Heima er bezt - 01.06.1962, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.06.1962, Qupperneq 25
„Jæja, gott er það, sonur sæll, láttu þá ekki ánetjast aftur. Hún er stúlka sem ég gæti aldrei fellt mig við, og ekki hefur frekjan í henni minnkað við að verða fræg, en það segist hún vera orðin.“ „Hvað sagðirðu Astu um Sólveigu, mamma?“ „Ekki neitt. Það er þitt, en ekki mitt að skvra sam- band ykkar fyrir henni, ef þér finnst þörf á að segja henni það.“ „Ég vil ekki láta kjaftakerlingar lepja það í hana, ég vil heidur gera það sjálfur,11 svaraði hann. „Þér virðist stundum nokkuð annt um Ástu. Hvað ætlarðu þér með hana?“ „Hvað áttu við, mamma?“ „Það er ekki rétt af þér að vekja neinar vonir hjá henni, ef þú ætlar þér ekkert með því. Ég hef tekið eftir því, hve dælt þú gerir þér við hana stundum, en mundu að þú skalt eiga það við mig, ef þú gerir eitt- hvað á hluta hennar.“ „Ég held að þú getir verið óhrædd, mamma mín, því þótt ég ætlaði mér eitthvað með Ástu, kemur það ekki til, hún hefur oft sýnt, að hún kærir sig ekkert um mig nema sem ,frænda‘.“ „Ertu nú viss um það? Mundu að hún hefur gengið í gegnum þann eld, sem enginn sleppur óbrenndur úr. Það ættir þú bezt að vita sjálfur, Kalli minn. Hana langar kannske ekki til að brenna sig aftur og forðast því eldinn.“ Karlsen þagði, og móðir hans gekk út. — Þegar tveir dagar voru liðnir frá því lilta stúlkan fæddist, var Karlsen búinn að safna nægum kjarki til að heimsækja þær. Ingunn opnaði hurðina inn í stofuna, þar voru fimm rúm, og konur í þeim öllum. í innsta rúminu lá Ásta. Hún brosti undrandi og glöð yfir gestakomunni. Karlsen kunni illa við sig, hann lagði rauðu rósirnar ofan á sængina hjá henni og gat ekki stillt sig um að taka sængina betur ofan af litlum svörtum kolli, sem sást á við hlið Ástu. „En hve hún er lítil,“ sagði hann undrandi og horfði hissa á þetta pínulitla gretta andlit og örsmáu rósrauðu fingur, scm krepptust fast um fingur hans, þegar hann tók í höndina litlu. „Finnst þér hún ekki sæt?“ spurði Ásta. Karlsen brosti og leit til Ástu. „Hún er að minnsta kosti ekki lík þér,“ sagði hann stríðnislega. „Nú verð ég að fara og velja vagninn í stíl við telp- una,“ sagði hann og stóð upp. Ásta tók um hönd hans með báðum sínum. „Þakka þér fyrir rósirnar, Kalli,“ hvíslaði hún. Karlsen horfði í þessi dimmbláu augu, sem skinu eins og skærustu stjörnur. — Hún er ánægð með lífið núna og þarfnast mín ekki lengur, hugsaði hann dapur í hug á heimleiðinni. Hann vissi ekki, að það var koma hans, sem hafði feng- ið andlit Ástu til að ljóma. Hún hafði varla búizt við, að hann kæmi. Hún teygaði ilminn af rósunum og horfði á þær tárvotum augum, — en hve hann var góð- ur „frændi“. — Ingunn hætti að vinna úti, þegar Ásta kom heim. Hún sagðist ekki hafa unnið vegna peninganna, heldur til að hafa eitthvað ákveðið fyrir stafni, annars hefði einmanakenndin náð tökum á sér, eftir að Kalli var svo lítið heima. Nú horfði málið allt öðruvísi við. Hún fékk aldrei nóg af að vera í nálægð litla sólargeislans, eins og hún nefndi telpuna litlu. Tímunum saman sat hún við körf- una og prjónaði pínulitla sokka og peysur. Hún sagð- ist ekki hafa snert á prjónum í nærri tuttugu ár og vera orðin svo sein og stirð. Telpan fríkkaði með hverjum deginum sem leið, varð hvít og slétt í andliti og „öll yndisleg“, eins og Ing- unn sagði. Daginn sem von var á Karlsen, kom Sólveig í heim- sókn. Hún var búin að heimsækja fólkið sitt fyrir norð- an og sagðist nú verða að fara að æfa af kappi, annars ryðgaði röddin. „Ég ætla að bíða hér eftir Kalla,“ sagði hún, „og sjá hvort hann verður ekki hissa, þegar hann sér mig, en je minn góður, hvað heldurðu að hann segi, þegar þið eruð búnar að fylla húsið með barnadóti og bleyjum, eða þegar krakkinn fer að halda vöku fyrir honum með grenji á nóttunni.“ Hún talaði alltaf til Ingunnar, lét ekki svo lítið að yrða á Ástu. „Ég man svo langt,“ hélt hún áfram, „að Kalli var mér sammála um, að betra væri að hafa kött eða hund á heimilinu, en æpandi krakka, þau eru heldur ekki nema fyrir fólk, sem er svo gamalt, að það er hætt að hugsa um.sjálft sig og hefur gaman af að dútla við krakkana.“ „Ekki held ég, að ég vildi skipta á þessari litlu tátu og frægðinni þinni,“ sagði Ingunn snúðugt. Það voru rauðir dílar á vöngum hennar. Sólveig var eina mann- eskjan, sem gat komið henni úr jafnvægi, jafnvel bara með því að koma í heimsókn. „Jesús minn, Ingunn mín, þú ert nú einmitt á þeim aldri að geta þolað þessa litlu apa.“ „Ekki hef ég þó verið það, þegar Kalli minn fædd- ist.“ „Hann var nú líka slysabarn, var það ekki?“ spurði Sólveig ísmeygilega. „Hann hefur ekki verið til minna gagns í heiminum en sum þau börn, sem þó fæddust í hjónabandi,“ svar- aði Ingunn reið. — „Hvað gengur á? Eruð þið nú strax farnar að rífast út af heimasætunni, eða hvað?“ kallaði Karlsen neðan úr stiganum. Hann hafði heyrt síðustu orð móður sinn- ar, um leið og hann kom inn, og heyrt að hún var reið. Það varð dauðaþögn uppi, þangað til hann kom upp á ganginn. Það hafði komið á þær allar, þegar þær heyrðu til hans. Sólveig stökk á fætur og á móti honum. „Kalli, Kalli, komdu blessaður, loks er ég komin Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.