Heima er bezt - 01.06.1962, Page 22

Heima er bezt - 01.06.1962, Page 22
Ást,.ást, ást, — o. s. frv. .... ást, syðst og nyrzt, örvar blóðrás og matarlyst. Skrjóður margur „rúntinn“ skröltandi fer og skrönglast hann af tómri ást. Rúnt eftir rúnt þeir megna að mjaka sér unz meyjarnar upp í þá fást. En á afviknum stað þeir komast undireins í þrot þá veldur ástin benzínleysi eins og skot, þannig, að af þessu ætti að sjást, að það er erfitt að skilgreina ást. Ást, ást, ást — o. s. frv. Á ýmsan hátt bregðast menn ástinni við Um einn mann ég gott dæmi á. Hann neytti hvorki svefns né matar, manngreyið og varð magur af ástarþrá. En svo rak hann sig á það, er hann átti þá mær að ástin verkar fitandi á þær, þannig, að af þessu ætti að sjást, að það er erfitt að skilgreina ást. Ást, ást, ást, — snemma að morgni. Ást, ást, ást, — seint að kveldi. Ást, ást, ást, — dag og nótt og afleiðingin varð léttasótt. Ljóð og lög eftir þá bræður Jón Múla Árnason og Jónas hafa orðið sérlega vinsæl. Hér birtist eitt ljóð við lag eftir Jón Múla, sem sungið var í leikritinu: „Allra meina bótu. Ljóðið heitir: „Það, sem ekki má“. Ef þú vinur vilt mér einni hjá einni hjá að vera það er ýmislegt, sem ekki má ekki má þá gera. Biðja mig og biðja mig biðja mig að faðma þig. Það er meðal annars það, sem ekki má. Horfa inn í augu mín eins og ég sé stúlkan þín. Það er meðal annars það, sem ekki má. Vekja aftur hjá mér heita þrá heita þrá með brosi þínu. Það er meðal annars það, sem ekki má. Láta hjartað alltaf örar slá örar slá í brjósti mínu. Það er meðal annars það, sem ekki má. Leggja síðan kinn við kinn kyssa heitan vanga minn. Það er meðal annars það, sem ekki má. Segja að þú viljir viljir fá viljir fá að elska mig. Það er meðal annars það, sem ekki má. Biðja mig að svara og segja já segja að ég elski þig. Það er meðal annars það, sem ekki má. Lengri verður ekki þessi þáttur í þetta sinn. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. Eftirmáli við Tómasar-spjall Síðasta hefti af Heima er bezt flytur forsíðumynd af öldungnum Tómasi Tómassyni, fyrrum bónda í Bakka- seli, Egilsá, Auðnum o. v., svo og viðtal við hann, eitt hundrað ára gamlan. Mér þótti vænt um þetta. Tómas er mér eftirminni- legur alla stund frá því er ég var á barnsaldri. Hann var þá nokkrum sinnum kaupamaður hjá foreldrum mínum, eina viku eða tvær hverju sinni. Ég hændist að honum og dáðist að honum. Bar þar margt til. Tómas var föngulegur í sjón og bar sig manna bezt, kátur jafnan og hress í bragði, hvatlegur og harðlegur, albú- inn þess að mæta hverri raun, — eða svo hefur mér jafnan fundizt. Mun hann og eigi sjaldan hafa þurft á allri sinni karlmennsku að halda, því að eigi reyndist honum alltaf gatan greið. Eigi er mér síður minnisstætt hvílíkur afburða verk- maður Tómas í Bakkaseli var. Sláttumaður var hann frá- bær, en slíkir menn voru öðrum meiri í mínum augum á þeim árum. Og ekki dró úr, að hann var snjall hesta- maður. Allt leiddi þetta til þess, að maðurinn varð mér næsta minnisstæður. Ekki er að sjá að Tómas Tómasson sé enn kominn á raupsaldurinn, þótt orðinn sé hundrað ára, svo hlé- drægur, sem hann er í áður greindu viðtali. Er mér þó ekki grunlaust um, að ýkjulausar afrekasögur, ef til vill ekki svo fáar, kynni hann að geta sagt af sjálfum sér, ef á því tæki. Bæði fyrir sakir þessarar hlédrægni hans svo og hins, að ég á honum gamla skuld að gjalda fyrir hugstæð kynni, þótt eigi yrðu löng, þykir mér rétt að koma þessum fáu orðum á framfæri sem eins konar eftirmála við Tómasar-spjall. Tómas var mikill maður í mínum augum, þegar ég var strákur. Hann hefur aldrei minnkað í vitund minni. 26. maí 1962. Gísli Magmisson. 206 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.