Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 15
HALLGRIMUR FRA LJARSKOGUM:
Svipleiftur af söguspföldum
Veturinn 1960—61 efndi Heima er bezt til getraunar, til að
kanna, hversu spakmæli og orðtök íslendinga sagna væru les-
endum þess tiltæk og kunnug. Þátttaka var mikil og ánægju-
leg, og margir sendu okkur þakklæti fyrir að hafa valið þetta
getraunarefni. Enginn tók þó eins myndarlega á málunum
og Hallgrímur skáld frá Ljárskógum, sem sendi blaðinu heil-
an ljóðabálk, þar sem ekki einungis getrauninni er svarað,
heldur einnig brugðið upp skáldsýn af sögu þeirri, sem að
baki orðunum var. Væntum vér að lesendum Heima er bezt
þyki fengur að þessum sérkennilegu og frumlegu svörum,
og ljóð Hallgríms megi verða til að festa mönnum efni forn-
sagna vorra enn betur í huga. Kunnum vér honum þakkir
fyrir hugkvæmnina.
Sonurinn Bolli er barnið
sem bendir í spurn yfir hjamið.
Móðursvar meitluðum orðum
fluttist af einurð forðum:
Þeim var eg verst
er áður unna eg mest.
Kærleikur konunnar vakir.
Kvikublæðandi sakir
fölna með fallanda degi
en fyrnast aldrei á vegi.
Við ölturu Guðrún grætur.
í vökulok veitast bætur.
Þeim var ég verst -
Ein á ferli, ein í kirkju. —
Öldruð nunna að bæn sig hneigir,
líf sitt helgar hvíta-Kristi,
höfuð sitt í lotning beygir,
— lífsins ólga er langt að baki,
lífsins þrá er brotin niður,
lífsins hljóða kvöld er komið,
kyrlát sorg og trúarfriður.
Helgafell Guðrún gistir,
gengnar skartmeiri vistir,
gömul og gráhærð kona
við grafir dýrustu vona.
Hljótt er við hrundar borgir,
svalt við fjötraðar sorgir.
Harmsagnir Laxdælu leika
logsárt á strengina veika,
stormsveipir stórlátrar ævi,
stunur í djúpsins blævi,
hjarta með svíðandi sárum,
ofraun í órunnum tárum.
Að dagslokum dagsýnir myndast,
að dagslokum stundir vindast,
í raunsæi þræðir rekjast,
í rokviðrum kraftar vekjast.
í harmleik sjást hetjur fara.
Við dagslok skal dirfð til svara.
Harmsagnir Laxdælu leika
logsárt á strengina veika. —
Kinnhestur
Bogastrengur er brostinn,
bikar í grunn er tæmdur,
hugur er heiftum lostinn. —
Hver er veginn ög dæmdur?
Bogastrengur er brostinn.
Hallgerður harðlynd og fögur,
í hrakviðrum þrekuð, í leynd,
stendur í styrr hjá bónda,
stefnir sinn veg — í reynd.
Bogastrengur er brostinn.
Kalið er konuhjarta,
kælt við ýmissra gjöf,
harðnað í skapraun og hreggi,
hrakið á yztu nöf.
Eigi það endast mátti
út yfir dauða og gröf.
Bogastrengur er brostinn.
Muna skal kaldan kinnhest.
— Kona er sýn á hefnd. —
Hirði eg lítt hvort þú hjarir.
Heit eru veitt — og efnd.
Bogastrengur er brostinn.
Ávörp og andsvör berjast,
eitraðar tungur særa,
helgustu leyndir herjast,
— hatur má endurnæra —
spjótlögum vaskir verjast.
Vandi er einn að kæra.
Bogastrengimir bresta.
Heima er bezt