Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 23
væri, og hvers vegna hún þyrfti að ganga fljótt fyrir
sér, svo barnið kafnaði ekki.
Það sem hann var annars að segja, fór reyndar inn
um annað eyrað á mér og út um hitt. Hugur minn var
dofinn, og aðeins ein hugsun komst þar að: — Aldrei
skyldi ég gifta mig og eignast börn. Eg held að Björn
hafi rennt grun í hugsanir mínar, því hann lagði hönd
sína ofan á mína, þrýsti hana þétt og brosti hughreyst-
andi til mín.
„Svona, svona, ekki þessar áhyggjur, þær eru þarf-
lausar,“ sagði hann aðeins, ofurlítið glettinn. Já, hann
gat trútt um talað, fyrir hann var þetta daglegt brauð.
„Svo heimsækjum við konuna seinna, og þá færðu
aðra skoðun á málinu.“
Hann sleppti hönd minni, jók hraðann og tók báð-
um höndum fast um stýrishjólið. Nú þurfti hann að
flýta sér, því heima beið Dóra hans, og hann hafði lof-
að henni fyrir löngu, að þegar hún dæi, skyldi hann
halda í höndina á henni. Það heit varð hann að efna.
Tveim tímum eftir að við komum heim, fór Dóra
„heim“, eins og Anna gamla komst að orði. Mig lang-
aði til að segja eitthvað eða gera eitthvað, en vissi ekki,
hvað það ætti að vera, og þvældist bara fyrir sjálfri mér
og öðrum. Það lá við að ég gleddist, þegar Björn bað
mig að sjá um heimilið í nokkra daga, svo Anna gæti
hjálpað veikri fjölskyldu úti í sveit. Mér var léttir í
að vinna frá morgni til kvölds. Loks hafði ég þá eitt-
hvað, sem ég varð að sjá um. Eftir 14 daga kom Anna
aftur. Nú voru mislingarnir í rénun, enda veitti ekki
af. Páll leit út eins og afturganga, og Björn var að niður-
lotum kominn af þreytu og svefnleysi.
Ég lá í rúminu daginn sem Dóra fór sína hinztu ferð
úr kirkjunni upp í kirkjugarðinn, sem stóð á hæð ofan
við þorpið. Ég hafði hjálpað Birni við að skreyta kist-
una og undraðist, hve smekkvís og lipur hann var. Hann
hafði næmt auga fyrir öllu fögru, bæði litum og tón-
um. Eklú kom ég mér að því að spyrja hann, hvort
Dóra hefði verið systir hans, og hann sagði mér ekkert
um það, rifjaði aðeins upp nokkrar endurminningar,
frá því hún var smátelpa. Það var auðheyrt, að honum
hafði þótt mjög vænt um hana, hvernig sem skyldleika
þeirra var varið.
VII.
Nokkrum dögum seinna heyrði ég þá feðgana Björn
og Pál þrátta um eitthvað. Ég lagði eyrun að því, fyrr
en ég heyrði, að þeir nefndu Hans.
Rödd Björns var reiðileg og hörð, þegar hann sagði,
að sér fyndist það fjandi hart að þurfa að láta heimili
standa honum opið, hvenær sem honum þóknaðist að
láta sjá sig. Og mætti hann ráða, sæist Hans aldrei fram-
ar í þessu húsi.
Páll gamli maldaði í mótinn. Ég heyrði að hann sagði,
að loforð væru loforð, það vissi hann bezt sjálfur.
Ég reyndi að heyra, hverju Björn svaraði, en hann
talaði nú svo lágt, að ég heyrði ekki orðaskil. Ég lagði
eyrað að veggnum og hélt niðri í mér andanum.
„Við getum víst lítið gert í því, hún verður að ráða
sér sjálft,“ sagði Páll.
„Nei, nei, það skal aldrei verða, pabbi, þér getur ekki
verið alvara.“ Birni var mikið niðri fyrir.
„Hvernig getum við áfstýrt því, vinur minn,“ sagði
Páll gamli þreytulega. En nú töluðu þeir svo lágt, að
ég heyrði ekki meir, enda kom Anna inn í þessu, og ég
fór með henni inn í eldhús.
Alltaf voru einhver leyndarmál í þessu húsi. Ég varð
að fá að vita, hvers vegna Björn hataði bróður sinn, og
Páll umbar hann aðeins vegna gamals loforðs.
Björn átti litla trillu, sem hann notaði í sjúkravitj-
anir þangað, sem ekki var kominn bílvegur. Eitt kvöld-
ið bauð hann mér á „skak“ með sér. Ég var upp til
handa og fóta. Nú ætlaði ég að nota tækifærið og
krefja hann sagna um óvináttu þeirra Hans. í bát gat
hann ekki hlaupið frá mér, og ég skyldi svei mér fá að
vita ástæðuna.
Þessi von mín var sér þó til skammar. Þegar niður á
bryggjuna kom, voru þau þar fyrir, Lóa, sem var ganga-
stúlka á spítalanum, og Éeifur ráðsmaðurinn. Einmitt
Lóa, sem sífellt góndi á Björn ástsjúkum augum, en til
allrar hamingju veitti hann því víst enga eftirtekt. Ég
tók líka eftir því, að hún sendi Leifi sams konar augna-
ráð. Það gat vel verið, að hún beitti þessum grænu,
hlæjandi augum á sama hátt á alla hlæjandi karlmenn.
Við vorum ekki komin langt frá landi, þegar öll fýla
var nr mér rokin, og ég var kát eins og þau hin. Við
fiskuðum ekki mikið, en skemmtum okkur samt ágæt-
lega. Lóa var kannski ekki sem allra verst, og í fyrsta
sinn sá ég, að Leifur var vel þess virði að kynnast hon-
um betur.
Mér stóð samt ekki á sama, þegar Björn sleppti stýr-
inu við Lóu og settist hjá henni. Heit bylgja af afbrýði-
semi flæddi um mig alla. Því þurfti hann nú að vera
svona kumpánlegur við hana. Ég var í sömu fýlunni,
þegar ég steig á land, og ekki batnaði það, þegar Lóa
hvíslaði að mér, um leið og hún kvaddi mig:
„Það er engin hætta. Ég skal sjá hann í friði!“
Ég hefði getað barið hana í klessu og flýtti mér af
stað heim, glóandi af vonzku og skömm. Gat stelpu-
fíflið lesið hugsanir mínar?
Björn náði mér ekki fyrr en heima við húsdyrnar.
Ég bauð góða nótt og ætlaði beina leið upp, en hann
tók þétt um handlegginn á mér og sneri mér að sér.
„Svona býður maður ekki góða nótt eftir skemmti-
lega samverustund,“ sagði hann alvarlegur, en ég sá
brosið í munnvikjum hans og sleit mig lausa og hljóp
upp á loft.
„Asni, asni,“ tautaði ég og henti mér upp í rúmið.
Ég vissi ekki, hvort ég átti við sjálfa mig eða Björn
eða Lóu. Ég tönnlaðist bara á þessu eina orði, þangað
til ég fór að skæla.
Ég heyrði umgang niðri, og að einhver kom upp
stigann. Mundi Björn kom inn til mín? Ó, guð, láttu
hann koma. Hurðin opnaðist hljóðlega, ég lá kyrr og
Heima er bezt 139