Heima er bezt - 01.04.1963, Page 9

Heima er bezt - 01.04.1963, Page 9
Sion með kastala- hœðunum tveim. dökkgrænan gróðurinn. Og áfram brunar lestin. Fyrir vatnsendanum að sunnan eru lágar ávalar hæðir, fornar jökulöldur. En þegar yfir þær kemur, blasir Pósléttan við marfiöt og endalaus, unz hún hverfur í blámóðu fjarlægðarinnar. Ósjálfrátt verður manni hugsað til sandanna heima á íslandi, sunnan undir Vatnajökli, en eitthvað áþekk þeim hefur Pósléttan verið um þær mundir, sem skriðjöklar Jökultímans teygðu hramma sína suður urn Alpadalina. Þegar sléttan opnaðist, gerð- ist það sem mig hefði aldrei órað fyrir að gerast mundi í huga mér. Ég fagnaði því, að fjöllin skyldu loksins vera horfin sýn. Og nú varð mér það fyrst ljóst, að alla dagana í Sviss höfðu þau næstum því hvílt á mér eins og mara. Brattinn, hæðin og þrengslin kúga hug- ann, þótt fjöllin hins vegar gefi auganu margbreytta fegurð og tignarleg séu til að sjá. En þegar sléttan opn- ast er eins og maður komi út úr lokuðu búri, og nú þýt- ur lestin áfram. Aldintré, víngarðar, maísekrur, hveiti- akrar, bóndabæir, þorp, borgir og verksmiðjur, allt þýt- ur þetta framhjá auganu. Það er ljóst, að vér erum komnir í land stóriðnaðar og athafna. Byggðin þéttist eftir því sem fjær dregur fjöllunum. Verksmiðjubæir taka við hver á fætur öðrum, og loks er stórborgin fram- undan, og fyrr en varir nemur lestin staðar undir gler- þaki aðalbrautarstöðvarinnar í Mílanó, eftir um þriggja stunda fjölbreytilegt ferðalag. Ég hraðaði mér út af stöðinni, jafnskjótt og ég hafði tryggt mér sæti 'í lestinni norðuryfir næsta dag. Það sem þá blasti við sjónum vakti undrun mína. Var ég kominn til Ameríku eða hvað var þetta? Framundan var víðáttumikið torg, en í baksýn hver skýjakljúfur- inn við annan sumir yfir 30 hæðir, gerðir úr stáli og gleri. Næst er Pirelli-byggingin björt og létt yfirlitum, og yfirleitt virtust mér skýjakljúfar Afílanó-borgar vera léttari á svipinn en hinir amerísku frændur þeirra. Ég get ekki að því gert, að mér þykja skýjakljúfar hin mesta höfuðprýði hverrar borgar, þótt ég kunni engu að síður að meta vel hina sérkennilegu fegurð og stíl miðaldaborganna. En í iMílanó mætist nýtt og gamalt á hinn furðulegasta hátt, þótt nýtízkuborgin beri gömlu bæjarhlutana ofurliði. Miðdepill borgarinnar er dómkirkjan mikla, sem síð- ar verður getið. Umhverfis hana er enn að finna gaml- ar byggingar og fornlegan stíl, en þegar kemur út fyrir hin gömlu borgarhlið taka við nýtízku verzlunar- og iðnaðarhverfi, með skýjakljúfum og verksmiðjubygg- ingum, og í yztu jöðrum borgarinnar eru braggar, sem hrófað er upp til bráðabirgða, til að hýsa það fólk, sem sífellt streymir til borgarinnar, en iðnaður hennar og athafnir draga til sín fólk úr öllum héruðum ftalíu, hraðar miklu en unnt sé að sjá öllum fyrir viðunandi húsnæði. En Mílanó er mesta iðnaðarborg Ítalíu, og þar og í nágrenni er velmegun mest í öllu landinu. Og víst er um það, að furðulítið sér ferðamaðurinn þar af tötra- klæddu fólki eða beiningamönnum, eins og sagt er að úi og grúi af í borgum Suður-ítalíu. Alargt bar fyrir sjónir, þegar úti fyrir járnbrautar- stöðinni. Torgið með marglitum blómabeðum og spengilegum trjám, skýjakljúfarnir, og síðast en ekki sízt hin iðandi umferð stórborgarinnar, þar sem allir virtust vera að flýta sér. En ég varð að flýta mér heim á hótelið, sem ég hafði pantað gistingu á, svo að mér gæfist einhver tími til að skoða mig um í borginni áð- ur en myrkrið félli á, en dimmt vissi ég yrði um sjö- leytið. En hvert skyldi halda? Ég vissi það eitt, að hótel- ið lá í örskotshelgi frá stöðinni, en ekki gat ég komið auga á það. Og nú fann ég fyrst þá ömurlegu tilfinn- ingu að vera mállaus innan um alla talandi. Enginn lög- Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.