rétt við stigann, þegar upp var komið. Stiginn var brattur, gamall úr steinsteypu, og ekki dúklagður. Læknirinn var mjög eftirsóttur og margir þurftu við hann að tala. Þegar ég kom að, var biðstofan litla yfirfull og eitt- hvað af fólki stóð á ganginum fyrir utan og í efstu stigaþrepunum. Ég fór því ekki lengra en í anddyrið niðri og beið þar við stigann þar til eitthvað rýmdist til uppi. — í efsta stigaþrepinu stóð ung kona og hjá henni lítil stúlka sjö til níu ára gömul. Litla stúlkan var eitt- hvað að snúast á efsta stigaþrepinu og missti allt í einu jafnvægið og stakkst á höfuðið niður snarbrattan, steinsteyptan stigann. Mér brá við og konan hljóðaði upp — og ekki mátti skeika minnsta broti úr sekúndu, að ég næði til stúlkunnar. En lánið var með mér. Þetta var einn hinna yndislegu hamingjudaga. Ég fékk gripið stúlkuna áður en höfuð hennar snerti steintröppurnar. Slysi var forðað. Konan og litla stúlkan þökkuðu hlý- lega hjálpina, og einhver ólýsanleg gleðihrifning gagn- tók mig. Þessi dagur er mér ógleymanlegur. Ég beið ekki lengur eftir lækninum, heldur gekk út í umferðina á fjölfarinni götunnirÉg gat varla dulið gleði mína og þakkaði guði í hljóði fyrir þessa ham- ingjustund. Ekki veit ég til þess, að ég hafi séð nokk- urn tíma eftir þetta, litlu stúlkuna og móður hennar, og ef til vill hafa þær gleymt þessum atburði, sem mér er svo kær, og ef til vill hafa þær ekki gert sér að fullu grein fyrir því, hve hættan var mikil, úr því að svona lánlega tókst til ,en ég tel þessa augnabliksstund ein- hverja mestu hamingjustund lífs míns. Heima er bezt 203

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.