Heima er bezt - 01.06.1962, Side 29
um að hrista þetta af sér, svona nokkuð gæti alltaf
komið fyrir, og kæmi fyrir árlega einhvers staðar. Ekki
dygði að taka sér það of nærri.
Þau fóru nú aftur á bak og riðu heim að Bökkunum.
Þau bundu hestana á streng og fóru að skoða bæinn.
Þetta þótti þá nýtízku bær, fjögur bæjarþil fram á hlað:
Vestast baðstofan, svo bæjardyr, því næst stofuhús með
búri í norðurenda, austast skemma. Eldhús var norður
af bæjardyrum og sneri þvert við húsaröðinni, í aust-
ur og vestur. Smiðja átti að koma austan við skemmuna,
líklega yrði hún ekki byggð fyrr en í haust.
Kristín opnaði stofuhurðina og leit inn. Stofan var
öll þiljuð í hólf og gólf. Gluggi á miðju þili fram á
hlað. Var hann með sex rúðum. Námu þau ekki staðar
í stofu, en héldu áfram inn í búr. Gluggi var á því til
norðurs með tveimur rúðum. Gaflöðin öll á bæjarhús-
unum voru hlaðin úr grjóti og torfi, eins og veggir, en
þökin tyrfð. Utan á raftana hafði verið látin hella, svo
að eigi var hætt við leka. í búrinu var að sjálfsögðu
moldargólf. Yfir stofunni átti að koma svefnloft fyrir
vinnumenn, en lágt var þar uppi, varla hægt að standa
uppréttur undir mæninum. Eigi var þar farið að þilja
neitt. í svefnloftið átti að ganga úr búri, en stiginn
ekki enn þá kominn.
Úr bæjardyrum var gengið vestur í baðstofuna.
Þetta var fjósbaðstofa eins og tíðkaðist þar um slóðir.
Tréstigi lá upp á baðstofuloft. Var stiginn ekki hár,
því baðstofuloftið var ekki nerna röskum tveim álnum
hærra en gólfið í búri og bæjardyrum. Við hliðina á
stiganum vinstra megin voru litlar dyr, en um þær
var gengið undir pallinn. Var gólfið undir pallinum
fcti lægra en búrgólfið. Þarna áttu kýrnar að vera að
vetrinum. Fyrir þessum litlu dyrum var skellihurð, fell
hún aftur sjálfkrafa. Aðaldyrnar undir pallinn lágu
beint inn af hlaðinu. Um þær skyldu kýrnar ganga.
Þau gengu upp stigann, upp á baðstofuloft. Bað-
stofan þótti mikið hús, 12 álnir á Iengd. Hún var með
skarsúð og var það ekki nema á beztu bæjum, að slíkur
íburður var þá viðhafður í húsagerð. Frcmsta stafgólf-
ið var þiljað af upp að skammbita og var þar hjóna-
húsið. Þrjú fet voru frá palli upp að syllum og var
þiljað innan á stoðirnar með breiðum borðum. Með
báðum hliðum áttu að koma rúm, en eigi voru þau
enn ncma þrjú fullger, og hið fjórða í hjónahúsinu, hið
tilvonandi hjónarúm. Á gaflaðinu var tveggja rúðu
gluggi, enda ætlazt til, að nyrzta stafgólfið yrði þiljað
af eins og það fremsta, cf þörf gerðist. Þá var kvist-
gluggi með tveim rúðum á miðstofunni og sneri í
vestur.
Kristín leit í kringum sig, er upp á pallinn kom og
var ánægð á svip. Svo gekk hún rakleitt inn í hjóna-
húsið. Þar var fjögra rúðu gluggi á stafninum og vel
bjart. Hún leit út um gluggann. Brynjólfur var kom-
inn að hlið hennar. Hann tók hana í fangið og bauð
hana velkomna að Bökkunum.
Þau voru svo niðursokkin, að þau gleymdu tíman-
um. Til allrar hamingju hneggjaði Stjarni svo hressi-
lega, að þau hrukku við. Minntust þau þess þá, að þau
höfðu bundið klárana á streng. Voru þeir af skiljan-
legum ástæðum ekki eins ánægðir með tilveruna og
þau þarna í nýju baðstofunni.
„Við hefðum átt að lofa þeim að grípa niður,“ sagði
Kristín.
„Ég veit ekki,“ sagði Brynjólfur, „ég veit ekki nema
þeir fari.“
„Við getum látið þá vera með beizlinu, og við get-
um heft þá líka. Þeir verða alveg vitlausir heim, ef
þeir fá ekkert í sig.“
Svo fóru þau út, sprettu af og heftu hestana. Þau
gengu í kringum bæinn og horfðu í allar áttir. Fyrir
sunnan voru sléttur miklar og flatlendi, mýrar og fen.
í fjarska blasti á sandleirur. Var á þeim tíbrá, svo þær
virtust glærar eins og gler. Þar hillti uppi melkolla,
virtust þeir svífa í lausu lofti, en tíbráin iðandi allt
umhverfis þá. Langt í burtu í austri og norðaustri
glampaði á jökla, en í vestri og norðri voru lág fjöll
með grænar hlíðar, en sum hin fjarlægari hulin bláum
slæðum. En norðan við ána, rétt hjá nefinu á þeim, var
brunahraunið, sem svo marga hryllti við, bruninn, úf-
inn, dularfullur, biksvartur eins og ógurlegur skuggi
eða sendiboði myrkranna, og teygði klærnar alla leið
til fjalla.
Þau leiddust norður að ánni. Þarna var hún lygn og
hyldjúp og tær. Þau settust á bakkann og lögðust nið-
ur. Þau önduðu að sér blómailminum. Nokkrir óðins-
hanar syntu á ánni hjá fótunum á þeim. Uppi í loft-
inu fyrir ofan þau söng lóuþræll. Hann barði vængj-
unum og þagnaði við og við litla stund eins og til þess
að athuga, hvort nokkur hlustaði eða lofaði sig fyrir
sönginn. Svo hélt hann áfram með lagið, sem hann -var
byrjaður á og endaði það með angurblíðri og titrandi
rödd, eins og hann væri klökkur.
„Enginn fugl syngur eins vel og lóuþrællinn," sagði
Kristín. „Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann syngja
eins vel og hann. Ég held að lóuþrællinn sé yfirnáttúr-
leg vera, hann vekur hjá manni svo einkennilegar til-
finningar.“
Brynjólfur leit á hana. Hún var ekki vön að tala
svona.
„Hann syngur líka, þegar allt er fegurst á vorin,“
sagði hann.
„Það gera nú fleiri fuglar,“ sagði hún.
í þessu komu nokkrar kríur flögrandi. Sungu þær
Iíka, á sína vísu. Og enda þótt söngur þeirra væri ef til
vill ekki að sama skapi listrænn og hann var hávær, þá
heyrðist nú ekki lengur í lóuþrælnum og allir hans
töfrar roknir út í veður og vind.
Þau virtu fyrir sér bæinn aftan frá. Var hugmvndin,
að hlaða garðstubba norður úr gaflöðum baðstofu og
skemmu og tengja endana saman með löngum þver-
garði að norðanverðu. Þarna átti heygarðurinn að vera.
Áttu garðarnir að vera allt að því axlarháir. Hevgarð-
Heima er bezt 213