Heima er bezt - 01.06.1962, Side 26

Heima er bezt - 01.06.1962, Side 26
heim. Ertu ekki glaður yfir því?“ Áður en hann hafði áttað sig, hafði hún tekið höndunum um háls honum og kysst hann innilega: „Ert þú komin,“ sagði Karlsen hljómlausri röddu. Honum leið eins og hefði hann fengið ískalda vatns- gusu framan í sig, svo ýtti hann henni ákveðinn frá sér og mætti um leið spyrjandi augum Ástu. Hann heils- aði móður sinni og Ástu og spurði eftir þeirri litlu. „Vælkomin heim, ég er búinn að hlakka svo til að sjá dótturina litlu, að ég mátti varla vera að því að bíða, þangað til ég fengi frí að fara í land,“ sagði hann við Ástu og gekk að herbergisdyrum hennar. Telpan hafði vaknað við hávaðann og lét nú heyra í sér. Hún lá í körfunni með galopin augun, kreppti litlu hnefana og skældi hástöfum. Ásta tók telpuna upp og gekk með hana til Karlsens. „Hvernig lízt þér á hana, þykir þér hún ekki hafa stækkað?" Karlsen horfði brosandi á barnið. „Hún hefur stækkað svo mikið og hvítnað, að ég hefði ekki þekkt hana aftur, hún er orðin svo falleg.“ Hann settist í stól og rétti fram hendurnar. Ásta lagði barnið í arma hans, og hann hagræddi því og horfði svo brosandi á þær allar. „Er ég ekki bærilega pabbalegur?“ sagði hann spvrj- andi. Ásta roðnaði, en Sólveig hló uppgerðarhlátri: „Þú leikur föðurhlutverkið hálf-klaufalega, Kalli minn,“ sagði hún háðslega. — „Manstu þegar við vor- um að ráðgera að fá okkur kjölturakka til að hafa á okkar heimili frekar en börn? — En þessi er nú bara sæt, eigum við heldur að fá hana?“ sagði hún svo og settist á stólarminn hjá honum og kjáði framan í telp- una, en með annarri hendinni tók hún um háls Karlsens. „Eigum við að fá hana gefins, ég þarf ekki að fá það gefins, sem ég á,“ svaraði hann rólega. Sólveig stóð upp rjóð í vöngum. „Þú átt ekkert í henni!“ sagði hún. „Á ég hana ekki? Þér gengi áreiðanlega illa að sanna það, auk þess er hún svo lík mér, að það leynir sér ekki. Þú sérð nú bara hárið, er það ekki frá mér, og augun og nefið!“ Það var ertni í málrómi hans. Ásta og Ingunn fóru fram í eldhús og létu þau eiga sig með orðahnippingar sínar. Ingunn hló, en sagði svo: „Kalli hefur betur í þessari lotu, en óvíst er hvort sigrar að lokum. Hún er sauðþrá og frek, svo allt verð- ur undan henni að ganga. Eg gæti trúað að honum gengi illa að bíta hana af sér. Elenni þykir hann líklega eigulegri og vænlegri til fjáröflunar, þegar hann er orðinn stýrimaður, en meðan hann var bara háseti.“ Ásta horfði spyrjandi á Ingunni. „Voru þau mikið saman?“ spurði hún lágt. „Það er bezt að hann segi þér það sjálfur, Ásta mín.“ „Hann þarf ekki að skrifta fyrir mér, ég hef ekki neinn rétt til að hnýsast í einkamál hans,“ sagði Ásta. Telpan lá og svaf vært, þegar Ingunn kom inn til þeirra skötuhjúanna. Hún kallaði því í Ástu, sem tók barnið og lagði í körfuna. Augu þeirra Karlsens mætt- ust andartak yfir sofandi barninu, og hann tók fast um hönd hennar. Hvað skyldi hann ætla sér? Hún þorði ekki að vona neitt eða búast við neinu. Eins og brennt barn forðast eldinn, forðaðist hún Ivarlsen. Hún vissi sjálf, hve lítils vilji hennar mátti sín, þegar hún var í návist hans. Hún treysti ekki sjálfri sér. Hún ætlaði að láta sér nægja litla indæla barnið sitt. Því skyldi hún ekki geta lifað fyrir það, eins og Ing- unn hafði gert fyrir Karlsen? Friðgeir og allt þeirra samband var orðið eins og fjarlægur draumur, sem hún hugsaði sjaldan um, enda var fátt sem minnti hana á hann. Telpan líktist honum ekki hið minnsta, hún var ekki heldur lík henni sjálfri. Sólveig var ekki á því að gefast upp. Hún var á hæl- um Karlsens alla þá daga, sem hann var í landi og fékk hann með kænsku til að fara hitt og þetta, sem hann hafði þó ekki ætlað sér, til dæmis í bíó og á einn dansleik. Hún ætlaði sér að sigra, hvaða ráðum sem hún þyrfti að beita, en hún var srneyk við Ástu. Sú var þó bót í máli, að Ásta reyndi ekki neitt til að keppa við hana, hún gat ekkert gert nema beðið úrslitanna. Sólveigu duldist ekki, að hér var hættulegur keppi- nautur. Og þótt Ásta ekki nema hreyfði litlafingur, væri Karlsen hennar, en þetta vissi Ásta ekki, og varla Karlsen sjálfur. Ekki vissi Sólveig samt, hvað Karlsen gæti séð við þessa grönnu, ljóshærðu stelpu, sem ekkert gerði til að halda sér til eða fegra útlit sitt. Hárið var það eina, sem hún öfundaði Ástu af. Það var mikið og fallegt, sjálfliðað. Sólveig var að hugsa um að gera alvöru úr því að verða ljóshærð. Hún var orðin hálfleið á þessum rauða lit, sem hún var búin að nota á annað ár. Hún mundi varla, hvernig hún var hærð frá náttúrunnar hendi. Þau Karlsen hnakkrifust oft, en hún lét það ekki á sig fá, var strax orðin jafn elskuleg aftur, en hugsaði honum þegjandi þörfina, þegar þau væru gift, þá skyldi hún velgja honum undir uggum, en eins og á stóð, varð hún að fyrirgefa honum allt og herða tangarhald- ið, sem hún taldi sig vera búna að ná á honum. Eina nóttina kom Karlsen ekki heim. Undir hádegi kom hann, niðurdreginn og í illu skapi, en enga skýr- ingu gaf hann á fjarveru sinni. Aftur á móti lék Sól- veig við hvern sinn fingur, þegar hún kom eftir há- degið til að fylgja honum til skips. Karlsen sagði: „Mamma, þú kemur með mér og Ásta líka, Helga eða mamma hennar passa litlu á meðan.“ Hann var biðjandi í málrómnum. „Mér sýnist þér vera boðin betri samfvlgd en okk- ar,“ svaraði hún. „Mamma mín, þú kemur eins og þú ert vön, ég veit ekki nema Sólveig fari um borð og fari með skipinu." „Svo þú ert hræddur við hana,“ sagði Ingunn ofur- lítið háðslega. 210 Ueima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.