Heima er bezt - 01.04.1963, Page 13
MAGNUS GUNNLAUGSSON:
Hvíslié á Almenninoum
að mun hafa verið um miðjan október 1915, að
fregn barst um það utan frá Úlfsdölum (vest-
an Siglufjarðar), að þar væru nokkrar kindur,
innan úr Fljótum, sem æskilegt væri að yrðu
sóttar sem fyrst.
Ég var þá vinnumaður á Hraunum í Fljótum ásamt
mörgu fleira fólki, hjá þeim merkishjónum Ólöfu Ein-
arsdóttur frá Hraunum og Guðmundi Davíðssyni frá
Hofi í Hörgárdal.
Nokkuð af þessu starfsliði var unglingar, er komið
hafði verið fyrir í vist þangað yfir lengri eða skemmri
tíma, einkum frá Siglufirði. Sumt af þessum unglingum
var í eðli sínu vandað bæði í orði og athöfn, annað
miður eins og gengur.
Þau hjón voru þekkt að því, að vilja hafa siðbætandi
áhrif á unglingana, bæði til orða og verka, þó stundum
vildi þetta mistakast einkum þar sem margt fólk er sam-
an komið.
Á þessum árum var draugatrúin eða þjóðtrúin enn
í fullum gangi, að segja mætti, enda var fólkið óspart
að blása að þessum glæðum, með því að segja hvoru
öðru meira eða minna mergjaðar sögur. Um Búðar-
tungudrauginn, er hafðist við í Búðartungugilinu
skammt fyrir sunnan túnið og Þorgeirsbola, sem einatt
dvaldi í svokölluðum Hálstóftum örstutt neðan við
túnfótinn. Báðir þessir aðilar höfðu það til — að sögn
— að gera vegfarendum marga skráveifu, einkum ef
einn var á ferð eftir að skyggja tók.
Loks voru svo skeljaskrímslin við sjávarsíðuna með
öllum sínum hrikaleik og ógnarafli, sem öllum stóð
hinn mesti stuggur af.
Auðvitað vorum við ungmennin hráðsólgin í þessar
sögur og aðrar slíkar, enda þótt það gerði okkur svo
myrkfælin, að við þorðum varla að þverfóta eftir að
skuggsýnt var orðið.
Eitt af því sem okkur var sagt í sambandi við sjó-
skrímslin var, að eitt sinn hafi Guðmundur Einarsson,
afi Ólafar húsfreyju, bjargað sér á skautum á Mikla-
vatni undan sjávarskrímsli.
Hvað, sem þessari þjóðsögu líður munu það ekki hafa
verið nein ósannindi, að Guðmundur Einarsson hafi
verið einn mesti skíða- og skautagarpur síns tíma, en
nóg um það.
Eins og getið er um í upphafi þessa þáttar, barst
fregn urn, að úti á Dölum væru kindur innan úr Fljót-
um. Eigi var þess getið, hve margar þær væru, né á
hvaða bæ þær væru geymdar.
Það féll í minn hlut að fara þessa ferð og mun hafa
verið allmikill geigur í mér, þar sem vegurinn út
Hrauna-Almenninga lá sums staðar eigi langt frá sjó, en
leiðin löng og því nokkurn veginn víst, að ég myndi
lenda í myrkri til baka, og samkvæmt framanskráðu
mátti trúgjarn og kjarklítill unglingur búast við ýmsu
miður skemmtilegu eftir að dimmt væri orðið.
Ég lagði af stað árla dags í logni og björtu veðri. Loft
var nokkuð skýjað en tungl í fyllingu og var það auð-
vitað bót í máli, því að þá yrði myrkrið ekki eins geig-
vænlegt á heimleiðinni.
Ég held sem leið liggur út svokallaðan Dalaveg, út
yfir „Heljartröð" og hér blasa við mér innri- og ytri-
Eggjabrekkur ásamt ýmsurn fleiri vinalegum örnefn-
um, sem smalinn er vanalega býsna fljótur að kynnast.
Brátt er ég kominn út í mynni Hraunadals og þarna sést
upp í Siglufjarðarskarð, Éellin og Göngudalinn, já, og
þarna er gamla selið, þar sem ég var stundum með ærn-
ar um sumarið. Ég get ekki komizt hjá því, að rifja
upp einkennilegt atvik, sem þarna henti mig.
Það var svarta þoka, en gott veður að öðru leyti.
Ærnar eru spakar á beit í kring um selið, svo að mér
er sjálfsagt alveg óhætt að fá mér blund. Þá dreymir
mig, að til mín kemur maður, sem ég þykist kannast
vel við. Hann ávarpar mig í mildum tón og þykist ég
skilja, að hann vilji að ég fari af selinu. Ég anza engu
og fer hvergi. Eftir nokkra stund kemur hann aftur og
er þá verulega höstugur í máli. En það fer á sömu leið.
Ég fer hvergi. Loks kemur hann í þriðja sinn og er þá
ekki mannsrödd, heldur Ijót og digur bolaraust og þá
vaknaði ég, en þá var ég búinn að fá „martröð“, svo að
ég gat mig hvergi hreyft.
Það má nærri geta, hversu notalegt það hafi verið að
vakna undir þessum kringumstæðum og geta ekki rót-
að sér. Þarna lá ég lengi, að mér fannst, án þess að geta
hreyft mig (mun þó ekki hafa verið nema stutt stund).
Loks get ég lítið eitt lyft annarri hendinni og er þá um
leið laus úr þessari prísund. Ég rís nú á fætur, geng í
kringum selið og rýni út í þokuna í leit að þessari ein-
kennilegu draumveru, en sé auðvitað ekki neitt.
Aldrei var ég hræddur, að koma á þessar stöðvar eftir
þetta og aldrei varð ég var við neitt, hvorki í svefni eða
vöku, nema í þetta eina sinn. Að sjálfsögðu var mér
Heima er bezt 129