Heima er bezt - 01.06.1962, Page 21
Það er bersýnilegt, að Ijóðið Hjálmar og Hulda hef-
ur verið mjög vinsælt á sinni tíð. Mér hafa nú borizt
um þrjátíu afrit af kvæðinu, víðsvegar að af landinu.
Og þess vil ég geta, að frágangur á þessum afritum er
yfirleitt framúrskarandi góður. Skriftin yfirleitt ágæt
og réttritun góð. Verður ekki annað sagt en konur
tuttugustu aldarinnar séu vel sendibréfsfærar, en af
þessum þrjátíu afritum, eru aðeins þrjií frá karlmönn-
um. Þakka ég kaupendum og lesendum tímaritsins kær-
lega þessi ágætu afrit. En þrátt fyrir það, að frágangur
á afritunum sé svona góður, er orðamunur allmikill og
enn hefur mér ekki gefizt tími til að bera þau nákvæm-
lega saman, en helzt vildi ég ná í handrit þýðandans
sjálfs, en ljóðið er þýtt úr norsku. Ég mun því fresta
birtingu um sinn, en áreiðanlega birtist kvæðið á næst-
unni.
En þá er að snúa sér að bréfunum. Fjölmargir bréf-
ritarar biðja um ljóðin „Ást, ást, ástu og „Sveitaballu,
sem Ómar Ragnarsson hefur sjálfur ort og sungið í út-
varp og víða um land við ágætar undirtektir.
Um þessi ljóð hafa beðið: Gunna, Þóra og Björk,
Hnappavöllum, Guðni, Beta í V.-Hún., Inga, Birna,
Sigrún í Kolugili, Sigurósk í Hlíð og Kamilla í Gjögri
o. fl. — Og hér birtast þá þessi ljóð:
Sveitaball,
já, ekkert jafnast á við sveitaball,
þar sem að ægir saman allskyns lýð
í erg og gríð
að kela kátt —
— hver á sinn hátt.
Þar eru ungmeyjar
og allt uppí uppskorpnaðar gamlar kerlingar.
Já, þar er úrval mest
og menn sér skemmta bezt
ef það er ekta sveitaball.
Sveitaball.
Það er í orðsins merking sveita-ball.
í hrundahamstri maður svitnar þar
og hitnar þar
af átökum
að reyna að ná tökum
á einhverri.
Með skörpum augum menn þar skima lon og don
í sveita andlitis að leita að andliti,
sem gefur góða von.
Sveitaball.
Öll kvennagullin elska sveitaball.
Því næði gefst þeim til að gramsa þar
og kjamsa þar — á kjömmunum
— jafnvel á ömmunum.
Og öll þau ó-
hljóð úti á hlaði mynda hrærigrautarglaum
er breimakattarbrölt
blandast við vélaskrölt,
rokklög og stapp og kjaftakraum.
Sveitaball.
Já, allir töffar elska sveitaball.
Á bílum glanna þeir úr borginni
og bokkunni
þeir hampa hátt.
Sinn mikla mátt þeir sýna
meyjunum
og slást og slarka
og sláni margur síðast skreið.
Svo drauað dauðum heim
svo dál’tið sjatni í þeim
því annars yrði mamma reið —
og „kallinn“ alveg „knall“.
Þá yrði engin leið —
að fá að skreppa á skrall
á skæslegt sveitaball.
ÁST - ÁST - ÁST
Ég var að brjóta um það heilann í bólinu í gær
hvernig bæri að skilgreina ást.
Af hennar völdum hefur margur maður orðið ær
og enn fleiri byrjað að slást.
Ástin kvelur margar konur
og kostar lífið rnenn —
en við þörfnumst hennar öðru hverju enn,
þannig, að af þessu ætti að sjást,
að það er erfitt að skilgreina ást.
Ást, ást, ást, —
snemma að morgni,
ást, ást, ást, —
seint að kveldi.
Ást, ást, ást, —
dag og nótt.
Ástin er eins og hitasótt.
í suðurlöndum senjorar um senjorítur kljást
af sjóðandi heitri ást.
í eyðimerkurhitanum þeir hamast við að slást
og fá hitaslag af tómri ást.
En á Lækjartorgi á stefnumóti líða menn og þjást
í lemjandi norðanhríð að frjósa í hel af ást,
þannig, að af þessu ætti að sjást,
að það er erfitt að skilgreina ást.
Heima er bezt 9Q5