Heima er bezt - 01.04.1963, Side 4

Heima er bezt - 01.04.1963, Side 4
SIRA GISLI BRYNJOLFSSON: Gyéríður í Sólheitur júlídagur með sumarbjörtum himni 1937. Ég er á ferð austur á Síðu, kem þangað nú í fyrsta sinn. Er að skoða mig um í Kirkju- bæjarklaustursprestakalli, sem er laust. Það hef- ur staðið autt undanfarin tvö ár, síðan sr. Óskar J. Þor- láksson flutti til Siglufjarðar. Nágrannapresturinn, sr. Valgeir í Ásum hefur þjónað. Ég hef gist á Klaustri. Lárus er búinn að leggja á tvo brúna gæðinga, Skol og Þráin. Hann ætlar að ríða með mér eitthvað austur með Síðunni og sýna mér sveitina. En þegar við erum að stíga á bak, ber mann að garði. Það er ekkert óvenjulegt á þessum stað. Þetta er mið- stöð sveitarinnar, fólk að koma og fara alla daga, eink- um á sumrin. Þeir heilsast með virktum, Lárus og komu- Helgi Jónsson. Seglbúéum maður, en hann vill ekki tefja okkur, þegar hann sér, að við erum að fara. Hver var þessi maður? „Hann er einn af okkar ágætismönnum,“ sagði Lárus, þegar ég innti hann eftir því. Þannig var Helgi í Seglbúðuin kynntur fyrir mér, og öll kynni þau tólf ár, sem ég þekkti hann, staðfestu þetta fullkomlega. Hann var mikill ágætismaður, hafði mikla og fjölþætta hæfileika og notaði þá vel. Helgi Jónsson í Seglbúðum var fæddur 29. apríl 1894. Hann varð ekki gamall maður, dó hálfsextugur og varð öllum sínum mörgu vinum mikill harmdauði. Helgi á Seglbúðum átti eitthvert fegursta og myndar- legasta heimili, sem ég hef kynnzt. Fór þar saman frá- Gyðríður Pálsdóttir. 120 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.