Heima er bezt - 01.06.1962, Side 23

Heima er bezt - 01.06.1962, Side 23
SJÖTTI IILUTI „Áttirðu máske von á, að hann sæti heima og biði þín?“ svaraði Ingunn þurrlega. „Það hefur víst enginn átt von á, að þú kæmir aftur og það eftir öll þessi ár.“ „Já, en nú er ég komin aftur og frétti strax, að Kalli væri ógiftur enn, svo ég lagði saman tvo og tvo og flýtti mér hingað. Ég átti eiginlega von á Kalla á Vellinum að taka á móti mér. Hafið þið ekki lesið blöðin?“ spurði hún svo undrandi. „Ojú, við lesum það helzta í þeim,“ svaraði Ingunn, „en hvernig þér gat dottið í hug, að Karl stæði á Vell- inum og tæki á móti þér, máske með rauðar rósir, það get ég ekki skilið.“ Rómur Ingunnar var hvass og kuldalegur. Ásta flýtti sér fram og tók fötin og strokborðið úr eldhús- inu og fór inn í herbergi sitt. Stúlkan horfði með skrítnum svip á eftir Ástu og spurði Ingunni, hvort hún hefði sett á stofn fæðing- arheimili, eða hvort þetta væri vinnukona hjá henni. „Hvorugt,“ svaraði Ingunn. „Þetta er frænka mín, sem er hér hjá okkur.“ „Ó,“ sagði stúlkan. „Fyrirgefðu, ég hélt samt, að þið ættuð enga ættingja." „Það fæðast víst fáir ættingjalausir,11 svaraði Ingunn þurrlega. Það var liðið á daginn, þegar stúlkan loks fór. Ing- unn varpaði öndinni léttara, þegar hurðin skall í lás á hæla henni. „Guði sé lof, að maður er laus við hana, í bili að minnsta kosti,“ sagði hún. „Það tckur á taugarnar að fá þessa stúlku í heimsókn. Hún hefur ekki batnað við veruna sína uatnlands.“ „Hvað heitir hún?“ spurði Ásta. „Sólveig Indriðadóttir heitir hún og er víst að vcrða fræg söngkona, eða eitthvað í þá áttina,“ svaraði Ing- unn. Næstu daga kom Sólveig oft, hún sagðist verða brjál- uð, ef Kalli yrði ekki kominn, áður en hún færi norð- ur í heimsókn til ættingjanna. En það fór samt svo, að hún mátti ekki vera að bíða og flaug norður daginn áður en hann kom. Ingunni létti mikið, þegar hún var laus við heim- sóknir Sólveigar. Oft var hún komin á fremsta hlunn nteð að segja Ástu frá fornum kynnum þeirra Karl- sens, en hætti alltaf við það, því henni fannst það vera hans verk að skýra Ástu frá einkamálum sínum, ef hann kærði sig um það. VII. A hverfanda hveli — Nú var komið að hinni stóru stund fyrir Ástu. Hún hafði verið lasin seinni hluta dagsins, en ekki viljað láta á því bera við Ingunni, sem varð að vinna þessa nótt. Hún hafði látið Ástu lofa því að hringja strax, þegar hún yrði lasin. Hún vissi, að óþarfi var að fara strax á sjúkrahúsið. Ljósmæðurnar kærðu sig yfirleitt ekki um að fá konurnar, fyrr en eitthvað væri farið að ganga. Hún bjó um sófann og tók til í herberginu, milli þess sem hún sat í hnipri og beið þess, að verkirnir liðu hjá. Stundum gekk hún um gólf, en það var sama, hvað hún tók sér fyrir hendur, það var ekki hægt að sniðganga þessar þjáningar, sem vildu rífa hana og slíta sundur. Loks fór hún fram til að hringja. Aleð skjálfandi fingr- um sneri hún skífunni. Einhver opnaði útidyrnar. Henni brá, svo að hún gleymdi seinustu tölunni í símanúmerinu. ,;Ásta!“ Það var undrandi rómur Karlsens, sem spurði með ákafa, hvort hún væri veik og ein heima. Hún reyndi að brosa, en það urðu bara grettur, sem end- Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.