Heima er bezt - 01.04.1963, Side 21

Heima er bezt - 01.04.1963, Side 21
Skáldsagu efiir Magneu frá Kleifum HOLD OG HJARTA FIMMTI HLUTI Allt í einu sneri hann sér að mér, tók svo fast utan um axlir mínar, að ég var viss um, að marblettur sæist eftir hvern fingur, og sagði hásri röddu: „Sóley, ef einhver tæki frá þér það bezta og dýr- mætasta sem þú ættir, það sem þér þætti vænst um af öllu í heiminum, og træði það niður í svaðið, mundir þú geta fyrirgefið það?“ Ég starði á hann. Var hann að verða geggjaður. „Nei, ég er ekld brjálaður,“ sagði hann, eins og hefði hann lesið hugsanir mínar, „en hvert sinn sem ég fer til Dóru, efast ég um að nokkurt réttlæti sé í, að mað- ur fyrirgefi náunga sínum syndir hans, eða hvaða rétt- læti er í, að hún þurfi að líða þannig fyrir syndir og hugleysi annarra.“ Svo sleppti hann mér og stikaði heim á leið svo hratt, að ég varð að hlaupa við fót til að geta fylgst með hon- um. Dagarnir liðu hver öðrum líkir. Björn hafði rnikið að gera og svaf oft uppi í sjúkrahúsi. Ég hélt að það væri vegna Dóru, en var ekki viss. Tvisvar hafði ég beðið hann um leyfi að sjá hana, en hann neitaði. Nú gengu mislingar um sveitina eins og logi yfir ak- ur, ég vissi að margir voru mikið veikir, sérstaklega eldra fólk. Ég vann oft fimm og sex stundir á dag í sjúkrahúsinu og þóttist gera vel. Enginn bað mig held- ur að vinna lengur. Björn yrti varla á mig. Hann var orðinn eins og afturganga, lagði sífellt af og mátti þó varla við því. Anna og Páll voru líka alla daga, eins og þau svæfu ekki hálfan svefn. Ég vorkenndi þeim ekki, var bara reið yfir að þurfa að húka í þessu gamla hússkrifli ein- mana og leið. Bara að Björn hefði sagt nokkur vingjarn- leg orð og brosað til mín, þá hefði ég getað þraukað, en hann sá mig ekki. Kæmi hann heim, var hann sofn- aður með það sama, en það var sjaldan nema stutt stund í einu. Síminn hringdi, eða einhver kom, og þá var hann þotinn af stað. Ég lá á kvöldin og lét mig dreyma að vanda. Sér- staklega var það kvöld eitt, sem ég gat dvalið við tím- um saman, rifjað upp hvert smáatvik og svo hugsað mér framhaldið, því það varð aldrei neitt í alvörunni. Það var eitt af þessum kyrrlátu mildu kvöldum, sem aðeins koma á vorin. Ég hafði staðið úti á svölunum og hlustað á tónana, sem bárust neðan úr samkomuhúsinu. Skapið var ekki í samræmi við vorblíðuna. Ég var fuli gremju og uppreisnar. Allir voru glaðir og ánægðir að skemmta sér nema ég. Enginn hugsaði um mig. Ég var svo niðursokkin í þessar reiðihugsanir, að ég tók ekki eftir Birni, fyrr en hann stóð við hliðina á mér. „Þér leiðist, vina mín, það er von,“ sagði hann og horfði á mig alvarlegur á svip. Ég gaut til hans hornauga, en svaraði ekki. Það var mikið að hann fann að lífið hér í Álftafirði var ekki sérlega upplífgandi. „Eigum við kannske að koma niður eftir?“ hélt hann áfram, en tónninn var þannig, að mér fannst hann segja: „í guðs bænum taktu mig ekki alvarlega.“ Með honum? Ég gat varla varizt hlátri. Ég var hand- viss um, að hann hefði aldrei á ævi sinni stigið dans- spor. Ekki var hann þó svo stirðlegur að sjá, en mér fannst bara að honum mundi margt hugleiknara en hringsnúast í litlum sal fullum af fólki. „Nei, mig langar ekkert,“ svaraði ég ólundarlega. „Ekki með mér, eða bara ekki á ballið?“ Ég roðnaði. Gat hann lesið hugsanir mínar eins og opna bók, ég mátti þá vara mig í návist hans. Bara þessi stund vildi nema staðar. Ég hefði getað staðið þarna við hlið hans um aldur og ævi. Sá hann ekki hvað mér leið, heyrði hann ekki hvernig hjarta mitt hrópaði á hann. Ó, Björn. Smám saman varð ég Heima er bezt 137

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.