Heima er bezt - 01.06.1962, Síða 32

Heima er bezt - 01.06.1962, Síða 32
allt fram eftir, varð nokkuð tafsamara. Voru þeir nú yfir því báðir, Gvendur og Sveinki. En stundum þurfti Steini að fara líka. Ekki voru þó mikil brögð að því. Áin hjálpaði mikið við gæzluna. Hún var það breið og vatnsmikil, að féð lagði ekki í hana, nema kannske á vaðinu, ef það styggasta lenti þangað. Aftur á móti var það svo, að þegar Gvendur fór út að Efri-Völlum, tafðist Steini nokkuð við féð. Þegar komið var fram undir veturnætur, var hús- byggingum lokið. Þá var komið fjárhús, sem tók sex- tíu til sjötíu ær, sauðahús, sem gat rúmað 40 sauði. Lambhús fyrir 40 lömb og hesthús fyrir útigangsbikkj- urnar. Eftir var aðeins að hlaða fyrir heyin, eða hrófa upp bráðabirgða heygarði. Því verki yrði lokið næstu daga, enda voru kekkirnir komnir á staðinn. Yrði þá smiðjan ein eftir. Innanhúss hafði aftur á móti allt staðið í stað frá því um vorið. Svefnloftið, sem átti að koma fyrir piltana uppi yfir stofunni, var enn óinnréttað. Varð nú við svo búið að sitja um sinn. Hafði verið þiljað af aftasta stafgólfið í baðstofunni. Voru þær nöfnur þar út af fyrir sig. Steini, Gvendur og Sveinki sváfu í miðbað- stofu. VII. Það var fimmtudaginn síðasta í sumri. Dagur var að kvöldi kominn, menn voru setztir eða lagztir upp á rúmið sitt inni í baðstofu. Það var orðið rokkið, ekki búið að kveikja. Menn töluðu saman. „Ég get ekki látið mér detta í hug, hver skollinn hef- ur orðið af þeim,“ sagði Gvendur. Hann var að tala um fjóra sauði, sem stóð til að skera þá um daginn, en þeir höfðu verið svo vitrir að forða sér undan hnífn- um, svo að þeir fundust ekki, er til átti að taka. Gvend- ur hafði verið sendur út af örkinni og Sveinki strax um morguninn og leitað fram yfir hádegi, en snúið svo heim við svo búið. Litlu síðar höfðu þeir lagt af stað á ný og Steini með þeim, og höfðu leitað til kvölds, árangurslaust. Þeir voru nýkomnir heim aftur. „Þeir geta svo sem víða verið,“ sagði Steini, „þeir hafa áreiðanlega farið yfir ána og upp með bruna.“ „Bara þeir hafi nú ekki álpazt út í brunann,“ sagði Gvendur. „Út í brunann," át Steini eftir, „ég held það sé ekki mikil hætta á því, þeir cru ckki svo vitlausir, sauða- greyin.“ „Ætli þeir kæmust Iangt,“ kallaði Brynjólfur fram- an úr hjónahúsi. „Já, ætli þeir kæmust langt,“ át Steini eftir og hló. „Fullorðnir sauðir komast allt, sem þeir vilja,“ sagði Gvendur með miklum alvöruþunga, „látið mig vita það, ég' hef verið sauðamaður í fimmtán ár.“ „Hvað ættu þeir að vilja út í bruna, Gvendur minn?“ sagði Brynjólfur, „þar er ekki stingandi strá, ekkert nema eggjagrjót.“ „Þeir hafa kannske ætlað að drepa sig,“ sagði Sveinki. Hann lá á fleti sínu, með hendur undir hnakkanum. Hann var nýkominn í mútur, svo að hann var ýmist skrækróma eða furðulega dimmraddaður. „Því skyldu þeir vilja drepa sig, Sveinki litli,“ sagði Steini. „Kannske orðnir leiðir á lífinu," svaraði Sveinki. Nú fóru þeir Brynjólfur og Steini að hlæja. Gvend- ur aftur á móti vissi ekki, hvort hann átti heldur að hlæja eða reiðast Sveinka. Hann skildi ekki þennan strák. Var hann svona vitlaus, eða átti þetta að vera eins konar háð eða fyndni, eða skens? Nei, Gvendur hló ekki. Hann gat ekki hlegið. Hann gat ekki að því gert, að honum var í nöp við strákinn, honum stóð jafnvel stuggur af honum. Stelpan hún mamma hans hafði alltaf einkennileg verið. Snoppufríð, satt var það, anzi snoppufríð. En skrítin, einkennileg, varla eins og annað fólk. Eða svo var talið, að minnsta kosti eftir að hún lenti í ósköpunum. Hvort hann mundi! Hann mundi enn, þegar hann sá hana í fyrsta sinn. Það var við kirkju. Hún hafði komið rúmlega fermd austan úr Gnúpasveit. Einhver hafði útvegað hana handa Guð- mundi í Hvammi, sem þá vantaði stelpu-liðlétting. Síð- an hafði hún verið í Hvammi, þangað til hún hvarf. Þá var Sveinki á fyrsta ári. Já, hvort hann mundi eftir þessu! Eitthvað hafði gengið á! Öll sveitin á öðrum endanum. Fyrst, þegar það kvisaðist, að stelpan var orðin ólétt. Var hún trú- lofuð, eða hvað? Nei, ekki bar á því. Þetta yrði hrein- ræktaður lausaleikskrakki. En út yfir tók, þegar krakk- inn var fæddur og stelpan gat ekki feðrað hann, eða þóttist ekki geta. Var þó ekki tekið á því með neinni linkind að toga það upp úr henni, hver ætti krakkann. Hún var yfirheyrð og yfirheyrð, stundum daglega og þjarmað að henni eins og vera bar. Stundum hafði hún jafnvel látið í það skína, að það væri huldumaður, sem ætti barnið. En með því að hún gat litlar sönnur á það fært, þá höfðu yfirvöldin ekki getað tekið þann fram- burð til greina. Nokkuð var það, að hún hvarf. Hennar var leitað, ekki vantaði það. En ekki fannst Þórkatla. Sumir héldu, að lítið þýddi að leita, huldumaðurinn myndi hafa sótt hana. Þó var það einkennilegt, að hann skyldi ekki hafa sótt barnið sitt líka. Það var alveg satt. Áf hverju sótti hann ekki þau bæði? Nú, hann gat haft sínar ástæður til þess. Svo mikið var víst, að nú voru þeir ekki allfáir, sem þóttust hafa séð Kötlu litlu skjótast fram í brunann oftar en einu sinni árið áður en Sveinki fæddist. En bruninn náði alveg heim að túnfætinum í Hvammi. Og þeir hinir sömu héldu því fram, að þeir hefðu jafnan séð mann á sveimi á sömu slóðum um líkt leyti. Þeir hefðu nú verið tilbúnir til að sverja það frammi fyrir yfirvaldinu. En nú var öllum yfirheyrsl- um lokið fyrst Katla var týnd. Svo nú fékk enginn tækifæri til að sverja eitt né neitt. Að lokum hafði það komið upp úr kafinu, að í brunann hljóp hún scinast, þegar hún sást. Þar týndist luin, vesalingurinn. Framhald. 216 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.