Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 6
Seglbúðir. Seglbúðum. Tóku ungu hjónin þar strax við búi, og bjuggu við miklar og almennar vinsældir meðan Helgi lifði. Þau eignuðust fjögur börn, er upp komust. Skulu þau talin hér eftir aldri: Margrét, gift Erlendi Einarssyni, forstjóra S. I. S. Ólöf, gift Birni Björnssyni, starfsmanni hjá S. í. S. Asdís, gift Einari Asgrímssyni, forstjóra, Siglufirði. Jón, bóndi í Seglbúðum, kvæntur Guðrúnu Þorkels- dóttur. Eftir lát manns síns, vorið 1949, bjó Gyðríður áfram í Seglbúðum með Jóni syni sínum, unz hann tók við bú- inu. Síðan hefur hún dvalið hjá þeim ungu hjónunum. Eins og gefur að skilja hafa búsforráð og heimilis- umsýsla verið aðalstarf Gyðríðar í Seglbúðum. Búið var stórt og heimilið mannmargt, gestagangur mikill, bæði af sveitungum og lengra að komnum. Þar var því ærið að starfa árið um kring. En það var líka nógu fólki á að skipa, ágætum trúum hjúum, sem unnu heim- ilinu eins og þau ættu alla hluti sjálf. Þetta var sama fólkið ár eftir ár, því að hjúasæl voru þau með afbrigð- um í búskap sínum, Gyðríður og Helgi, og var þar vistráðið vinnufólk, lengur heldur en víðast hvar ann- ars staðar. Gyðríður stjórnaði heimili sínu af mildri festu og góðri forsjá. Hún var nærgætin um hag allra heimilismanna og lét sér annt um þá, bæði skylda og vandalausa. Hagsýni var henni í blóð borin. Hún var mikil búkona og þrátt fyrir minn tilkostnað við dýrar byggingar, ræktun, raflýsingu og aðrar framkvæmdir, var hagur og afkoma alltaf góð, en slíkt er ekki síður undir húsmóðurinni komið heldur en bóndanum. Eins og vænta má hafði Gyðríður í Seglbúðum því nóg að starfa á sínu stóra heimili, en sökum þess hve þeim Seglbúðahjónum varð ætíð gott til vinnufólks, varð að- staða hennar allt önnur en hin þrönga og bundna staða einyrkjakonunnar. Henni gafst því færi á, frekar en mörgum öðrum starfssystrum hennar, að gefa sig að hugðarmálum sínum og njóta sín í félagsmálum. Þessa aðstöðu sína hefur hún líka notað sér vel. Félagssamtök kvenna. Gyðríður í Seglbúðum hefur um mörg ár haft for- ustu í félagsmálum kvenna í Vestur-Skaftafellssýslu. Síðan árið 1940 hefur hún verið formaður í Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps, og mun konum í því félagi ekki þykja ráð ráðið nema hún sé við. Þá hefur Gyðríður verið formaður Sambands Vestur-skaftfellskra kvenna síðan 1958-. Hefur sambandið beitt sér fyrir ýmsum hagsmunamálum kvenna í sýslunni og unnið ágætt starf á sínu sviði undir forustu Gyðríðar. Þá hefur hún um margra ára skeið verið fulltrúi á landsþingum kvenna og getið sér þar hið bezta orð. Bindindismál. Baráttan gegn áfengisnautninni er eitt af áhugamál- um Gyðríðar í Seglbúðum. Hún og systkini hennar hafa alltaf verið áhugasamir bindindismenn. Hún veit sem er, að fátt veldur sárara böli eða átakanlegri óham- ingju í mannheimi heldur en ofnautn áfengisins. Þess vegna telur hún það kristilega skyldu hvers manns að berjast gegn völdum Bakkusar með öllum ráðum. Með- an góðtemplarastúka var við lýði í sveitinni var Gyð- ríður aðal-starfskraftur hennar og aldrei hefur hún sparað krafta sína í þágu bindindismálsins. Kirkjumál. Ekki þarf lengi að tala við Gyðríði í Seglbúðum til að komast að raun um hvert er hennar helgasta hjart- ans mál, það, sem í rauninni á hug hennar allan. Það eru trúmálin — kirkjnmálin. Hún hefur á einum stað komizt svo að orði um afstöðu sína til trúmálanna, að heill og hamingja þjóðar jafnt sem einstaklinga væri komin undir lifandi, starfandi trú og heilbrigðu sið- ferðislífi. Og þessi sannfæring Gyðríðar í Seglbúðum er meira en varajátning. Hún sýnir hana í verki hvern helgan dag, sem messa ber í sóknarkirkju hennar. Þá er þar sæti hennar aldrei autt. Með því veitir hún safnað- Úr garðinum i Seglbúðum. 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.