Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 16

Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 16
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR SIGRÍÐUR THORLACIUS: Noröur Sprengisand ( Niðurhg.) Snemma morguns ferðbjuggumst við, þó enn rigndi, en úr því rættist þó fljótlega. Helgi fylgdi okkur þenn- an dag og kom sér leiðsögn hans vel, ekki sízt yfir Þúfukvísl. Venjulega er hún riðin á stórgrýttu vaði all- langt frá Þjórsá, en vegna úrkomunnar leizt okkur illa á að fara það, svo Helgi þræddi kvíslar á söndum rétt ofan við árósana. Engin kvíslin var hættulega djúp, en sandbleytur voru þar miklar og þær er mér satt að segja verr við en flest annað. Eitt trippið álpaðist út af slóð- inni, stanzaði á sandeyri og sáum við að það byrjaði að síga í sandinn. Hófum við þá öskur og óp og sem betur fór öslaði það í slóðina á eftir okkur, en við mátt- um ekki hætta á að stanza né ríða í veg fyrir það. Nokkru áður en við riðum Þúfukvísl komum við á Sóleyjarhöfða, sem við er kennt vað í Þjórsá. Var það réttnefni, því höfðinn var gulur af sóleyjarblómum. Aðum við þar nokkra stund og finnst mér í endurminn- ingunni, að þá hafi verið sólskin, en kannski var það bara sóleyjabreiðan, sem lýsti upp brekkuna. Ég var komin á bak og var að ríða fyrir hross, þegar ég sá að Birgir var að fara á bak á gæðing Einars, sem Örn hét. Birgir var í olíufötum og rakst skálmin í hnakkinn með skrjáfi miklu, áður en hann komst í hnakkinn. Örn tók feiknalegt viðbragð út á hlið ou Birgir steyptist á höfuðið. Þegar ég kom að honum sat hann náfölur og hélt um hægri olnboga, en vildi sem minnst úr meiðsli sínu gera og kvaðst albúinn að halda áfram eftir stutta stund. Eftir heimkomuna sást við læknisskoðun, að sprungið hafði flís úr handleggsbeini og farið inn í liðinn. Þúfukvísl er stundum kölluð Þúfuverskvísl og veit ég ekki hvort nafnið er réttara, en Þúfuver er kallaður grasgefinn mýrarfláki, sem er báðum megin kvíslar- iúnar neðanverðrar. Þar var yfir að fara fúamýri mikla, sem heldur virtist haldlítil fyrir hesthófana. Var ekki urn annað að ræða en slá í og ríða svo hart sem komizt var, til að ekki lægi allt á kafi. Þótti mér það heldur óskemmtilegur spotti og varð fegin þegar fastara varð fyrir fæti. Þegar við nálguðumst Biskupsþúfu, sem er mikil melalda, sáum við hvar álft var að flytja með unga sína á allstórt vatn ofan úr mýri. Vagaði hún á undan og kallaði í sífellu á ungana, en varð felmt við þegar við komum blaðskellandi. Flaug hún upp og út á vatn- ið, en ungarnir tveir voru eins og smábátar í stórsjó á þúfnakollunum, veltust og hröktust og vissu ekkert hvert halda skyldi þegar þeir sáu ekki móður sína. Fjallasýn er mikilfengleg eftir að komið er þama inn á öræfin, þó mest beri á jöklunum. Hofsjökull er í vestur, en Tungufellsjökull og Vatnajökull í austur. Nú fór að styttast í áfangastað, sem var Eyvindar- ver, þar sem Fjalla-Eyvindur og Halla áttu kalda vist á sinni tíð og voru gripin af byggðamönnum, sem sjálfir voru dauðhræddir við að hætta sér inn á öræf- in. Við riðum fyrir háa bungu og við okkur blasti Ey- vindarver, skrúðgræn vin með fjölmörgum tjörnum, kringd sandi á þrjá vegu, en Þjórsá skilur milli Vers- ins og Hofsjökuls. Arnarfell ið mikla blasir við eins og pýramídi upp úr jöklinum, sem klofnar um það eins og beljandi foss, og er einkennilegt að sjá grænan gróð- ur teygjast upp þetta staka fjall í jökulfaðminum. Kofa-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.