Heima er bezt - 01.06.1962, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.06.1962, Qupperneq 24
uðu í stunu. Tárin runnu niður kinnar hennar, og hún skalf öll. „Kalli, ó hvað það var gott, að þú komst!“ Hún rétti báðar hendur til hans, hjálparvana eins og barn. Karlsen greip utan um hana og lét hana setjast á stól. „Asta mín, því ertu ein heima, hvar er mamma?“ „Hún er að vinna, ég ætlaði að fara að hringja til hennar,“ svaraði Ásta veikróma. „Ég fer með þig í hvelli,“ sagði Karlsen lafhræddur. Ásta brosti. „Það liggur ekki svo lífið á,“ hún var nú miklu hugrakkari, þegar hún var ekki lengur ein. En Karlsen var ekki í rónni, fyrr en þau voru lögð af stað. Hann hjálpaði Ástu í kápuna, en var svo skjálf- hentur, að Ásta gat ekki annað en hlegið. Svo tók hann töskuna, sem beðið hafði tilbúin í marga daga, og leiddi síðan Ástu út í bílinn. „Auminginn litli,“ sagði hann og hélt henni fast upp að sér, meðan næsta hviða leið hjá. „Þetta er hræði- legt, en það fer nú að lagast,“ hann reyndi að vera hug- hreystandi í rómnum. „Nei, það versta er nú eftir,“ svaraði hún róleg. „Guði sé lof, að ég á ekki þetta barn, ég gæti ekki afborið, að það væri mér að kenna, að þú liðir þessar þjáningar," sagði hann lágt. — Ég vildi samt óska, að það væri einmitt þú sem ættir það, svo ég gæti heimtað að þú værir hjá mér og tækir þátt í þessu öllu, og að það væri þér, sem ég gæti hreykin sýnt litla angann, þegar þetta er afstað- ið, hugsaði Ásta, en upphátt sagði hún ekki neitt. Hvítklædd hjúkrunarkona tók á móti Ástu, en vís- aði Karlsen á biðstofu, þar sem hann mátti bíða. „Gangi þér vel,“ tautaði hann og þrýsti hendur Ástu fast, áður en hún fór inn. Ekki hafði hann eirð í sér að sitja kyrr. Hann fór fram á gang til að vita, hvort hann rækist ekki á móður sína. Hann hélt áfram ganginn á enda, en sá enga sál, fór upp stiga og inn eftir öðrum gangi. Allir virtust sofa, og loks eftir að hafa gengið upp enn einn stiga, varð hann var við mannaferðir. Hann hikaði við eina hurðina, nam staðar og hlust- aði. Lág stuna barst til eyrna hans innan úr herberg- inu, og síðan skerandi óp. Hann hrökk í kút og hörf- aði aftur á bak, svo sneri hann við og tók stigann í nokkrum skrefum. Loks fann hann útidyrnar og alls hugar feginn skauzt hann út. Þarna inni hafði hann ekkert að gera. í bílnum þurrkaði hann af sér svitann. Hendurnar á honum skulfu, svo hann ætlaði aldrei að koma lyklin- um í og „setja svissinn“ á. Hann ók hægt heim á leið og þungt hugsi. Þegar hann kom inn, hringdi hann strax til sjúkrahússins að spyrja um Ástu. Önug rödd svaraði, að hún væri svo nýkomin, að það væri óþarfi að hringja strax, hann gæti spurt eftir henni með morgninum. Karlsen lagði niður símatækið, niðurdreginn og von- svikinn. Hann gat varla triiað, að þetta gæti staðið svo lengi yfir. En stúlkan hlaut að vita, hvað hún sagði. Svo tók hann að ganga um gólf, fram og aftur, aft- ur og fram. Hann rifjaði upp fyrir sér öll kynni þeirra Ástu og hugsaði um, hve barnaleg og saklaus hún var í raun og veru. Hún var góð stúlka, en þessi lífs- reynsla hennar hafði gert hana tortryggna og inn- hverfa. Henni gekk illa að tjá hug sinn, og hennar innstu tilfinningar voru honum huldar. Það var ekki víst, að hún hefði í hjarta sínu sagt skilið við kaup- mannssoninn, þó hún vildi aldrei um hann tala. Karlsen lagðist í sófann, en ekki vildi svefninn koma, hugur hans hélt áfram að glíma við erfið viðfangsefni, svo erfiðar gátur, að hann gat ekki leyst úr þeim. — Klukkan sló sex. — Nú hringi ég! sagði hann upp- hátt við sjálfan sig. Hann spurði eftir móður sinni, og eftir stutta stund heyrði hann milda rödd hennar: „Kalli, ert það þú, drengur minn?“ Það var hlátur í röddinni. „Ert þú ekki farinn að sofa, eða kannske þú sért nývaknaður?“ „Mamma!“ Karlsen var gramur, hvernig gat legið svona vel á henni. „Hvernig líður Ástu?“ „Vel, og litla frænka er stór og státin, grenjar hraust- legar en nokkur strákur.“ „Þá get ég farið að sofa,“ tautaði Karlsen. Hann vissi ekki, hvað hann ætti að segja. „Já, drengur minn, gerðu það, þú ert sjálfsagt orð- inn þreyttur.“ Nú hló hún glettnislega og lagði á án þess að kveðja. Karlsen reikaði að sófanum og henti sér niður á hann. Það var skrítin tilhugsun, að það skyldi vera von á ungbarni í þetta hús. Hann hafði aldrei haft nein kynni af smábörnum, og aldrei langað til þess. Hann teygði úr sér og breiddi teppi ofan á sig. Heldur vildi hann lenda í ofsaveðri úti á sjó en þurfa að standa í öðru eins og þessu. „Veiztu að Sólveig er komin heim?“ spurði móðir hans daginn eftir, þegar hún var búin að svara öllum spurningum hans um Ástu og barnið. Karlsen brá. „Hvað segirðu, mamma, er Sólveig komin heim, hefirðu séð hana?“ „Ó já, heldur það. Hún ætlaði að heimsækja þig fyrstan manna, gekk hér út og inn með tilvonandi húsmóðursvip á andlitinu.“ Karlsen brá litum. „Hvern fjandann var hún að gera hingað?“ „Ætli ég viti það, varla hefur hún komið í eintóma kurteisisheimsókn. Hún sagðist mundi brjálast, ef þú yrðir ekki kominn, áður en hún færi norður. Kannske ætlar hún að krækja í þig aftur.“ Karlsen gekk um gólf myrkur á svip. Móðir hans fylgdi honum með augunum. „Hún var auðsjáanlega viss um þig.“ Það var háðs- tónn í rödd Ingunnar. „Hún þarf ekki að halda, að ég sé eins heimskur og þá,“ svaraði hann. 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.