Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 18
inum. Ég reið folanum steingráa, sem var heldur þrótt-
lítill og dettinn. Úti í miðri ánni hnaut hann og datt á
hnén. Sú ein hugsun komst að þegar ég hnaut frarn af
hnakknefinu, að ég mætti ekki vökna og varð það fyrir
að grípa báðum höndum um eyru folans. Hann tók
því vel, brölti á fætur og stóð eins og þúfa meðan ég
mjakaði mér aftur upp í hnalckinn. Gaf ég honum væn-
an brauðbita fyrir vikið í næsta áningarstað.
Trippin rákust illa á sandinum, þar sem engin var
gatan, svo ég reið oftast á undan, en þeir kumpánar
ráku lestina. Einn folinn, sá rauðblesótti, var sérlega
óþekkur og var Birgir búinn að hrópa svo oft að hon-
um ókvæðisorð, að hann var farinn að gegna þeim, eins
og hundur nafni undir ferðalok.
Sprengisandur er mikil auðn, melöldur og sandlægðir
og jöklar til beggja handa, en lækir, smáár og vötn eru
víða og Fjórðungsvatn þeirra stærst. Sandbleytur eru
víða með lækjum og ónotalegt að finna allt í einu
hestinn sökkva í þar sem virzt hafði slétt og traust land.
Af gróðri var fátt að sjá, músareyra, geldingahnappar
og lambablóm á stöku stað milli steina, en hvergi til
hagi fyrir kvikfé.
Þegar við lögðurn af stað úr Eyvindarveri var bjart-
viðri, hlýtt og þægilegt. Sólin gægðist úr skýjarofi og
elti skugga um sandöldurnar, og brá bjarma á glamp-
andi jökla. Allt virtist lifandi og aðlaðandi. En snögg-
lega dimmdi í lofti. Jöklarnir urðu bládimmir og ógn-
andi, sandurinn járngrár og dauður og nístandi vindur
smaug inn að beini. Við áðum í dálítilli lægð, sem þó
megnaði ekki að skýla okkur né hestunum, sem stóðu
í höm, vonlausir á svip, þar sem hvergi var stingandi
strá handa þeim að sjá, en þegar við tókum upp nestið
og þeir fundu lyktina af brauðinu, komu þeir nær og
þeir spökustu hnipptu mjúklega í okkur með flipanum,
svo auðvitað fengu þeir bita með.
Við vorum komin { öll okkar hlífðarföt til að halda
á okkur hita, jafnvel olíufötin, þótt þurrt væri veður.
Við héldum áfram norður auðnina, fórurn á skokki,
skiptum alloft um hesta, urðum þreytt og syfjuð og
fundum hvernig dró af hestunum eftir því sem á leið.
Smám saman nálguðust norðlenzku fjöllin, þótt okkur
fyndist urn lágnættisbilið að vonlaust væri með öllu að
nálgast þau. Eg var svo þreytt, að stundum sá ég slóð-
ina, sem ég átti að rekja, tvöfalda og var farin að kvíða
fyrir því í hvert skipti, sem ég varð að fara af baki og
handsama annan hest, skipta um reiðtygi og komast
aftur á bak, en sú var þó bót í rnáli, að hestarnir voru
orðnir of þreyttir til að vera styggir og nú mátti ganga
að hvaða villing sem var.
Norður undir Kiðagili beygðum við af slóð norðan-
mannsins og stefndum á drög Mjóadals í stað þess að
vitja áningarstaðar í Kiðagili. Mjóidalur hefst sem
mosadrög á sandinum fram með lækjarsitrum, sem sam-
einast í Mjóadalsá. Er það viðeigandi, sem haft er eftir
ferðamanni, sem reið um Mjóadal: Allt tekur enda,
nema eih'fðin. Smám sarnan dýpkar dalurinn og gróður
vex og strax og komið var í viðunandi graslendi stönz-
A Sprengisandi 27. júlí 1940.
uðum við, menn og hestar jafnfegin. Var þá klukkan
sex að morgni og sextán klukkustundir liðnar frá því
við fórum úr Eyvindarveri, en röskur sólarhringur síð-
an við fórum fyrst á stjá að hyggja að Helga og hest-
unum.
Þegar ég renndi mér af baki skalf ég af þreytu og
þótti mér verst, að mér vafðist tunga um tönn þegar
þeir félagar mínir ávörpuðu mig. Þótti þeim ég svo
óburðug, að þeir heimtuðu að ég skriði strax í svefn-
poka og hef ég aldrei fyrr né síðar upplifað það, að
láta tjalda yfir mig, þar sem ég lá og skalf í pokanum.
Þótti mér lítið leggjast fyrir kappann, að gerast ber að
slíkri vesalmennsku. Þegar Einar og Birgir voru búnir
að hefta hestana urðu þeir líka hvíldinni fegnir og sofn-
uðum við fljótt og vel. Þegar ég vaknaði aftur fannst
mér í fyrstu ég vera sárveik og fráleitt að ég myndi
geta hreyft legg né lið, líklega yrði að flytja mig á
kviktrjám það sem eftir væri til byggða. Lá ég nokkra
stund og hugsaði um eymd mína og hlustaði á hrot-
urnar í þeim félögum mínum. Allt í einu fann ég, að
ég var alveg óttalega svöng. Hvað átti ég að gera?
Vekja þá? Nei, skárra var að reyna fyrst hvort nokk-
ur leið væri að hreyfa sig. Ég mjakaði mér hálf upp úr
pokanum — jú, ég gat sezt upp og þama sá á kexpakka
upp úr tösku. Ég seildist þangað og skreið aftur í pok-
ann með fenginn. í því vaknaði Einar og spurði hvernig
mér liði. „Agætlega,“ svaraði ég steinhissa, ég hafði
nefnilega uppgötvað þegar ég hreyfði mig, að það var
alls ekkert að mér. „Ég er bara voðalega svöng.“ —
Einar seildist eftir fleiri matföngum og við borðuðum
með beztu lyst og ræddumst við í hálfum hljóðum, þar
til Birgir vaknaði líka og var ég þá orðin upplögð í að
hita vatn í kjötseyði, sem var okkar eftirlætis drykkur
í ferðinni.
Klukkan sjö um kvöldið vorum við ferðbúin á ný og
riðum niður Mjóadal, beygðum síðan yfir allháan háls
að eyðibýlinu Ishóli. Þegar við vomm komin langleið-
ina upp á hálsinn kom á móti okkur ríðandi maður. Var
það Éinar yngri Sæmundsen, þá skógarvörður á Vögl-
um í Fnjóskadal. Var hann farið að lengja eftir okkur
og var þarna kominn á móti okkur.
134 Heima er bezt